ESB beitir þöggun á ,,ranga'' umræðu

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Timo Summa, ferðast um landið með Evrópustofu, sem fjármögnuð er af ESB, til að kynna kosti Evrópusambandsaðildar. Tómas Ingi Olrich, fyrrum sendiherra og menntamálaráðherra, gagnrýnir Summa á málefnalegan hátt og með tilvísun í alþjóðasáttmála.

Summa hyggst ekki ræða gagnrýni Tómasar Inga og láta eins og ekkert hafi í skorist.

Opinberlega hefur Summa sagt hlutverk sitt að stuðla að umræðu. Nú er orðið ljóst hvað Evrópusambandið á við með umræðu: fagurgali um ESB er umræða en gagnrýnin skoðanaskipti eru ekki umræða.


mbl.is Summa svarar ekki gagnrýni Tómasar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Summa Hr. Summa er regnbogasilungur, flatbökur og eldishænur.

Sumarliði (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 10:31

2 identicon

Svona álíka eins og þegar glæpamaður vill ekki tjá sig um glæp sinn.

Erfitt að rökræða slík mál.

Eru ESB sinnar ekki bara landráðafólk og glæponar?  Svei mér þá.

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 11:09

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

,,Og ég hefði haldið það ,sei sei já.

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2012 kl. 12:28

4 identicon

Mér þætti ekki óeðlilegt að vísa þessum Summa úr landi, slíta síðan "stjórnmálasambandi" við ESB og finna einhver ráð til að loka Evrópustofu. Vonandi fær þjóðin ríkisstjórn, sem treystir sér til þess strax á fyrsta degi..

Sigurður (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 13:00

5 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, Sigurður.   Loka íhlutunarstofunni, sem aldrei átti að opna, og reka hann úr landi.

Elle_, 5.4.2012 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband