Krónan er hornsteinn endurreisnar

Krónan er lögeyrir á Íslandi um fyrirsjáanlega framtíð. Verkefnið er að koma krónunni úr höftum. Fyrsta skrefið er að stjórnvöld segi upphátt að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga til frambúðar. Efnahagskerfi og gjaldmiðlar þrífast á tiltrú; gengi hlutabréfa ræðst af orðspori.

Íslensk stjórnvöld auglýsa vantrú sína á íslensku krónunni og þegar þannig er í pottinn búið minnkar tiltrúin á gjaldmiðilinn. 

Þjóðin er orðinn þreytt á svartnætti vinstristjórnar og uppgjafatali Samfylkingar. Á markaði stjórnmálanna er eftirspurn eftir bjartsýni. Með því að gera krónuna að hornsteini endurreisnarinnar er sleginn nýr tónn.


mbl.is Stjórnarkreppa eða uppbygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanski það sé bara minnimáttarkenndin sem sé það sameiginlega með sértrúarsöfnuði saman fylktum og vinstri græningjunum?

Lítið vel gefin hópur vandlega samansafnaður.  Ekki gott að svoleiðis mannkostir séu í landsstjórninni, ...eins og sést.

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 18:18

2 Smámynd: Páll Blöndal

Páll Vilhjálmsson
1) Krónan hefur verið í höftum nánast alla sína tíð með tilheyrandi gengisfellingum og vandræðagangi

3) Ef staða krónunnar er bara ímyndarvandi, talaðu kvikindið þá bara upp og vittu hvort hún rjúki bara ekki upp úr öllu valdi

2) Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið við völd og ekkert ráðið við krónuna. Ef þú vilt nota krónuna áfram verður þú að finna einhverja aðra en þinn elskulega Sjálfstæðisflokk. Hann einn hefur sannað vangetu sína í því efni alla síðustu öld

Viltu ekki koma hingað niður á jörðina þar sem við hin erum?

Páll Blöndal, 17.3.2012 kl. 18:22

3 identicon

Páll Blöndal: Takmarkanir á flæði gjaldeyris voru normið í heiminum fram á 9. áratuginn. Algjörlega óheft fjármagnsflæði er hagfræðitilraun sem virðist vera að mistakast.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 18:40

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Páll Vilhjálmsson, þetta er nefnilega málið.  Traust skiptir máli.  Besta aðferðin til að sigra þjóðir er að eyðileggja traustið.  Eina tillag Jóhönnu Sigurðardóttur til landans, er sundrung.

Hr. Páll Blöndal.  Það er allt í lagi að hafa lítið vit en þá er heppilegt að nota það fyrir sjálfan sig.

Þökk sé þér Hans Haraldsson.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2012 kl. 20:00

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef það má ekki tala um krónuna án þess að hún hríðfellur.... sýnir bara hversu veik hún er.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2012 kl. 21:35

6 identicon

Rétt Páll. Allir vilja fá meira fyrir hverja krónu. Vandinn er sá að ef það á að ganga eftir þarf efnahagurinn að batna. Annars verður að gefa upp á nýtt og minnka við suma en auka við aðra. Krónan er spurning hvort Íslenska þjóðin ætlar að fara saman í gegnum þykkt og þunnt eða hvort útvaldir eiga að ríða hér húsum og sölsa undir sig þjóðarauðinn með gjaldmiðli sem stendur aðeins undir lífsgæðum hluta hennar. Aðrir lepji dauðann úr skel. Menn verða að fara að átta sig á því að til að nota peninga þarf að afla þeirra. Peningar vaxa ekki á trjám, ekki einu sinni Evrur

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 22:10

7 identicon

afsakið ég gleymdi einum möguleika. Það er að gefa út skömmtunarseðla á nauðsynjar. Banna innflutning á því sem ríkið telur óþarfa. Finnst mönnum það góður kostur?

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 22:14

8 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=aqdY4HAXUQA 

first peningar eru bunir til ur engu og svo erum vid latin borga vexdi af peningum sem eru bunir til ur engu ,er tad ta ekki augljost ad tad sje best ad bua peninga til sjalvur og borga svo sjalvum ser vextina

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 23:44

9 identicon

Hvílíkt bull. Krónan er búin að vera með kút, kork, belti og axlabönd auk þess að vera reglulega í öndunarvél í næstum hundrað ár með þeim afleiðingum að hún er um 1/2000 af því sem hún var í upphafi gagnvart dönsku krónunni.

Að líta yfir hryllingssögu krónunnar allan þennan tíma og bulla eitthvað um slæma hagstjórn er meðvirkni á háu stigi. Hvað þá að mega ekki tala beint út um vandann því þá fari allt í kerfi og krónan að haga sé illa.

Krónan er eins og sídrukkinn heimilisfaðir sem húsmóðir og börn ráða ekkert við og hvorki geta né mega tala um en réttlæta svo útávið í meðvirkni sinni. Hún mun ekki lagast nema að fara í meðferð sem felst í upptöku sterkari gjaldmiðils.

Páll (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 23:56

10 identicon

Hvílíkt bull.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 00:07

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er alveg sérstakt rannsóknarefni hvað menn geta malbikað mikið í sínu EU hatri.

Fyrir það fyrsa er erfitt að sja hvernig fræðilega er hægt að ,,tala niður" ,,eða ,,tala upp" svokallaða krónu hérna sem notast er við sem viðmið við alvöru gjaldmiðla ss. Evru.

Og hvað - tala hana upp eða niður fyrir hverjum þá?

Eg er ekki alveg að nóg hugsanaferlinu á bak við meint niður eða upptal.

,,Efnahagskerfi og gjaldmiðlar þrífast á tiltrú; gengi hlutabréfa ræðst af orðspori."

Haa? Jaá, eg skil. Þetta er bara trúarlegs eðlis. Svona sértrúarsöfnuður. Eins og var á gróðærisárum ykkar sjalla þegar þið tróðuð ofaní kokið á þjóðinni eitthverju helvítis sértrúarkjaftæði sem endaði með því að þið rústuðu landinu sem vonlegt var.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2012 kl. 00:15

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei sinnar eru búnir að tala niður evruna í mörg ár. En Evran haggast ekki. Þvert á móti styrkist hún.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 00:22

13 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Árinni kennir illur ræðari" og við erum búin að vera "illir ræðarar" nokkuð lengi, með smáhléum samt, þessi "smáhlé" sýndu að þegar við rerum í takti, þá var "árin" (krónan) góð og ræðararnir líka.

En ef við fáum lánaðar "árar" hjá ESB, Kanada,Svíþjóð eða Noregi sem jafnvel hefur verið nefnt, munu þeir að sjálfsögðu ekki treysta okkur fyrir "árunum" sínum, nei við yrðum að sitja á afturþóftunni stillt og prúð og eigendur nýju "áranna" myndu svo róa okkur þangað sem þeim lystir ekki okkur.

Væri ekki heldur nær að læra að "róa" með okkar góðu gömlu "ár" (krónu), og ráða þar með ferðinni sjálf, við höfum lært margt gott og gagnlegt af öðrum þjóðum, gegn um tíðina, þróað og gert betur með tímanum, en það að fara með peninga hefur einhvernveginn dottið uppfyrir, kannski kominn tími til að læra það líka, já ! held það sé skynsamlegra en að láta framandi þjóð sjá um efnahagsmál Íslands, sem skeður við að fara í "myntbandalag/ánauð"

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 18.3.2012 kl. 00:24

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stærstu og flottustu nýsköpunar og útflutningsfyrirtæki á Íslandi eru að hugleiða að flytja úr landi vegna krónunnar. 

Þvílikur hornsteinn endurreisnar.

http://www.visir.is/ottast-ad-marel-thurfi-ad-fara-ur-landi/article/2012703039923

http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/02/15/kronan_er_fillinn_i_stofunni/

Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 00:32

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona aðeins að benda á að um 250 af stærstlu fyrirtækjum Íslands eru hætt að gera upp í krónu. 2 af hverjum 3 er eða hafa verið að íhuga að flytja höfuðstöðvar sínar til Evrópu. Meira að segja útgerðafyrirtæki eru farin að tala um nýjan gjaldmiðil. En Páll og felagar dreymir um lokað Ísland og sennilega helst í torfkofana aftur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2012 kl. 00:44

16 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sjálfsagt er stór hluti sjálfstæðismanna "fastur" í frjálshyggjutrúnni séðri gegn um "rör" og sömuleiðis vinstri menn margir og kratar einnig "fastir" í ríkisreksturstrúnni og draumórunum um fullkomið jafnræði, en ég er viss um að stærsti hluti þjóðarinnar vill útúr þessu vinstri hægri karpi um tíma og sameinast um það sem virkilega skiftir máli, gildismatið þegar kemur að grunnþörfum almennings, er ekki svo ólikt milli þessarra hópa þegar allt kemur til tals.

Ekki gleyma eðli íslendingsins, sem ekki hefur breyst svo verulega gegn um kynslóðirnar, frelsi einstaklingsins til athafna, frelsið til að velja þak yfir höfuðið eftir getu og ósk, leigt eða eign, en samt öryggið sem gott menntunarkerfi og heilbrigðiskerfi veitir, þessi gildi gleymdust í græðginni og "sukkinu" á gróðærisárunum, en hrunið hefur vakið þau upp aftur, svo í stað þess að hlaupa í fangið á óþekktu bákni eins og ESB er að verða  (enginn sér fyrir endann á ósköpunum) og/eða fara í myntbandalag við einhverja erlenda margfalt stærri þjóð, væri kannski nær að verulega kanna samstöðuna hjá almenningi, óháð gamalli fjór (fimm eða sex) flokkspólítík og vita hvort samstaða sé fyrir því að fá góða gamla Ísland aftur.

Góða gamla Ísland, þar sem hagvöxturinn og velferðin stóðu í stíl, yrði aflabrestur, eitt árið, drógu menn saman seglin um tíma, en fólk hafði í sig og á skólarnir störfuðu, heilbrigðisstofnarirnar sömuleiðis, veiddist vel jukust framkvæmdir og rúm fyrir launahækkanir skapaðist, það var miklu minna til skiftanna þá en nú, það sýna allir milljarðarnir sem hurfu í hruninu, það eru næg auðæfi og auðlindir í og við þetta land til að framfleyta margfalt fleiri en þeim 320000 sálum sem byggja það núna og það með lifistandard á við næstu nágrannaþjóðir, en þá þarf að sameinast um að örfáir "braskarar" stingi ekki af með stærsta hlutann af sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar, það tekst ekki með þessu smákarpi um hver gerði hvað hvenær og hversvegna og hvort það vinstri pólítík eða hægri.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 18.3.2012 kl. 00:50

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já Kristján.

Allt vinnuafl beint á sjóinn. Góð hugmynd. Gamla Ísland

Viltu sannfæra unga fólkið að hætta að gera það sem þau eru að gera og læra..... og segja þeim að grípa í trollið og byrja að fiska.

Ég vona að þú ert að grínast.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 01:20

18 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hugarfar íslenskra ráðamanna er svo spillt og rotið að þeim er ekki treystandi til að hafa innlendan gjaldeyri. Hér verður ekki bara að taka upp nýja mynt heldur verðum við að fá erlenda banka líka. Svo djúpt erum við sokkin í spilling eftir 18 ára stjónarforystu ónýta flokksins sem kann ekki að skammast sín.

Ólafur Örn Jónsson, 18.3.2012 kl. 02:14

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Annáll ársins,, Ómar Kapelán les nú bæn,allir halda að sér höndum og hneygi höfuð. Að svo búnu skulum við taka upp léttara tal. Þú nefnir Ómar réttilega góðærisárin,það er svo sannarlega réttnefni,og tími til kominn að byggja upp á sama grunni, eins og Páll pistlahöfundur nefnir. Ég vil svo endurtaka orð Páls Blöndal,með leyfi,, forseta; Takmarkanir á flæði gjaldeyris voru normið í heiminum fram á 9. áratuginn. Algjörlega óheft fjármagnsflæði er hagfræðitilraun sem virðist vera að mistakast. Ef þessi sannindi svo snyrtilega orðuð,skýra ekki vandlætingu Páls V. á svartnættisrausi Samfylkingar, sem auglýsir vantrú sína á íslensku krónunni,veit ég ekki hvað er til ráða. Endurreysum krónuna,höfnum Evrunni og þar með Evrópusambandinu.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2012 kl. 03:17

20 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Árið 1969 var danska hagkerfið 30X stærra en það íslenska en í dag er danska hagkerfið 15X stærra, Íslendingar tvöfölduðu þjóðarauðinn á meðan Danir stóðu í stað.

Mesta atvinnuþáttaka í Evrópu(80%) er á Íslandi þótt hér sé króna.

Við þurfum að senda 12.000 manns heim af vinnumarkaði(megnið konur) til að ná EU27 meðaltali hvað varðar atvinnuþáttöku.

Launakróna hefur hækkað um 22% umfram verðbólgukrónuna frá 1989.

Hollendingar eru búnir að tapa helmingnum af hagvexti sínum síðan þeir tóku upp Evru.

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans, segir að engin undankomuleið sé fyrir ríki Evrópusambandsins frá erfiðum aðhaldsaðgerðum og að evrópska félagsmálakerfið (e. European social model) heyri nú sögunni til.

Íslenska hagkerfið þarf ekki að tengjast öðru myntsvæði til að vera fullgildur þátttakandi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og koma böndum á verðbólguna segir hagfræðiprófesor frá Harvard.

Dean Baker segir að að ef Íslendingar hefðu eitthvað vit í höfðinu ættu þeir að þakka fyrir það á hverjum degi að Ísland hafi haft eigin gjaldmiðil í stað þess til að mynda að vera hluti af evrusvæðinu þegar efnahagshrunið hafi átt sér stað hér á landi.

Ræstitæknir í Þýskalandi hefur 2 Evrur í laun á tíman (333Kr), engin lámarkslaun eru í Þýskalandi.

Tólf ríki Evrópusambandsins eru í hættu að lenda í nýrri efnahagskrísu einkum vegna skuldastöðu þeirra og skorts á samkeppnishæfni samkvæmt nýrri skýrslu á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins sem var birt í dag. Ríkin sem um er að ræða eru Belgía, Búlgaría, Kýpur, Danmörk, Finnland, Frakkland, Ítalía, Ungverjaland, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland.


Eggert Sigurbergsson, 18.3.2012 kl. 03:30

21 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú varð gömlu á,gott að vera ekki við stjórnvölinn,en ég hef málsbætur,trufluð af ,,rangt símanr,, Auðvitað vitna ég í Hans Haraldsson,en höfðingjar fyrirgefa.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2012 kl. 03:31

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lágmarkslaun koma ESB ekkert við Eggert.

Þetta er í höndum þjóðlandana sálfra. Enda eru sjálfstæðar þjóðir sem mynda ESB. 

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_minimum_wages_by_country

Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 14:50

23 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Dómar sem brjóta múrana


ESB hefur seilst inn á vinnumarkaði aðildarríkjanna, sem er reyndar svið sem á að vera á hendi hvers aðildarríkis fyrir sig og utan áhrifasviðs ESB. Tilskipanir sem hafa haft mikil áhrif á þessu sviði og ekki síst vegna þeirra túlkunar sem Evrópudómsstólinn hefur gefið með dómum sínum. Nýjasta dæmið er löggjöf ESB um “efnahagslega stjórnun”, svokallaður “six-pack”, en einnig er um að ræða tilskipanir eins og þjónustutilskipunina sem hafði þann yfirlýsta tilgang að ryðja öllum hindrunum úr vegi fyrirtækja, meðal slíkra hindrana töldust ítök verkalýðsfélaga og ýmis lög og reglur sem talin voru standa í vegi fyrir óheftu frelsi fyrirtækjanna. Tilskipanir eins og 2008/104/EC um starfsmannaleigur og tilskipun 96/71/EC um útsenda starfsmenn.

Evrópudómstólinn hefur fellt nokkra fræga og umdeilda dóma eins og Laval-dóminn, Viking-dóminn, Luxemborgar-dóminn og Rüffert-dóminn, sem allir hafa seilst með einum eða öðrum hætti inn á hefðir og/eða löggjöf á vinnumarkaði.

Fjórðungur íbúa ESB við fátækramörk


Barátta ESB fyrir aukinni samkeppnishæfni sambandsins hefur því fremur falist í því að gera ESB að samkeppnishæfara um ódýrt og hreyfanlegt vinnuafl í samkeppni við lönd eins og Kína og Indland, en að öll áhersla hafi legið á þekkingarsköpun og dýrari störf. Í þeim mæli sem þróunin hefur gengið í báðar áttir, hefur gjáin milli hinna betur stæðu og hinna sem minna hafa milli handanna, aukist. Árið 2005 töldust 78 milljónir íbúa ESB vera við eða undir fátæktarmörk eða um 16%. Og samkvæmt Eurostat býr nú rétt tæpur fjórðungur af öllum íbúum ESB, um 120 milljónir manna, við hættu á að falla undir fátækramörk eða lenda í félagslegri útskúfun! (Sjá “People at risk of poverty or social exclusion by age and gender. “ http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_peps01&lang=en)


Samkvæmt Evrópusambandi verkalýðsfélaga, ETUC, voru að minnsta kosti 15% vinnuafls í íhlaupavinnu (fixed term work) árið 2009. Af þeim sem hafa vinnu, fá 8% svo lág laun að þau falla undir fátækramörk. ESB hefur markvisst unnið því að “normalisera” það sem hefur verið kölluð óviss vinna eða “precarious work” og margir hafa gagnrýnt að hugmyndir ESB um “flexicurity” hafi ýtt undir óöryggi launafólks á vinnumarkaði.

Atvinnuleysi í ESB er nú að meðaltali um 10%. Þetta er sú hlið á ESB sem yfirleitt fær litla umfjöllun, a.m.k. hjá þeim sem sjá sambandið í rósrauðum bjarma og vilja ólmir fá landsmenn til að gerast meðlimir í sælufélaginu.

 http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1215391/

Eggert Sigurbergsson, 19.3.2012 kl. 14:15

24 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Allt vinnuafl beint á sjóinn. Góð hugmynd. Gamla Ísland (Þín orð S&H ekki mín) Sama hér:

"Viltu sannfæra unga fólkið að hætta að gera það sem þau eru að gera og læra..... og segja þeim að grípa í trollið og byrja að fiska. Ég vona að þú ert að grínast."

Fyrir það fyrsta er ég alls ekki að grínast og í öðru lagi er mér gersamlega óskiljanlegt hvernig þú getur lesið þetta sem ég tilvitna þig í, útúr pistlinum mínum.

Gamla GÓÐA Ísland skrifaði ég, og átti, eins og skýrt kom fram, við tímabilin þegar ekki var lifað um efni fram, þegar hagvöxtur byggðist á aukinni framleiðni og nýsköpun í nýtingu auðlindanna til lands og sjávar, áður fyrr voru svo auðvitað sveiflur við aflabresti m.a., seinna meir vegna sveifla á verði afurða stóriðju, en þá var dokað við í bruðlinu, þar til úr rættist, eins og flestar þær þjóðir sem vinsælt er að bera sig saman við gera.

Gamal góða Ísland, þar sem menn voru ekki hræddir við að læra af öðrum þjóðum, t.d. af norðmönnum, að setja vélar í áttæringana,( losa þar með 6 manns sem fóru í að fullvinna aflann og stórauka vermætin, aflan sem nú var miklu meiri í hverjum róðri þar sem plássið í áttæringnum var orðið svo miklu meira,) það var þá sem velmegunin fyrst fór almennilega af stað á Íslandi, ekki á stríðsárunum einum saman eins og vinsælt er að halda fram.

Svo með þessar og álíka staðreyndir í huga er augljóst að það að vísa til Gamla góða Íslands, er ekki að vilja senda alla á sjóinn.

Er ekki að leggja til að sannfæra unga fólkið um að hætta að gera það sem það er að gera, en kannski hefur mistekist að kenna því og upplýsa um, að við getum ekki lifað af að dansa og syngja hvert fyrir annað, þó hallirnar séu flottar, það er þrátt fyrir allt auðlindir landsins, sameiginlegar auðlindir allra landsmanna sem standa undir öllum fínu störfunum, ýmist beint við nýtingu auðlindanna og/eða við að syngja og dansa hvert fyrir annað.

Svo ég snúi dæminu við, þá get ég lesið útúr þessari túlkun þinni á pistlinum, að Gamla (góða) Ísland, þar ekki er eytt meir en aflað er, er útúr myndinni, nú skal sníkt, rænt og platað út fé um víða veröld, búið til flott (gerfi) Nýtt Ísland, þar sem enginn þarf að vera vasast í slori, né rykugum álverum að ekki sé talað um að leisegja hundleiðinlegu túristum, allir bara dansa og syngja fyrir hvern annann Heillandi !! já já, en bíddu..bíddu. var það ekki einmitt þetta sem var gert ??

MBKB

KH  

Kristján Hilmarsson, 20.3.2012 kl. 17:55

25 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ÉG er ekki að vitna í neina söng og danskennslu með þessum rökum.

En ef þú lítur á hagsöguna seinustu 50ár þá sérður hörumgarsögu, böl og fátækt.

Ef það er gamla góða Ísland í þinum augum... þá þú um það.

Auðlindir eru ekki allt. Nema þá mannauðurinn. Hvaða auðlidnir notar CCP og Össur HF?

Sem eru by the way eindregnir stuðningsmenn um að Ísland gangi í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 20:07

26 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já hvaða auðlindir notar CCP og Össur ? spyrðu og áttar þig svo og svarar því sjálfur fyrirfram "mannauðurinn", batnandi mönnum er besta að lifa, hefur sjaldan átt betur við en hér  og auðvitað er þessum fyrirtækjum, svona einangrað séð vel borgið í ESB, í hvaða landi þau svo velja að hafa starfsemi sína veit enginn fyrr en í fyllingu tímans.

50 ára, "Hörmungarsaga" eða 100 ára eða hvað sem er, þá voru tímabil sem sýndu að með samvinnu, skynsemi og góðu gildismati, var Ísland oft á réttri leið og það án ESB aðildar, það að vera utan ESB hafði ekkert með það að gera þegar svo illa fór, reyndar aldrei farið eins illa og eftir að farið var að fara eftir EES ( sem er svona 90% ESB aðild) samningnum, en semsagt ég er ekki absalútt ESB andstæðingur, finnst þetta bara glapræði eins og málin standa í dag, heldur að reyna að taka saman höndum og rétta úr kútnum fyrst.

Eða hvert er þitt álit á því að ganga til samninga um aðild að slíku bákni sem ESB svo sannarlega er, með þeirri gífurlegu og ófyrirsjáanlegu breytingu sem það óhjákvæmilega fengi fyrir land og þjóð, verandi "á hnjánum" eftir hrunið, eða hinkra aðeins og mæta til samninga síðar, uppreist og með "heimilisbókhaldið" í lagi ?

Ég er ekki einn þeirra sem heldur að allt verði óbreytt ef ekki verður af aðild, allt er hverfult og margt af því sem talið er fram að muni gerast við aðild, getur alveg eins gerst án, og "vice/versa" ég var búinn að búa hér í Noregi í 9 ár þegar kosið var síðast um aðild, 2 árum eftir bankahrun norðmanna, þekki áróðurstæknina í báðum búðum, svo ég sit inni með reynslu sem gerir að ég veit faktískt hvað ég er að tala um og læt ekki "vippa mér af stólnum" með "simplum" klisjum, er búinn að heyra þetta allt saman svo oft áður.

Þessvegna lýsi ég nefnilega eftir betri röksemdum (á báða bóga) í umræðunni, en mér finnst vera ofaná hingað til, en er um leið ekkert smeykur við að "klisju" rökræða ef það er það sem menn/konur vilja, það sorglega er að þá stendur maður bara í stað, meðan góð rökstudd umræða, upplýsir ekki bara þann sem les, heldur einnig þann sem skrifar af skynsemi, ég hef séð þig setja frá þér S&H ! hluti sem eru í betri flokkinum, skil svosem að þú gerir slíkt sjaldnar en skildi, þegar andmælendurnir "síbilja" einlægt á sömu klisjunum, en semsagt þú getur örugglega gert betur en þetta:

"En ef þú lítur á hagsöguna seinustu 50ár þá sérður hörumgarsögu, böl og fátækt."

Ég bauð þér virkilega upp á að rökstyðja og tala fyrir því hversvegna Ísland eigi að ganga í ESB með þessu innleggi mínu, sem þú í staðinn valdir að "klisja" niður með svona staðlausum fullyrðingum, Hörmungarsaga" frá 1962 til 2012, eða hitt þó heldur, sveiflur já, taumlaus græðgi og glýja undir lokin, já, en ekki hörmungarsaga fátæktar og böls NEI auðvitað ekki.

"Auðlindir eru ekki allt" segir þú ! sannfærðu nú mig, um að þú sért með vissan snefil af einföldu fjármálaviti og að það að framleiða eitthvað sem gefur tekjur til að framfleyta þjóðinni, til að reka menntunar, menningar og heilbrigðisstofnanirnar hennar ásamt öryggi í löggæslu og réttarkerfi, kemur að stærstum hluta frá auðlindum viðkomandi þjóðar, það getur verið orkan, matarkistan kringum landið og ferðamannaiðnaðurin, en auðvitað er hugvitið og nýsköpunin sem nú síðast sló út í heimilisbókhaldsforriti Meniga, meðvirkandi þáttur líka "mannauðurinn", en auðlindirnar eru undirstaðan í hverri mynd sem er.

Það að gera lítið úr þeim er viss afneitun og ekki góð röksemd fyrir aðild, eða hvað? 

MBKV

KH   

Kristján Hilmarsson, 22.3.2012 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband