Ögmundur gegn eyðslu-krötum; byggir brýr til ekta sjálfstæðismanna

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær lof frá hægrimönnum fyrir íhaldssemi í ríkisfjármálum. Ögmundur stendur í ístaðinu og neitar hvorttveggja að bora göt í fjöll og leggja vegi þegar ekki er til peningur fyrir slíkum framkvæmdum.

Helstu andstæðingar Ögmundar eru eyðslu-kratar eins og Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson sem ávallt eru tilbúnir að fleygja okkar peningum í göt á fjöll og ónýta ESB-umsókn.

Styrmir Gunnarsson skrifaði um helgina grein í Sunnudagsmogga um gildi íhaldsseminnar við gerð fjárlaga. Ögmundur talar á sömu nótum.

Hæfilegir skattar, varfærni í opinberum fjármálum, varðstaða um velferð, fjölræði í atvinnulífi og fullvalda Ísland er grunnur sem heiðarlega fólkið í Vinstri grænum og  ekta sjálfstæðismenn geta sameinast um.


mbl.is Takast á við 50 milljarða gat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Peningunum hefur verið eytt í Evrópusambandsumsókn Ögmundar Jónassonar, þ.e. í pólitískt hugleysi og stólasetu. 

Ögmudur er ekki þingmaður kjósenda sinna. Hann er þingfulltrúi Samfylkingarinnar.

Þingemnn sækja umboð sitt til kjósenda og Ögmundur sótti það til kjósenda Samfylkingarinnar. Hann er pólitískt gjaldþrota.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2011 kl. 14:07

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju má eki grafa þessi Norfjarðargöng ef þau vantar. Það er ekkert vandamál ef bara eru sett veggjöld viðinnganginn. Vandamállið er að sveitavargurinn vill aldrei borga neitt sjálfur og hemar að við gerum það, Grimsbylýðurinn á mölinni.

Halldór Jónsson, 7.8.2011 kl. 16:08

3 identicon

og hvað fær þessi 6 manna mefnd í laun fyrir þetta kjaftæði skíta stjórn.

gisli (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband