Samfélagsklám í fjölmiðlum

Hjarðmennska fjölmiðla kemur fram í því að reglulega eru tiltekin mál úr hófi vinsæl umfjöllunarefni. Umfang umfjöllunarinnar verður úr öllu samhengi við mikilvægi viðfangsefnisins vegna þessa hópsálarheilkennis fjölmiðla að apa hver eftir öðrum.

Núna eru það vistheimili í nútíð og fortið fyrir börn og fíkla sem njóta athyglinnar. Umfjöllunin gengur út á ofbeldi og kynferðislega misnotkun, gjarnan kryddað með fjárdrætti þegar við á.

Fréttaumfjöllun af þessu tagi nefnist samfélagsklám í norrænum fjölmiðlum og þykir ekki til eftirbreytni.

Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki sem eftirlitsaðilar í lýðræðisþjóðfélagi en þeir grafa undan sér með óhóflegum áherslum á gamlar og nýjar hryllingssögur sem eru einhliða matreiddar.

Það dregur út trúverðugleika fjölmiðla þegar samhengi, baksvið og blæbrigði atburða víkja fyrir upphrópunum um hörmungar.

Íslenskum fjölmiðlum verður þó að virða það til vorkunnar að þar er þéttsetinn bekkurinn unglingum sem eiga eftir að hlaupa af sér hornin. Ef þeir endast í faginu er kannski von til að efnistökin verði þroskaðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Örn Marinósson

Tek undir þetta. Hef sjálfur verið að láta þetta fara í taugarnar á mér og jafnvel vogað mér sjálfur að vera með bloggpirring út af þessu. Hélt ég væri einn um skoðanir í þessa veru og óttaðist um tíma að „samfélagshreinsunardeildir“ íslenskra fjölmiðla og „grátandi sveitir liðsmanna þeirra“ tækju upp á því að „grýta“ mig til bana ef ég leyfði mér að gagnrýna þetta. En við erum þá a.m.k. tveir sem eigum slík viðbrögð yfir höfði okkar.

Jón Örn Marinósson, 15.2.2007 kl. 11:22

2 identicon

Það er ljóst að unglingar eru farnir að ráða ferðinni á fjölmiðlum þessa lands.

En hvers er að vænta frá neitendum þar sem þrjár af fimm mest lesnu fréttunum á Mbl.is í gær fjölluðu um Önnu Nicole Smith.

Hvort keumur á undan unglingar í fréttamennsku eða neytendur með þetta áhugasvið?

Byggingaverkamaður (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tek einnig undir þetta, þannig að nú er komið tríó.

Halldór Egill Guðnason, 15.2.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband