Skotar hafna evru

Sjálfstæði Skotlands verður ekki byggt á evru, enda væri til lítils að fá fullveldi frá Englandi til þess eins að farga því í Brussel. Allir sem fylgjast með skuldakreppu evru-ríkjanna vita að hún verður aðeins leyst með tvennu móti.

Í fyrsta lagi að búa til Stór-Evrópu með miðstýrðu fjárveitingavaldi og sameiginlegum sköttum. Í öðru lagi að leysa upp evru-samstarfið og taka upp þjóðargjaldmiðla.

Samfylkingin á Íslandi er eina stjórnmálaaflið í Vestur-Evrópu sem sér framtíð í sameiginlegum gjaldmiðli álfunnar.


mbl.is Skotland tæki ekki upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Við erum andskotar ef við gerum það ekki líka.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2012 kl. 12:35

2 identicon

Spurning um að bjóða Skotum að taka upp íslenska krónu.

Arnar (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 12:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég las einhversstaðara að Skotar vildu hefja samstarf við norðurlöndin og jafnvel fá að verða teknir inn í Norðurlöndin.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2012 kl. 13:12

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bara ganga ekki svo langt að vera undir pilsfaldi þeirra!!

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2012 kl. 13:36

5 identicon

Skotar eru í fyrsta lagi ekki land, Skotland er partur af Bretlandi. Hinsvegar eru einhverjum þar sem dreymir um að héraðið Skotlands verði sjálfstætt, alveg eins og sumt fólk í Baska hérðaði og Katalóníu á spáni vill sjálfstæði.
Eins og er þá vill meirahluti íbúnna í þessu héraði ekki sjálfstæði. Hinsvegar eru það alltaf einhverjir sem dreymir um þetta. Þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi er með öllu ómarktæk því hún þarf að koma frá þinginu, þinginu í London höfuðborg Bretlands.
Sjálfstæði skota yrði meiriháttar mál, því jú þeir eru partur af Bretlandi, notast við breska kennitölu, breskt vegabréf, bresk bílnúmer, bresk ökuskírteini, breskt símanúmer, breskt póstnúmera kerfi.... Það eru sömu bankarnir allstaðar í Bretlandi og sömu verslanirnar. Það sama á við um Norður Írland og Wales, þau eru partur af Bretlandi.  Þetta er eins og vestfyrðir myndu vilja sjálfstæði frá íslandi.


Það gefur augaleið að ef þeir ætla að fá sjálfstæði þá verður það dýrt og mikið mál. Allir þurfa nýtt vegabréf, ný ökuskírteini, ný bílnúmer á bílana sína, ný póstnúmer... þeir þurfa svo að koma sér upp eigin gagnagrunnum til að setja þessar upplýsingar í. Svo má ekki gleyma því að þeir þurfa að stofna póstþjónustu, geta varla notast áfram við Royal mail . Einnig mun verða dýrara fyrir almenning að hringja í vini sína í London þar sem það er þá orðið utanlanda símtal.Hvernig mun þetta svo hafa áhrif á fyrirtækin sem starfa í Bretlandi en eru staðsett með höfuðstöðvar í t.d.  Glascow. Þau þurfa að fara að stokka öllu upp og breyta.

 Þykir ólíklegt að Skotland verði sjálfstætt, þetta eru draumórar nokkurra manna eins og draumórar manna í Baska héraði, nema þessir nota fjölmiðla en Baskar nota sprengjur.

Gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 14:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

1965 voru þeir allavega með skosk pund.  Ég held að þetta sé nú einum of mikil svartsýni.  Í sambandi við símakostnað þá geta norðmenn hringt frítt í alla heimasíma á Íslandi svo það væri nú ekkert sem þyrfti að laga, og margt sem hægt væri að semja um við nágrannaríkið England.  Þessi ríki voru einu sinni sjálfstæð með sitt eigið tungumál geliskuna, Skotland, Wales, Írland og England.  Ég sé bara ekkert því til fyrirstöðu að skota segi sig úr lögum við England þeir geta haft sitt júnæted kingdom fyrir því með Wales og hluta af Írlandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2012 kl. 14:54

7 identicon

Gunnar þú ert skammsýnn og svartsýnn.  Það er ekki eins og skotar væru að finna upp hjólið.  Öll nýju lýðveldin í austur-evrópu sem áður tilheyrðu Sovétinu.  Balknesku lýðveldin sem áður tilheyrðu Júgóslavíu hafa öll afrekað þetta með ágætum.  Hluta breta yrði ekki skotaskuld úr því að leysa þetta littla mál.

Vestfirðingar gerðu vel í því að segja sig úr lögum við þraslýðveldið.  Þeir fengju kvótann aftur án aðkomu LÍÚ.  Lausir við misvitra "snillinga" að sunnan enda er Ólína á alþingi og á því ekki afturkvæmt í bráð. 

guru (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 15:11

8 identicon

Gunnar þú ert skammsýnn og svartsýnn.  Það er ekki eins og skotar væru að finna upp hjólið.  Öll nýju lýðveldin í austur-evrópu sem áður tilheyrðu Sovétinu.  Balknesku lýðveldin sem áður tilheyrðu Júgóslavíu hafa öll afrekað þetta með ágætum.  Hluta breta yrði ekki skotaskuld úr því að leysa þetta littla mál.

Vestfirðingar gerðu vel í því að segja sig úr lögum við þraslýðveldið.  Þeir fengju kvótann aftur án aðkomu LÍÚ.  Lausir við misvitra "snillinga" að sunnan enda er Ólína á alþingi og á því ekki afturkvæmt í bráð. 

guru (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 15:11

9 identicon

Skotar eru búnir að vera partur af Bretlandi síðan 1700 og einhvað. Þeir þyrftu ekkert að semja um neitt við "nágrana ríkið England" því England er ekki land frekar en skotland. Þeir þyrftu þá að semja við sitt núvernadi land, Bretland um að fá að halda í hitt og þetta áfram. Get ekki séð að hinn sanni Skoti vilji láta standa GB á bílnúmerinu sínu, ökkuskírteini og vegabréfi.... ef þeir eru orðnir sjálfstætt land. Ef þeir ætla að vera sjálfstætt ríki en samt halda í alla hluti frá Bretlandi án þess að vera lengur með menn við þingborðið í London þá er þetta ekki mikið sjálfstæði sem þeir eru að fá, eru raunar sjálfstæðari í dag ef að orði má komast.

Gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 15:49

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Víst er Skotland land hertekið land meira að segja þeir voru þvingaðir til að hætta að tala móðurmálið sitt.  En margir tala það enn og eflaust myndu einhverjir taka það alfarið upp ef þeir yrðu sjálfstæð þjóð.  Skotland er land rétt eins og England er land og Írland er land saman mynda þau bandalag.  Og Guru ég lagði það til fyrir mörgum árum og segi enn Vestfirðingar eiga að segja sig úr lögum við Ísland.  Meðal annar vegna kvótans og allt sem við þurfum að borga til Reykjavíkur.  Landsbyggðin borgar nefnilega með sér þó sumum finnist það sé ekki rétt.  OG gæti stutt borgina meira ef þeir væru ekki með stjórnvaldsaðgerðum með bundnar hendur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2012 kl. 15:56

11 identicon

Suður Írland er sjálfstætt land og kemur Bretlandi ekki við, hinsvegar er Norður Írland það ekki og tilheyrir Bretlandi. England, Wales, Skotland og Norður Íralnd eru ekki lönd. Þau eru öll eitt land, eitt ríki sem heitir "The united Kingdom og Great Britain and Northern Ireland". Í stuttu máli er oft sagt Bretland eða UK. Þetta voru jú einhvern tíman sjálfstæð lönd fyrir mörg hundruð árum, það má segja um fullt af stöðum. En þau eru það ekki lengur og hafa ekki verið það í margar kynslóðir. Það er enginn sem pýnir skota til að tala ensku, það er móðurmál allra sem þar búa þó að 7% kunni Gaeli. Í wales kunna sumir welsku en þeir sem ætla sér að tala hana eingöngu munu þá einangrast frá þjóðfélaginu. 

Gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 17:43

12 identicon

Gunnar: Munu Skotar ekki gerast sjálfstæð þjóð vegna þess að þá þarf að prenta ný vegabréf og pressa nýjar númeraplötur? Er þér alvara?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 20:06

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Landsvæðið Skotland er í EU sko. Síðast er eg vissi.

Las það á Wikipedia og var það vel sourcað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2012 kl. 21:10

14 identicon

Ómar: Skotland er í EU afþví að Bretland er í EU. Skotland er hérað í Bretlandi en ekki eigið land og þess vegna fylgir það með, þeir hafa ekkert um það að segja.
http://geography.about.com/library/faq/blqzscotland.htm

Það er ekki til neitt ríkisfang sem heitir skoti. Það eru engin vegabréf sem á stendur skotland. 

Hans: Það sem ég á við er að hvar ætla skotar að setja mörkin ef þeir ætla að gerast sjálfstæðir? Hversu mikla samvinnu ætla þeir að hafa áfram við Bretland. Ef þeir gerast eigið land þá verða þeir ekki lengur með þingmenn í London. Þeir eru í raun að missa völd. T.d. ef þeir halda áfram í pundið en hafa ekkert með peningamálin að gera lengur.  Það er frekar flókið fyrir þá að ætla að slíta öll bönd við Bretland eins og suður írland gerði vegna þess að hlutirnir eru miklu flóknari núna en þeir voru fyrir 100 árum þegar suður Írland sleit öll tengsl við Bretland. 

Gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 22:07

15 Smámynd: The Critic

get ekki sé að sjálfstæði Skota verði byggt á að hafa áfram breskt pund, lítið að fá fullveldi til að farga því í London.

The Critic, 10.2.2012 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband