Grunnskólar í Reykjavík betla bækur

Jón Gnarr borgarstjóri og Samfylkingin telja að grunnskólar séu afgangsstærð í þjóðfélaginu og fá skólarnir meðhöndlun í samræmi við það. Samkvæmt RÚV

Foreldrar barna í einum grunnskóla Reykjavíkur hafa fengið bréf þar sem kannað er hvort til séu bækur heima sem skólinn geti fengið gefins. Aðstoðarskólastjóri skólans segir ástæðuna fyrir þessar beiðni niðurskurð til rekstrarins. 

Jón Gnarr lagði til um daginn að grunnskólar yrðu aflagðir. Meirihlutasamstarf Besta flokksins og Samfylkingar starfar í þágu hugsjóna leiðtogans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er íslenska versjónin af menningarbyltingunni.

Burt með kristinfræði.  Vantar bara rauða kverið með mynd af Jóni rauðhærða...

...Og jú.  Burt með skólafólkið.  Og í það minsta ekki neina kennslu raungreina, takk.

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 18:47

2 identicon

Er þetta framhaldsskólakennari að skrifa um skólamál? Er þetta maðurinn sem kennir unglingum fjölmiðlafræði og sögu? Á þetta að vera sýnikennsla í málefnilegri rökræðu? Er þessi sami maður blaðamaður og framkvæmdastjóri heimssýnar í hlutastarfi? Eða eru þetta 3 ólikir og óskyldir menn?

gangleri (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 21:59

3 identicon

Jón lagði EKKI til að skólar yrðu aflagðir, jeldur skólaskyldan. Hann var þar boðberi frelsi einstaklingsins.

Palli (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband