Beygður Össur brottnar brátt

Evrópusambandið kann pólitík og veit að dagar Samfylkingarinnar almennt og Össurar utanríkis sérstaklega eru taldir um leið og ESB-umsóknin deyr drottni sínum. Sjávarútvegsráðherra ESB gerir eðlilega ráð fyrir að Össur og Samfylkingin brotni enda þegar beygt sig í duftið.

Sértrúarkredda Samfylkingarinnar um að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu er þegar orðin þjóðinni dýr. 

Alþjóðasamfélaginu verður að senda þau skilaboð að Ísland er ekki á leið inn í Evrópusambandið, hvorki núna né í fyrirsjáanlegri framtíð. 


mbl.is Strandar á makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Beygður Össur brotnar brátt.

 

barinn eins og rakki.

Það varð enginn þjóðarsátt

á þínu ESSBé flakki.

  Datt þetta í hug út af fyrirsögninni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 16:16

2 identicon

@ÁCÞ: Flott vísa :-)

Annars er stóra spurningin hvað verður um Sf þegar þetta ESB ævintýri siglir í strand? Sundrast flokkurinn ekki bara?

Helgi (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 16:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helgi, ég tel að límið í Samfylkingunni sé ekki sterkt og sennilega fer fólk sitt í hvora áttina þegar þessu ESBdæmi lýkur.  Mest eru frammáfólk þarna eiginhagsmunaseggir og framapotarar að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 16:59

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Össur er þjóðinni orðin dýr og í senn hættulegur..

Vilhjálmur Stefánsson, 3.7.2012 kl. 17:00

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi skáldlega fyrirsögn beinlínis heimtar botnun 

Beygður Össur brotnar brátt
er breytist EB viðmót.
Fljótt þá honum fyrnist flátt
flaður þess og blíð´hót.

Kolbrún Hilmars, 3.7.2012 kl. 17:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha góð Kolbrún. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 17:27

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já flottar stelpur,sammála að fyrirsögn Páls er eins og vísu’ upphaf, vonandi einnig í nær 4 ára baráttu.

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2012 kl. 17:59

8 identicon

Come on! Chill man! Lets just...duh, "unite", and stuff like that.

http://www.youtube.com/watch?v=tRliJk78zkg

Grímur (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 20:09

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Össur er Landráðamaður ásamt þeim sem komu þessum ESB ferli af stað. Ég spyr gildir ekki kafli X í hegningalaga bálknum sem fjallar um Landráð. Eins og við vitum öll þá þann 16 Júlí 2009 komst tillaga til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að sækja um könnunarviðræður vegna aðildar að ESB. Þetta var Þingsályktun en umsóknin sjálf var stjórnarerindi og það ólöglegt. Þingið samþykkti aldrei stjórnarerindið né Forseti Íslands. Ég veit ekki til þess að það hafi verið fjallað um það í ríkisráði eins og á að gera með öll stjórnarerindi. Aftur Össur er Landráðamaður samkvæmt skilgreiningu á kafla X. Það herir engin gefið unndanþágu frá honum og ekki hægt. Þetta er ófyrnanlegt brot samkvæmt lögum líka.

Valdimar Samúelsson, 3.7.2012 kl. 20:18

10 Smámynd: Elle_

Helgi, ætli þau þeirra sem geta ekki flúið land setjist ekki bara í helgan s-t-e-i-n?  Í svona röndóttum fötum fyrir að ógna öryggi lands og þjóðar?  Eða eru þau appelsínugul núna? 

Elle_, 3.7.2012 kl. 21:00

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki vil ég nokkrum svo illt að brotna. Það er alveg klárt mál að það eru fleiri sekir, og jafnvel meira sekir um að troða Íslandi endanlega í ormagryfju ESB heldur en Össur. Ég efast ekki um að forysta annarra flokka standa heilshugar að þessari inngöngu Íslands í seðlabanka Evrópu, og hafa alla tíð gert.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.7.2012 kl. 22:52

12 identicon

http://www.redicecreations.com/article.php?id=20518

GB (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 23:12

13 identicon

Hvenær ætlar þessar þjóðir sem að eru í ESB að virða það að makrílinn er að borða þvílíkt magn af æti hér við Íslands strendur að við eigum alveg rétt á að veiða hann, líkt og bændur skjóta gæsir til að verja túnin sín.

valli (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 23:27

14 identicon

Sækjast sér um líkir, Páll.

Næst er bara hringja inn á Útvarpi Sögu og spjalla við Jón Val, gamli forystumaður Samfylkingarinnar.

Blessaður karlinn...

Úps, ég gleymdi að þú ert með eigin þátt!

Jóhann (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 23:55

15 identicon

Johann er bara alveg nakvæmlega eins og muslimarnir sumir.

I tad minsta eru truarbrøgdin alika ofsafengin, og gud hjalpi folki ef einhver finnst sekur um ad falla fra trunni.

Ja, ta er nu fyrst vodin vis og syndin stor.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 14:51

16 identicon

Er Evrópusambandið ekki á leið inn í Kína? Eigum við að tilkynna alþjóðasamfélaginu það sérstaklega?

http://www.youtube.com/watch?v=JUVcxa-wGcE&feature=results_video&playnext=1&list=PL7519F86F8CA5CAED

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 17:21

17 identicon

Fyrirsögnin gengur ekki sem hending í vísu, ofstuðlun að ræða, en kvinnurnar spinna þó alveg ágætlega við. Gleðilegt sumar, vonandi gengur síðuhaldara sem og hans föstu "kúnum" hér betur að skynja raunveruleikan umfram blekkinguna, Össur sé til dæmis eðalmenni og að landið okkar er á uppleið!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 17:16

18 Smámynd: Elle_

Össur er nú meira eðalmennið, eða var það eðallygari?  Þú hlýtur að hafa verið að meina kúnna en ekki kýr.

Elle_, 5.7.2012 kl. 23:40

19 Smámynd: Elle_

Líka finnst mér skjóta skökku við að Magnús Geir verði að koma og leiðrétta alla sem voga sér að yrkja og hefur hæðst að fólki fyrir það og skrifar svo sjálfur um ´fastar kýr´.  Svo væri landið ekki á ´uppleið´ ef ´eðal´ Össur þinn hefði komið ICESAVE nauðunginni í gegn eins og hann ætlaði. 

Elle_, 6.7.2012 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband