Lýðræði, pólitík og fjármál fjórflokksins

Fjórflokkurinn er lokað kerfi stjórnmálaflokka sem í krafti ríkisstuðnings undirbýður pólitík á stjórnmálamarkaði og þar með útilokar heilbrigða samkeppni. Spilling fjórflokksins birtist m.a. í því að stjórnmálastefna er borin fram gagngert til að blekkja kjósendur, sbr. Evrópustefnu Vinstri grænna við síðustu kosningar.

Undirboð og spilling fjórflokksins grefur undan þeim rökum sem standa til þess að opinbert fé sé notað til að styrkja rekstur þeirra.

Ysta hægrið og ysta vinstrið ná saman um að afleggja opinberan stuðning við stjórnmálaflokka og eru það nokkur tíðindi.


mbl.is Ríkið hætti að styrkja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ríkið á ekki að styrkja sjórnmálaflokka. Þeir eiga að sækja sitt rekstrarfé til þeirra sem vilja kjósa þá, en ekki með nauðungaráskrift. Það eitt tryggir að þeir séu trúir sínum loforðum.

Annað kallar á spillingu eins og þú segir Páll.

Ragnhildur Kolka, 18.1.2012 kl. 11:14

2 identicon

Mikið óskaplega er þetta hástemmt. "Stjórnmálamenn eiga að fara fram með góðu fordæmi." Hvernig væri að þeir byrjuðu á því að fara að lögum líkt og aðrir landsmenn?

http://andriki.is/post/13744287035

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 11:29

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er frekar flókið mál. Það kostar peninga að ferðast milli staða til að kynna sig og sínar hugsjónir.

Ég vil ekki að skatttekjur almennings verði skilyrðislaust notaðar í að styrkja stjórnmálaflokka. Stjórnmálafólk í ýmsum flokkum á Íslandi, hafa í áratugi staðið fyrir því að arðræna almenning á skipulagðan hátt, með ólöglegum aðferðum.

Þannig vinnubrögð ættu að verða til þess að útiloka að viðkomandi flokkur eða stjórnmálamaður fengi eina krónu frá ríkissjóði, vegna þess að það er í hrópandi mótsögn við tilgang stjórnmálamanna og flokka.

Þegar stjórnmálaflokkar/fólk er skaðlegt fyrir almenning, sem þeir eiga að vinna fyrir og gæta hagsmuna, ættu þeir ekki að fá að starfa. Þeir sem misnota stöðu sína og vald í stjórnmálum, eru að brjóta á almenningi, og hafa þar af leiðandi ekki siðferðislega getu né heilsu til að gegna stjórnmálastörfum.

Þannig virkar þetta í siðuðum samfélögum, og flestir eru meðvitaðir um hversu rangt er að misnota stöðu sína og vald. Þeim sem verður á að gera slík mistök, segja af sér ef eitthvað siðlaust og óheiðarlegt upplýsist.

Svona siðferðisregla er nauðsynleg, ef á að koma í veg fyrir spillingu.

Enginn vill búa í landi, þar sem pólitísk spilling fær að viðgangast, og þykir jafnvel sjálfsögð af fjölda meðsekra vítt og breitt í samfélaginu.

Engir styrkir án skilyrða um heiðarleg siðsamleg vinnubrögð. Væri það ekki góð byrjun á spillingar-útrýmingu?

Það er góð regla í samskiptum almennt, að það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér skalt þú ekki gera öðrum. Þannig finnur maður út hvað er siðsamlegt og réttlátt, og hvar mörkin eru. Þetta er einfalt, ef maður man eftir því. Aðrir sjá um að minna mann á ef maður gleymir. Aðhald er nauðsynlegt.

Það væri ágætt að ræða þetta, til að fá fleiri sjónarmið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.1.2012 kl. 13:11

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Fyrsta setningin stenst nú varla hjá þér. Næsta er sannleikur. Enginn hefur svikið meira en VG og uppskerð þú þar eins og þú sáðir Páll minn.

Enga ríkisstyrki til stjórnamálaflokka og enga bókhadlsskyldu heldur. Stjórnmálaflokkar eiga að falla undir einkamál þeirra sem eru í klúbbnum ekki féþúfa fyrir menn af kalíberi Reynis Traustasonar og sonar hans.

Halldór Jónsson, 19.1.2012 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband