VG+Samfó, virkar ekki

Vinstrimenn á Íslandi hafa verið í tveim  flokkum eða fleiri frá 1930, þegar kommúnistar klufu sig frá Alþýðuflokknum. Kosningabandalagið, sem Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG stingur upp á, gæti orðið upphafið að nýjum flokki vinstrimanna, en tæplega sameinast þeir.

Hvorki flokkafæð né flokkafjöldi standa vinstrimönnum fyrir þrifum, séð litið til sögunnar. 

Samnefnarinn, á hinn bóginn, er vinstrimönnum vandfundinn. 

Samstjórnir vinstrimanna, allt frá dögum nýsköpunarstjórnarinnar 1944-1947, reynast flokkum vinstrimanna staðfesting á ósamrýmanlegum pólitískum viðhorfum. Á dögum kalda stríðsins var það afstaðan til hersins og núna er það afstaðan til ESB-umsóknarinnar sem klýfur.

Ef VG og Samfylking renna í eina sæng verða aðrir til reisa merki valkostar við vinstrigrænasamfylkingu.


mbl.is Vill kosningabandalag VG og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það kemur úr frekar harðri átt að einn af valdameiri þingmönnum VG skuli taka sér þau orð í munn að tala um sameiningu vinstri manna.

VG er einmitt klofningsframboðið sem slátraði einni stærstu tilraun síðustu aldar til að sameina vinstri- og félagshyggjufólk í einn flokk.

Þ.e. þegar Samfylkingin varð til. Mikið var lagt að Steingrími að sundra ekki vinstri mönnum, en allt kom fyrir ekki. Hans eigin frami skipti hann meira máli en að fylkja fólki á bak við hugsjónir félagshyggjunnar.

Theódór Norðkvist, 19.4.2012 kl. 03:28

2 identicon

Er þetta ekki algilt vandamál í Íslenskri pólitík? Pólitíkusarnir setja eigin frama á oddinn en hagsmunir þjóðar og flokks eru einhversstaðar langt fyrir aftan, ástæðan er sú að þetta fólk er upp til hópa atvinnupólitíkusar. kannski væri best að setja tímakvóta á þingmenn svo þeir reyni að vinna sem best meðan þeir mega vera á þingi og verði síður til óþurftar þar áratugum saman.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband