Sjálfstæðisflokkurinn hættur í stjórnmálum?

Ólafur Ragnar Grímsson nýtur afgerandi stuðnings kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Aftur á móti skortir á að trúnaðarmenn flokksins gefi upp afstöðu sína.

Fæst enginn þjóðþekktur sjálfstæðismaður til að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa stuðningi við Ólaf Ragnar?

Þannig spyr Björn Bjarnason. Er Sjálfstæðisflokkurinn hættur í stjórnmálum.?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau taka Þorgerði á Ólaf.

http://www.visir.is/thorgerdur-situr-hja/article/2009699932099

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 08:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er líklega of pínlegt fyrir marga að éta ofan í sig óvildina sem varð út af fjölmiðlafrumvarpsmálinu. Það sýnir ekki mikinn karakter að geta ekki skipt um skoðun sem menn bíta í sig í hita leiksins.  Það var sjálfstæðisflokkurinn sem dróg það frumvarp til baka svo það reyndi aldrei á þjóðaratkvæðin. Mjög vafasöm ákvörðun í lýðræðislegu tilliti og algerlga á þeirra ábyrgð.

Ef menn geta ekki litið á þá valkosti sem fyrir liggja og hvað er í húfi og myndað sér skoðun út frá því, þá hafa þeir ekkert í pólitík að gera. 

Einn annar möguleiki á þögninni er að sjálfsvirðing flokksins er ekki meiri en þetta eftir hrunið og þeir telji að það geti orkað tvímælis að lýsa yfir stuðningi. 

Ég held þó að þetta snúist um að kyngja stoltinu og sýna auðmýkt fyrir aðstæðum. Það er þó fullveldi þjóðarinnar undir í þessum póker eftir allt svo þeir ættu að gera það sem nafn flokksinsstendur fyrir án tillits til persónulegra  væringa.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 09:26

3 identicon

Geta kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekki boðið forstjórastól eða bara einhvern stól í stofnun í Evrópu í skiptum fyrir afstöðuna? Dagpeninga? Eitthvað?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 09:28

4 identicon

Smá skilningsauka. Þarf ekki að vera mikið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 09:43

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sjálfstæðismenn munu kjósa Ólaf. Þeir eru ekki allir á þingi.

Valdimar Samúelsson, 14.5.2012 kl. 10:01

6 identicon

Þjóðþekktur Sjalli. Góð spurning.

Hvernig væri með stjónarformann Þorláksbúðarfélagsins, snærisþjófinn Árni Johnsen, eða Davíð Oddsson, manninn sem ku hafa skítlegt eðli, ef eitthvað skyldi vera að marka orð forsetans.

 

Bara tillaga sko. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 10:12

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

, Fullveldi þjóðainnar er undir, tek undir það með Jóni Steinari. Það er stærra en svo að Sjálfstæðisflokkurinn láti persónulegar væringar stjórna ákvörðum sínum í forsetakosningum. Það er þá eitt af meinunum,sem þarf að uppræta og svipar til sýkils,sem erfitt er að ráða niðurlögum,því hann blossar alltaf upp aftur og aftur, líkt og RS á spítölum.

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2012 kl. 10:42

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

P.S.

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2012 kl. 10:49

9 identicon

Með þessu hafði ég alltaf reiknað. Rugludallurinn á Bessastöðum er búinn að draga embætti forsetans niður í svaðið. Nú segist hann ekki geta læknað blaðamann, sem tekur viðtal við hann, er sem sagt kominn í alíslenska gírinn; farinn að sjúkdómsgreina andstæðinginn, spyr hvort hann hafi gleymt að taka lyfin, hvort ekki sé allt í lagi heima hjá honum.

 

Ömurlegt og Íslandi til skammar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 10:51

10 identicon

Er blaðamaðurinn andstæðingur Ólafs, Haukur Kristinsson?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 11:27

11 Smámynd: Þórir Kjartansson

Skrítinn söfnuður sem þessir sjálfstæðismenn eru orðnir í dag.  Hötuðu ÓRG þegar hann sagði að Davíð hinn almáttugi hefði skítlegt eðli.  Hötuðu hann enn meir þegar hann hafnaði fjölmiðlalögunum.  Elska hann nú um stundir út af Icesave. Hvað næst? Ást eða hatur?

Þórir Kjartansson, 14.5.2012 kl. 12:01

12 identicon

Spurning Björns Bjarnasonar snýst reyndar um aukaatriði, því að þjóðþekktu sjálfstæðismennirnir, sem hverju sinni eru ekki sízt í þingflokknum, eru einmitt þeir, sem helzt hafa brugðizt væntingum grasrótarinnar í flokknum. Í Icesave var það mestallur hópurinn (nema Pétur, Unnur Brás og Sigurður Kári, ef ég man rétt), og varðandi ESB skrifaði annar hver þingmaður kringum hrunið blaðagreinar og hvatti til umsóknar. Samfylkingin fékk meira að segja að boða til landsfundar Sjálfstæðisflokksins, til að afgreiða slíka stefnubreytingu, og lægra hefur síðarnefndi flokkurinn aldrei skriðið (sem betur fer hafði grasrótin þá sem oftar vit fyrir þeim þjóðþekktu). Þessi tvö mál, ásamt stjórnarskránni og fiskveiðistjórnun, ætla ég mega treysta Ólafi Ragnari til að skrifa ekki bara undir þægur og þegjandi, Erfiðara er að treysta þeim frambjóðanda, sem Jóhanna Sigurðardóttir leitaði að í heilt ár, auk þess sem miklu beizkara er að leyfa Samfylkingunni að ráða skipan forsetaembættisins en þó væri að ljá fornum andstæðingi atkvæði sitt. Þessi sjónarmið ætti sá góði Björn Bjarnason að hugleiða vel.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:14

13 identicon

Sjallarnir elska ekki forseta ræfilinn vegna Icesave. Alls ekki. Eiginlega er Sjöllunum skítsama hver situr á Bessastöðum. Þeir styðja hinsvegar kallinn, þar sem hann er óvinur óvina þeirra, vinstri flokkanna. Þetta er skólabókadæmi um opportunisma, skólabókadæmi.

Eins og vel smurðir vindhanar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:23

14 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er oft spurt hvort Forusta Sjálfstæðisflokksins sé hætt á þingi,allavega er hún ekki áberandi í Stjónmálum í dag..

Vilhjálmur Stefánsson, 14.5.2012 kl. 13:07

15 identicon

Er Ólafur ekki besti vinur kínverskra valdhafa Haukur Kristinsson? Hvar eru þeir á hægri vinstri skalanum að þínu mati?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 13:40

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þið verðið bara að stofna flokk hægra megin við sjallaflokk. Svona eins og í grikklandi. Gerðið það bara og haldið svo kjafti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2012 kl. 14:26

17 Smámynd: Elle_

Birgir Ármannsson sagði alltaf NEI við ICESAVE, Sigurður.  Hann var 1 af 4 úr Sjálfstæðisflokki sem sögðu NEI við ICESAVE3.  Hann, Pétur H. Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Unnur Brá Konráðsdóttir.  Þau sögðu öll NEI við ICESAVE2 nema Sigurður Kári var ekki orðinn alþingismaður þá.

Haukur kastar enn for og skít í forsetann á meðan hann sjálfur fárast yfir ruddaskap og að forsetaembættið hafi verið dregið niður í svaðið.  

Elle_, 14.5.2012 kl. 14:42

18 identicon

Það er Ólafi bara ekkert í hag að þjóðþekktir sjálfstæðismenn lýsi yfir stuðningi við hann, þetta vita menn í Valhöll og Hádegismóum og þegja því þunnu hljóði

guru (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 14:50

19 identicon

Er Ólafur sem sagt hægra megin við hægri flokkana og vinstra megin við vinstri flokkana?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 14:51

20 identicon

Elín, þú ferð hér alveg á kostum í íroníunni:-)

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:05

21 identicon

En ekki vænta þess Elín,

að húmorslausir júró-kratar og stalínistar skilji íroníu.

Það vantar eitthvað mannlegt og lifandi í þá, greyin. 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:08

22 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga Kristjánsdóttir. Getur þú útskýrt hvernig fullveldir þjóðarinnar er undir í forsetakosningunum?

Ef þú átt við aðildarsamning okkar að ESB þá hefur hann ekkert með fullveldi okkar að gera enda er fullveldi okkar ekki ógnað af ESB aðild. Fullyrðingar um slíkt er ekkert annað en hræðsluáróður án innihalds.

Fyrir utan það þá hefur forsetinn ekkert að gera með það hvort við göngum í ESB eða ekki. Ef þóðin samþykkir ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þá þónar það engum tilgangi fyrir forsetann að vísa því máli aftur í þjóðaratkvæðagreiðslu með því að beita 26 grein stjórnarskrárinnar því ekki er líklegt að annað komi út úr þjóðaratkvæðagreiðslu númer tvö um sama mál.

Ef þjóðin samþykkir ekki aðild að ESB þá förum við einfaldlega ekki þangað inn. Það að þingmenn Sjálfstæðiflokksina hafi með málþófi árið 2009 komið í veg fyrir að hægt væri að breyta stjórnarskránni þannig að hægt væri að hafa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning við ESB breytir ekki því að ef aðild verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þá förum við ekki þar inn.

Sigurður M Grétarsson, 14.5.2012 kl. 15:17

23 identicon

Mikið væri það ánægjulegt ef helferðarhjúin gætu komið hreint til dyra og viðurkennt, að þau brugðust þjóðinni með því að fela Svavari Gestssyni, að negla íslenskan almenning á krossinn fyrir  syndir alls hins alþjóðlega fjármálakerfis. 

Og hann hló og fannst það bara sniðugt og sagðist ekki nenna þessu, enda ríkis-verðtryggður og bólginn til ríkis-lífeyris og því alveg sama um hinn venjulega og óbreytta almenning.

Nei, því miður þá hafa þau hjúin, Jóhanna og Steingrímur endur-einkavætt bankana og það algjörlega á þeirra ábyrgð. 

Því eru þau sama pakkið og Davíð og Halldór og allt þáverandi og núverandi forustu-hyski allra fjórflokkanna.  Þetta veit almenningur. 

Samtryggt og samfylkt er allt þetta lið og einungis 10% þjóðarinnar treystir fulltrúum þess á þingi.  Almennigur treystir ekki elítu-kerfisliðinu á jötunni.  

Og óbreyttur almenningur þessa lands man það vel, að Bjarni Ben og allt hans stuttbuxnalið samþykkti Icesave III á þingi og þá fór um almenning, enda sást þá greinilega að allt var það lið af samtryggt og samfylkt til eigin sérhagsmuna, líkt og fíflagangurinn um kvótafrumvarpið sýnir einnig.  Hvenær ætlar fjórflokkarnir að kalla til eina alvöru hagsmunaaðilla að kvótamálinu og auðlindamálum, sjálfa þjóðina?

Nei, Ólafur Ragnar virkjaði lýðræðislegar óskir alls hins óbreytta almennings, og það í tvígang, enda þótt Jóhanna og Steingrímur og Bjarni Ben yrðu brjáluð, enda er þeim flokksleiðtogunum drullusama um það

þó hrægammar og erlendir vogunarsjóðir væru settir til höfuðs öllum almenningi.  Þeirra opinbera uber-framfæri væri tryggt, útbólgið til grafarbakkans.

Þeim var drullusama um hag alls hins óbreytta almennings þessa lands.

Þau verðskulda því ekki að vera fulltrúar þjóðarinnar, eftir öll sín samtryggðu og samfylktu svik.  Þau hafa öll gleymt því að þau þiggja rétt sinn frá þjóðinni og ef þau svíkja mun þjóðin kasta þeim úr valdastólunum í næstu kosningum og það vonandi fyrr en síðar. 

Batnandi manni er hins vegar best að lifa! 

Og um það er þjóðin sammála,

þó silfurskeiðar, stalínistar og júró-kratar vilji annað!

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:35

24 identicon

Þjóðin þarf forseta sem þorir að virkja lýðræðislegan rétt þjóðarinnar

til ákvarðanatöku um þau mál sem 

gjörspillt og samtryggð og samfylkt stjórnmálaelíta fjórflokkanna

makkar um í ógegnsæum baktjöldum,

ma. í kvótamálinu og öðrum auðlindamálum.

Ólafur hefur sýnt það, að hann hefur hreðjar og hann þorir að virkja

lýðræðislega aðkomu þjóðarinnar, að málum sem varðar okkur öll.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:43

25 identicon

Nei, Palli Vill og Bjössi Bjarna, Ólafur er fulltrúi þjóðarinnar,

okkar Jóns og Gunnu, en alls ekki flokkselítu fjórflokkanna.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:47

26 identicon

Takk fyrir að leiðrétta mig, Elle. Birgi Ármannssyni ætti ekki að gleyma. Hann var sem betur fer alveg á móti Icesave-samningunum.

Því miður er athugasemd Sigurðar Grétarssonar um fullveldi þjóða innan ESB hreint rugl. Samkvæmt orðabók er fullveldi það að hafa fullt vald yfir málum sínum. Það vald færist við aðild að verulegu leyti til Brussel, og þar yrði atkvæðisréttur Íslendinga brot úr einni prósentu. Framsal fullveldis er kjarnaatriði fyrir allri tilvist bandalagsins og snýst ekki aðeins um fiskimið, heldur ólíklegustu málefni. Nú síðast er talað fyrir því, að Brussel þurfi að samþykkja fjárlög aðildarríkjanna. Það kæmu einfaldlega engar tilskipanir frá Brussel, ef ekkert framsal fullveldis hefði átt sér stað. Því síður 90.000 blaðsíður af bannsettu rugli. Því miður er þessi þróun hafin hérlendis, bæði með aðlögun núverandi ríkisstjórnar en kannski aðallega með EES-samningnum, og nú er Lagasafn Íslands morandi í tilskipunum frá Brussel. Því þarf að snúa við, þótt kosti úrsögn úr EES. Það svæði er reyndar harla lítils virði, ef ESB getur að vild sett innflutningsbann á íslenzkar afurðir, eins og Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri hefur boðað.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband