Lögbann á ESB-umsóknina

Samfylkingarhluti ríkisvaldsins reynir að þvinga Ísland inn í Evrópusamband sem er að hrynja með ófyrirséðum afleiðingum. Þrír af fjórum stjórnmálaflokkum landsins eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu og afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur.

Heildarhagsmunum þjóðarinnar er bráð hætta búin við aðild að Evrópusambandinu. Nægir þar að nefna að aðild við inngöngu yrði Íslendingum skylt að taka upp ónýtan gjaldmiðil, evruna, sem hefur lagt efnahagskerfi Írlands, Grikklands og Portúgal í rúst. Ísland yrði að afhenda yfirráðin yfir fiskveiðiauðlindinni til Brussel og fella niður varnir gegn margvíslegum sjúkdómum sem herja á landbúnað í ESB-ríkjum en við erum laus við.

Heimssýn, hreyfing sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, hlýtur að sækja um það hjá innanríkisráðuneytinu að fá heimild til að stefna samfylkingarhluta ríkisvaldsins fyrir dóm til að verja heildarhagsmuni þjóðarinnar og fá lögbann á umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Ef ekki tekst að fá lögbann á ESB-umsóknina er næsta mál á dagskrá að draga Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fyrir Landsdóm. 


mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna fá lögbannsheimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

út af hverju bara össur ..? það er bara eins og draga bara geir ... það á að draga allt pakkið fyrir dómstóla

Hjörleifur Harðarson, 16.12.2011 kl. 09:59

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta væri góður leikur og ef þá er umaðgera að fara út í þetta strax. það má engan tíma missa því ég veit að ESB mun segja já við öllu. Þeir munu ná völdunum aftur eftir að við erum flæktir inn í vefi þeirra. Það eru engir vinir ekki einusinni Kína maðurinn Nubo hvað þá Kína sjálft.

Valdimar Samúelsson, 16.12.2011 kl. 10:00

3 identicon

Guð minn góður Páll, verðurðu aldrei þreyttur á þessum eilífu ESB færslum?

Gunnar (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 11:14

4 identicon

Heyrirðu það Páll. Hann Gunnar er orðinn þreyttur á þessari eilífu umræðu um ESB umsóknina. Hann vill þramma inn þegjandi og hljóðalaust.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 11:28

5 identicon

Guð minn góður Gunnar ...verðurðu aldrei nógu fullorðin til að fara hugsa sjálfstætt  og hætta lesa þessar færslur hja PÁLI ??????????????

Rasy (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 13:09

6 identicon

Hver er munurinn á ESB og ALEC?

http://www.alec.org/

http://alecexposed.org/wiki/ALEC_Exposed

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 13:42

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri reyndar kaldhæðnislegt ef Heimssýn fengi samskonar heimild og myndi beita henni til að knýja fram lögbann á aðildarferlið, eins og síðuhaldari leggur til. Heimildin stafar nefninlega af tilskipun Evrópusambandsins nr. 98/27/EB, sem var innleidd á Íslandi samkvæmt EES-samningnum með lögum nr. 141/2001 um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda.

Þar með er ég ekki að gagnrýna hugmyndina, því það má þvert á móti færa rök fyrir því að hagsmunum neytenda sé í raun betur borgið undir núgildandi íslenskum lögum, sem innihalda umtalsvert víðari skilgreiningu á neytendavernd en tilskipanirnar frá Brüssel fyrirskipa. Vandamálið er alls ekki að lögin og reglurnar séu ófullkomin nema síður sé, heldur stafar það af því að menn þekkja einfaldlega ekki þessar reglur og fara þar af leiðandi ekki eftir þeim fyrr en því er beinlínis troðið framan í andlitið á þeim og hrópað inn um eyrun.

Þegar ráðherrar og embættismenn ráðuneyta þekkja ekki og virða ekki samevrópskar leikreglur sem hér voru innleiddar fyrir einum til tveimur áratugum síðan, hlýtur að vakna sú spurning hvurn déskotann þetta sama fólk telur sig eiga erindi í Evrópusambandið að svo stöddu. Sú afstaða getur aldrei orðið trúverðug á meðan sama fólk hefur ítrekað sýnt að það hefur engan áhuga á að fara eftir þeim reglum sem þar eru settar, eða skilur þær einfaldlega ekki eins og kom í ljós varðandi þær tilteknu reglur sem hér um ræðir.

Ísland er nú þegar hluti af EES. Það er engin ástæða til að láta eins og svo sé ekki og þess vegna sé einhver þörf á að ganga í ESB. Við höfum nú þegar allt það besta þaðan (neytendaverndina og viðskiptafrelsi) og gott betur en erum laus við flest af því versta (t.d. fransk-þýzkan efnahagsfasisma). Að innleiða fleiri reglur til þess eins að brjóta þær svo, er fullkomið ábyrgðarleysi og beinlínis sviksamlegt gagnvart öðrum þjóðum í þessu samhengi.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2011 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband