Grexit þýðir fall evrunnar

Fjármálaheimurinn undbýr gríska útgöngu úr evru-samstarfinu um helgina. Fagni bandalag vinstrimanna, Syriza, sigri í kosningunum er talið víst að Grikkir yfirgefi evru-samstarfið. Mótsögnin sem Grikkir glíma við er að minnihluti þjóðarinnar þorir úr náðarfaðmi evrunnar en afgerandi meirihluti vill ekki búa við niðurskurðinn sem forsenda fyrir björgunaráætlun Evrópusambandsins.

Ef Grikkir velja róttæku leiðina, úrsögn úr evru-samstarfinu, verður nýr gjaldmiðill tekinn upp sem breytir samkeppnisstöðu Grikkja á augabragði með því að lækka kostnað um 50 prósent eða meira. Á hinn bóginn hækkar allur innflutningur um sömu hlutafallstölu. Ef Grikkir komast hjá þjóðfélagslegri upplausn verður efnahagsleg staða þeirra orðin betri innan nokkurra mánaða.

Varfærna leiðin, að kjósa gömlu valdahafana, felur í sér niðurskurðaráætlun sem mun ekki skila árangri fyrr en eftir sex til átta ár. Grikkir verða áfram læstir inn í evru-samstarfinu og verða bónbjargarmenn í Evrópusambandinu.

Evran fær staðist án Grikkja ef mælikvarðinn er fjármál. En þar sem evran er pólitískt verkefni mun hún falla ef Grikkir ákveða að standa á eigin fótum.  Það fer vel á því að land Sókratesar og Platón skuli hafa ráð Evrópu í hendi sér.


mbl.is Hækkun í Evrópu rakin til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hef sjaldan séð annað eins efnahagslegt rugl í texta eins og þessa setningu: "Ef Grikkir komast hjá þjóðfélagslegri upplausn verður efnahagsleg staða þeirra orðin betri innan nokkurra mánaða."

úrsögn grikkja úr evrunni þýðir þjóðargjaldþrot landsins. Getur þú páll nefnt eitthvað dæmi um þjóð sem náði sér úr slíku á nokkrum mánuðum. Nýlegt dæmi um hve mörg ár það tekur að ná sér eftir þjóðargjaldþrot er argentína. Og þá ber að hafa í huga að argentína býr yfir margfalt meiri náttúruauðæfum en Grikkland og er í raun sjálfri sér næg um flest. grikkir eru varla sjálfum sér nægir um annað en ólívuolíu.

Þrengingar argentínu eftir síðustu aldamót í kjölfar þjóðargjaldþrotsins voru miklar. þær yrðu þó eins og leikskólagælur samanborið við það sem bíður grikkja ef þeir segja sig frá evrunni.

fridrik@365.is (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 13:27

2 identicon

Skelli hér inn litlu ljóði eftir sjálfan mig, eins og þar stendur:-)

ÚR TUNNUNNI

Rökfastur er Díogenes:

Ef valdhafarnir

og stórþjófarnir

koma fram

við almenning

eins og hunda

þá er það augljóst

að almenningur

á að spræna

á valdhafana

og stór-þjófana

eins og hundum sæmir. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 19:35

3 identicon

Enginn hinna forn-grísku heimspekinga var rökfastari en Díogenes, þegar að einföldum staðreyndum var hugað.  Ekki fann Díogenes heiðarlegan mann í Plató, heldur sprændi á stofugólf hans, sem þó tók því ekki illa, heldur kallaði hann Díogenes soldið æstan Sókrates ...:-)  Díogenes var skapmaður og blessunarlega engin geðluðra, það vissi Plató. 

Ekkert er fast, allt streymir og er breytingum undirorpið ... sagði Herakleitos.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 20:05

4 identicon

Friðrik; Ég vona að þú sért ekki blaðamaður því þú kannt greinilega ekki að lesa. Sé Pál hvergi nefna í sínum pistli að þeir nái sér út úr ástandinu á nokkrum mánuðum.

Björn (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 21:04

5 identicon

björn ég geri ráð fyrir að þú sért læs. hvernig skilur þú þessa setningu í því sem páll skrifar: "Ef Grikkir komast hjá þjóðfélagslegri upplausn verður efnahagsleg staða þeirra orðin betri innan nokkurra mánaða."

fridrik indridason (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 21:21

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Að ástandið verði "betra" á einhverjum mánuðum, þarf þó alls ekki að þýða að allt sé komið í himna lag.

Gunnlaugur I., 16.6.2012 kl. 13:47

7 identicon

Gunnlaugur I, hárrétt athugað. 

Allt er betra en að vera fastur í aðlöguðu helvíti skinhelginnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 16:14

8 identicon

Auðvitað er eina vitið fyrir grískan almenning ... og einnig íslenskan almenning ... að spræna á aðlagað helvíti skinhelginnar.  Þetta helvíti gengur ekki lengur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 16:34

9 identicon

Friðrik ég endurtek bara það sem ég sagði að ofan. Evran breytir ekki miklu um það hvort Grikkir séu gjaldþrota eða ekki, hún breytir hins vegar miklu um það hvernig þeir ná að vinna sig út úr vandanum. Upplausnin gerist síðan innan frá en ekki utan frá.

Björn (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband