Þóra ESB-sinni til margra ára

Þóra Arnórsdóttir var kosin í fulltrúaráð Evrópusamtakanna árið 1995 ásamt föðurbróður sínum Jóni Baldvini Hannibalssyni og fleiri valinkunnum ESB-sinnum.

Forsetakosningarnar í sumar fara fram í skugga ESB-umsóknar minnihlutaríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem þrátt fyrir almenna andstöðu í þjóðfélaginu heldur umsókninni til streitu.

Samfylkingarríkisstsjórn og samfylkingarforseti er ávísun á pólitískt og stjórnarfarslegt stórslys.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kaldhæðni örlaganna að það verða kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem skera úr um hver verður forseti í sumar. Kjósendur flokksins geta valið á milli ESB sinnans og Samfylkingarkonunnar Þóru Arnórsdóttur annars vegar, og hins vegar gamla Allaballans og guðföður fyrstu "tæru" vinstristjórnarinnar, Ólafs Ragnars Grímssonar. Nokkuð ljóst að á vinstri vængnum mun Samfylkingarfólk fylkja sér á bakvið Þóru, á meðan VG liðar munu líklega kjósa Ólaf (höldum Álfheiði Inga. utan við þessa upptalningu). Hvorugur þessara flokka hefur mikinn þingstyrk.  Það verður því líklega uppgjör í forsetakosningunum um hvort almenningur vilji ESB eða ekki. ólafur er á móti esb, þóra er líklega fylgjandi. Kosningarnar snúast að stórum hluta um þetta mál. Ef Ólafur Verður kosinn, þá er það meiriháttar áfall fyrir Samfylkinguna og restina af ESB agentunum í landinu. Svo einfalt er það.

joi (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 13:42

2 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Einu sinni sátum við saman í kjördæmisráði Samfylkingarinnar þá varstu ekki svona öfgafullur. Svo breyttist það og nú ertu komin í Sjálfstæðisflokkinn sem er öfgasinnaður hagsmunagæsluflokkur fyrir innmúarða elítu.

Eiga þessar forsetakosningar að snúast um ESB aðild? Eiga þessar forsetakosningar að snúast um hagsmunagæslu innmúarða sjálfstæðismanna? Er Ólafur Ragnar kandidat þeirra afla og engra annara?

Eða sjá öfga ESB andstæðingar skrattann í hverju horni?

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 5.4.2012 kl. 13:47

3 identicon

Forsetaframboð er dýrt spil, og ekki borgað með mjólkurpeningunum. 95 miljónir er tala sem einhver stjórnmálafræðingurinn kastaði fram um daginn.

Fyrir Þóru og Svavar, hlýtur þetta að vera töluvert snúið. Ekki langt síðan að vinir þeirra hófu söfnun, til að standa undir lögfræðikostnaði Svavars.

95 miljónir er væntanlega hærri upphæð en venjulegir vinir geta skotið saman. Nema að til komi pólitískir vinir, sem hafa einhverja hagsmuni af því að velja "rétta" forsetann.

Gadaffi borgaði fyrir Sarkozy síðast, borgar ESB fyrir Þóru?

Hilmar (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 14:15

4 identicon

Þjóðin mun snúa baki við trúðnum til þess eins að fá sjónvarpsfígúru.

Íslendingum verður ekki bjargað.

Karl (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 14:24

5 identicon

Sæll Páll jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !

Kristján Sveinbjörnsson !

Norður- Ameríkumenn; allmargir Íslendinga, þar með talinna, eiga að hafa nokkurt skynbragð til að bera, út á hvað Þýzk útþenzla hefir gengið - allt; frá dögum Ottós I., Keisara þeirra, á 10. öldinni, ágæti drengur.

Mesta slys; nágranna okkar í Evrópu, við lok styrjaldarinnar 1939 - 1945, var að splundra ekki Þýzkalandi í frumeindir sínar - dreifa Þjóðverjum út um allar grundir - og skipta landinu; milli Hollendinga - Pólverja - Tékka og Ungverja.

Þá; og því aðeins, hefði Þýzk- Frakkneski skrifræðis öxullinn (ESB) aldrei náð að komast á þann legg, sem síðar varð.

Tryggingin fyrir; að Evrópa, þessi nágranna álfa okkar í austri, koðni ekki niður, í eigin spýju reglugerða - sem veizluhalda Brussel inga, er sú stað reynd, að í austri er við Rússland; hið Asísk-Evrópska stórveldi að eiga, sem hemil mun hafa, á vestrinu, Kristján minn.

Sem; betur fer.

Með beztu kveðjum; sem oftar - og fyrri, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 14:49

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað ef hún væri andstæðingur aðildar? Skiptir þetta annars nokkru máli? Ósköp er þetta þreytandi að snúa öllu upp í pólitík.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.4.2012 kl. 15:21

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri upplýsandi ef blogghöfundur upplýsti okkur hvaða skoðanir forsetaframbjóðendum er heimilt að hafa og hvort ekki ætti að stjórnarskrárbinda það! Úps það kostar víst stjórnarskrárbreytingu, slíkt er ekki inn, sumstaðar þéssa dagana.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2012 kl. 16:06

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hr.  Kristján Sveinbjörnsson.  Ég leifi mér að vekja athygli þína á því að við stjórn hér uppi á Íslandi, nú nokkuð lengi situr forynja sú sem hefur það eitt markmið að kasta fjöreggi okkar í hendur fjórða ríkinu. 

En þar sem þú telur þig vitran mann þá hlýtur þú að sjá að næstu kosningar snúast af alvöru um ESB aðild eða ekki ESB aðild.

En af allri þinni visku þá æti það að vera þér létt verk að upplýsa okkur um það hvað fjöregg þjóðar er.       

Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2012 kl. 16:24

9 identicon

@sigurður Þór

Það fara alls kyns útsölur af stað í aðdraganda kosninganna. Þá þurfa frambjóðendur að ná til þeirra sem hefðu alla jafna aldrei svo mikið sem dottið í hug að kjósa viðkomandi. Hvenær sáuð þið síðast flokksbundinn Sjálfstæðismann kjósa Ólaf Ragnar? Manninn  sem dæmdi formann flokksins á sínum tíma um að vera haldinn "skítlegu eðli"? Það er líklegt að frambjóðendurnir tveir munu þurfa á stuðningi Sjálfstæðismanna til að eiga möguleika. Eins og staðan er í dag, þá eru líklega 70-80% sjálfstæðismanna gegn aðild. Sá frambjóðandi sem gefur út yfirlýsingu um að vera á móti aðild, hann fær það sem upp á vantar af atkvæðum frá þeim sem kjósa alla jafna Sjálfstæðisflokkinn. Ef báðir aðilar halda sig hins vegar við stefnumál VG/Samfylkingar, þá er Ástþór Magnússon að fá fylgi.

joi (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 16:31

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Axel  Jóhann, gerðu þig nú ekki kjánalegri en efni standa til.  Páll hefur ekkert með skoðanir forseta frambjóðenda að gera frekar en þú og ég. 

En það get ég sagt þér að við hér norður frá, höfum enga þörf fyrir meira Samfylkingar, eða Evrópusambands þvaður og kostnað. 

Áttaðu þig á því Axel Jóhann að þessi Fallega Þóra er, og þú veist það að hún myndi aldrei ganga í berhögg við Jóhönnu Sigurðardóttur.

       

Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2012 kl. 16:47

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef ykkur er sama, þá kýs ég frekar kosningabaráttu forsetaefna sem byggist á pólitík, en einhverju einskisverðu persónutuði um maka "efnanna".

Eru allir búnir að gleyma "hagkaupssloppum", "rúllum í hárinu" og "niðurrúlluðum nælonsokkum" sjöunda áratugsins?

Kolbrún Hilmars, 5.4.2012 kl. 17:41

12 identicon

KOLBRÚN

Gott, nákvæmlega!

Hvernig getur forseti verið "ópólitískur"?

Mér sýnist að fólk vilji skipta út trúð fyrir fígúru úr sjónvarpi.

Reyndar byrjaði Ólafur Ragnar í sjónvarpi.

Ekki reyndist það þjóðinni gæfuspor að velja þá fígúru.

Þetta lið er uppfullt af sjálfu sér en hefur ekkkert að segja.

Rósa (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 19:28

13 identicon

Mér finnst þettta ferlega rugluð umræða.

Er enginn aðdáandi Ólafs eða sjónvarpskonunnar.En er þá málið dautt?

Ég bendi á Egil Helgason af hverju er enginn að tala um hann?

Hann er frábær talar mörg tungúmál og mjög vel menntaður. Það er alveg sama um hvað málið er hann veit umþað.

Hann er líka Þekktur og vinsæll. Um daginn las ég viðtal við hann í einhverju blaði. Ég hélt að þáætlaði hann í forsetann.

Hann talaði um þjóðfélagið okkar og hefur mikinn skilning.

Hann á æðislega fjölskyldu.

Hann sagði að hann væri grannur hlaupari og mjög hraustur.

Það vita allir að hann er of þungur en svo er það líka þannig að mesti vanda Íslands er hvað við erum orðin offeit alltof feit fól hreyfir sig ekket í dag.

Væri ekki alveg frábært að fá forseta sem skilur þetta vanda og gæti tekið þátt í því að lagfa þjóðina og fá hana til að hreyfa sig?

Mér finnst að við þurfum svona forseta sem skilur fólkið og lífið á Ísland

Hilmar (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 19:59

14 identicon

Herdís og Þóra eru flottar konur - held að enginn geti neitað því.

En þessi örvæntingarfulla smölun Samfylkingarliðsins er að snúast í höndunum á þeim.

Bara það hve sterkum böndum Herdís tengist Bifröst og ESB bákninu og að Þóra Arnórsdóttir hefur lengi vel verið tengd pólitík, þ.m.t. Röskvu og kosin í fulltrúaráð Evrópusamtakanna er nóg til að ég kem til með að velja Ólaf Ragnar.

Fyrir utan að það þarf ekki ófríska konu í ábyrgðamiklu starfi til að sanna dugnað íslenskra kvenna.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 20:04

15 Smámynd: Elle_

Forsetinn er ekki valdalaus og persóna hans og (stjórnmála-) skoðanir skipta máli.  Guð hjálpi okkur ef við fáum brusselskan forseta.  Núverandi forseta styð ég enn.

Elle_, 5.4.2012 kl. 21:40

16 Smámynd: Elle_

>Gadaffi borgaði fyrir Sarkozy síðast, borgar ESB fyrir Þóru?<
Góð spurning, Hilmar.  Stoppa verður þennan Brussel-Össurar-flokk og ólöglega íhlutunina á þeirra vegum.

Elle_, 5.4.2012 kl. 22:03

17 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Borgar ESB og Samfylkingin fyrir þóru kosningabaráttuna??Brusselsflokkurinn sér um þá sem vilja vinna fyrir þá. það verður að stoppa þessa ESB sinna sem fyrst áður en þeir valda þjóðinni meiri skaða..

Vilhjálmur Stefánsson, 5.4.2012 kl. 23:55

18 identicon

Geisp...

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 01:20

19 identicon

Að Samfylkingin sé vinstriflokkur er misskilningur, þetta er hægriflokkur.

Doddia (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 02:00

20 identicon

Um leið og þóra og aðrir kvenframbjóðendur koma naktir fram þá er ég tilbúinn að kjósa þær ! en mun annars kjósa núverandi Forseta .

Valgarð (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 22:06

21 identicon

Að  vinstri eða hægri flokkar séu til á Íslandi...það er misskilningur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið langt, langt, langt til vinstri við Demókrataflokkinn og Samfylkingin er bara eins konar Sjálfstæðisflokkurinn í sauðagæru, enda sömu peningaöflin á bak við hvorugtveggja. Vinstri Grænir og Framsókn hafa hingað til verið jarmandi undirlægjuflokkar, dyramottur og viljugir þrælar annarra flokka. Framsókn er að sýna smá lit undir nýrri forystu, en hefur ekki getað sannað neitt í ríkisstjórn, og gæti því fræðilega séð brugðist vonum rétt eins og Steingrímur, sem var 100% kjaftur, 0% kraftur, °100% blaður, 0% verk og varð ennþá meiri dyramotta en nokkurn tíman Halldór Ásgrímsson. Þessir tveir síðastnefndu flokkar teljast því vart með sem eiginlegir flokkar, heldur frekar sem eins konar þjónustuflokkar og undirlægjur (nema annað komi á daginn með nýju Framsókn?) Hreyfingin hefur sagt það sjálf hún er ekki stjórnmálaflokkur og hvað þá allar nýju samsteypurnar eða Besti Flokkurinn. En miðjumoð er þetta allt saman, bara með sitt hvoru skrautinu, og hvorki hægri né vinstri á nokkurn hátt.

 Sem er bara ágætt ef ekki væri það að um þessar mundir eru allir íslenskir stjórnmálaflokkar bara pjúra djók. Og meira að segja Besti Flokkurinn er breyttur í grínflokk eftir allt saman.

WAKE UP FOLKS!!!

Jón (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 01:40

22 identicon

ESB...Jón Baldvin...

Þessi stelpa nær ALDREI kjöri.

Enda ekkert athugavert við það. Hún er of ung til að geta verið í hlutverki hins vitra öldungs sem á að leiða þjóðina, en leiðtogi af neinu öðru tagi velur sér engin þjóð með minnstu sjálfsvirðingu eða skynsemi.

Það er þó því miður varla ástæðan fyrir að Íslendingar munu ekki velja hana, heldur kannski frekar ósanngjörn hræðsla vegna tengsla hennar við ýmsa aðra, en það er þó gott að alltof ungt fólk skuli ekki valið til mestu ábyrgðarstöðu þjóðarinnar. Það væri hneysa og ekkert annað, skömm og vitleysa, og hin heimspekilærða Þóra veit þetta vel sjálf. Plató vildi banna neinum yngri en 50 ára að fara með alvöru völd. Fjöldi alvöru heimspekinga hefur verið honum sammála, eða nærri því. Margar gamlar og reyndar þjóðir telja engan mann í raun og sanni fullorðinn og fullnuma, og hæfan til leiðtogastöðu, fyrr en hann er orðinn miðaldra.  Eitthvað hlýtur að búa á bak við það. Frumstæðar þjóðir láta allar öldunga sína og ættbálkahöfðingja leiða sig, ekki kornungar manneskjur. Forfeðrum okkar hefði ekki komið svona vitleysa til hugar. Betra fyrir Þóru að fara að læra meira og sjá til hvort hún vill þetta enn, eða hvort hún kjósi sér frekar verðugri og betri verkefni, þó ef til vill séu þau fjarri sviðsljósinu. Ef ekki, þá verður hún alla vega orðin hæfari og betur undirbúin til að standast þess konar freistingar sem gera dauðan hverjum þeim óbærilegan sem fellur fyrir þeim, en þær standast fáir ungir og óreyndir, og þær bíða allra sem taka að sér slíka ábyrgð.

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 01:49

23 identicon

Guðmundur ... sem betur fer er Ísland ekki frumstæða þjóð þar sem öldungar ráða för.  Og sem betur fer höfum við ekki heldur farið að fordæmi Platóns og látið karla á sextugsaldri stjórna ríki og þjóð.  Lífið er aðeins öðruvísi á 21. öld.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 21:51

24 identicon

Þóra bauð sig 1994 fram fyrir Alþýðuflokkinn til bæjarstjórnar í Kópavogi (Mbl 6.4. 1994). Hún tók 1995 þátt í að stofna Evrópusamtökin, sem höfðu það markmið að sækja um inngöngu landsins í ESB (Mbl 27.5. 1995). Hún bauð sig sama ár fram til alþingis fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjaneskjördæmi (Mbl 21.2. 1995). Sama ár bauð hún sig ennfremur fram til Háskólaráðs fyrir Röskvu, félags félagshyggjufólks (Mbl 28.2. 1995) og náði kjöri. Hún tók 1997 þátt í að stofna Grósku, samtök jafnaðar- og félagshyggjufólks (Mbl 17.1. 1997) og sat í stjórn samtakanna (Mbl 15.3. 1997), en meginmarkmið þeirra var að stofna til samfylkingar vinstri aflanna. Ég sé ekki betur en Þóra hafi tekið skýra afstöðu í stjórnmálum og þurfi í það minnsta að éta ofan í sig allt framansagt, ef hún ætlar að róa á ný mið í atkvæðaleit. 

Sigurður (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband