Össur vill ekki í vitnastúkuna

Verði af réttarhöldum yfir Geir H. Haarde verður Össur Skarphéðinsson ráðherra í hrunstjórninni og staðgengill formanns Samfylkingarinnar kallaður í vitnastúkuna.

Össur gerir sig ekki vel í yfirheyrslum; hann lýsti sig ólæsan á efnahagsmál þegar hann hitt rannsóknanefnd alþingis.

Össur greiðir atkvæði eftir prívathagsmunum en ekki prinsippum.


mbl.is Ríkisstjórnin ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það heppnaðist hjá bjarna ben það sem hann ætlaði sér það að tvístra VG og Samfylkingunni. það þarf ekki annað en lesa viðbrögð björns bjarnasonar. þetta lið er eins og hópur af villiköttum sem eru breima . guð blessi ísland

björn grétar sveinsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 17:07

2 Smámynd: Sólbjörg

Eiginhagmunahyggjan ræður för eins og venjulega á þeim bænum, Össur huglaus og fláráður að vanda.

Ríkistjórninin er fallin hvað sem Össur segir, hann getur alveg eins fullyrt að hann sjálfur sé hár og grannur. Augljóst í gær að fjölmargir í stjórnarflokkunum eru að pakka niður til flutnings, trúlega á leið í flokkinn hjá Lilju.

Sólbjörg, 21.1.2012 kl. 17:11

3 identicon

Steindauð fyrirbæri eru aldrei í hættu!

Almenningur (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 17:21

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ætli það sé ekki svo að hættan sé yfirvofandi úr því að Össur segir að það sé engin hætta...

Það vita allir hvað það þýðir þegar hann lætur svona orð út úr sér...

Icesave besti samningur sem gerður hafði verið á byggðu bóli og svo þegar uppi stóð þá var hann ekki einu sinni lesinn á samning þann...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.1.2012 kl. 18:21

5 identicon

Þetta er mjög góð ábending.

Óheilindin eru samnefnari Samfylkingarinnar.

Karl (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 19:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..og Össur er auðvitað, af þjóðkunnu samfylkingarhatri þínu Páll, sá eini sem þú sérð fyrir þér að vilji ekki í vitnastúkuna.

Þú horfir gersamlega framhjá þeirri staðreynd að það er ekki Össur sem rekur þetta mál í þinginu og vill vill stoppa frekari vitnaleiðslur um þetta mál, það gera aðrir, hverjir Páll?

Eða um hvað annað snýst þetta neyðarhemlunarmál skoðanabræðra þinna annars? Hvað þarf að fela, hvað má ekki koma í dagsljósið?

Ekki Baugsmiðill, við vitum það, en hvers miðill ert þú?

En auðvitað svarar þú ekki frekar en fyrri daginn.

Þú hefur endanlega staðfest að þú ert SORPmiðill!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.1.2012 kl. 20:33

7 identicon

Yössur Arabfrat er dæmigerður íslenskur atvinnupólítíkus. Hann hefur alla sína ævi verið atvinnumálfundabullari sem hefur þóst vera raunverulegur andstæðingur hinna atvinnumálfundabullaranna.

ocram (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 20:45

8 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þarf lítið til að æra óstöðugann,s.b færslu Axels Jóhanns hér á undanna.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.1.2012 kl. 23:39

9 identicon

Hvað varð um 1-0 fyrir andstæðinga eineltis? Á meðan bullurnar slást hagræða liðin úrslitunum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband