Össur fórnar landhelginni

Ísland háði efnahagslega sjálfstæðisbaráttu við stórveldi Evrópu upp úr miðri síðustu öld. Úfærsla landhelginnar í 200 mílur á áttunda áratug aldarinnar markaði lokaáfanga fullveldisbaráttunnar. Fréttir um að utanríkisráðherra Íslands ætli að fórna landhelginni fyrir inngöngu í Evrópusambandið eru eiginlega handan þess sem hægt er að trúa upp á Össur Skarphéðinsson og verður þó seint logið upp á þann mann óskammfeilni.

Björn Bjarnason setur útspil Össurar í utanríkispólitískt samhengi og segir yfirlýsingu Össurar í senn stórhættulega þjóðarhagsmunum Íslands og ,,eyrnakonfekt fyrir embættismenn ESB."

Björn bendir á að það sé vegna veikrar pólitískrar andstöðu hér heima sem Össur kemst upp með eins manns utanríkispólitík.

Því miður er það enn til marks um veika pólitíska forystu í andstöðu við aðild Íslands að ESB að ekki skuli hafa verið brugðist við hinum tilvitnuðu orðum Össurar Skarphéðinssonar á pólitískum vettvangi hér á landi og hann krafinn skýringa á þeim.

Mál er að linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur Skarphéðinsson er fyrir löngu orðin fastráðin starfsmaður Brusselveldisins.

Númi (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 14:56

2 identicon

Brot úr viðtali við Össur(tekið úr mbl):

„Við þurfum enga sérstaka undanþágu. Í þessu tilliti þurfum við bara regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem raunverulega þýðir að þjóðir halda sinni hlutdeild í kvótanum og það vill þannig til að engin erlend þjóð hefur veitt á íslenska hafsvæðinu í 35 ár. Þannig að ég held að það verði ekki það erfiðasta......

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 15:38

3 identicon

Hér er viðtalið í heild sinni:http://www.euronews.net/2011/06/28/ossur-skarphedinsson-iceland-s-foreign-minister/....

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 15:40

4 identicon

Hér kemur örlítið úr Evrópuvaktinni(4.6.2011):

Í umræddri skýrslu segir, að í nokkrum tilvikum hafi verið samið um sérútfærslur á sjávarútvegsstefnu ESB í aðildarsamningum. Yfirlýsingar um sjávarútvegsmál, eins og fylgdu t.d. með aðildarsamningi Norðmanna, hafi þó fyrst og fremst pólitískt gildi og geti hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar, en lagalegt gildi þeirra sé þó takmarkað. Sérútfærslurnar hafi fyrst og fremst falið í sér

Í umræddri skýrslu segir, að í nokkrum tilvikum hafi verið samið um sérútfærslur á sjávarútvegsstefnu ESB í aðildarsamningum. Yfirlýsingar um sjávarútvegsmál, eins og fylgdu t.d. með aðildarsamningi Norðmanna, hafi þó fyrst og fremst pólitískt gildi og geti hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar, en lagalegt gildi þeirra sé þó takmarkað. Sérútfærslurnar hafi fyrst og fremst falið í sér sérstök stjórnunarkerfi, sem byggist á verndarsjónarmiðum. Það eigi til dæmis við um þau sérstöku stjórnunarkerfi, sem Malta og Lettland hafi samið um, en þau byggist á verndarsjónarmiðum og feli ekki sér undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB.

 .

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 15:52

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég dreg í efa að þessi yfirlýsing sé sönn: "Engin erlend þjóð hefur veitt á íslenska hafsvæðinu í 35 ár"

Kolbrún Hilmars, 3.7.2011 kl. 16:07

6 identicon

Eftirfarandi er tekið af Vísindavef :Útfærslan fór fram í nokkrum skrefum. Fyrst var farið úr þremur mílum í fjórar úti fyrir Norðurlandi árið 1950 og tveimur árum síðar tók sú útfærsla gildi umhverfis allt landið. Miklu skipti einnig að flóar og firðir töldust nú innan línu. Breytingin var að mestu í samræmi við óljós alþjóðalög þess tíma en Bretar ákváðu engu að síður að mótmæla henni. Með þegjandi samþykki stjórnvalda í London settu togaraeigendur ytra löndunarbann á íslenskan ísfisk og afléttu því ekki fyrr en árið 1956.

Tveimur árum síðar var fiskveiðilögsagan færð út í 12 mílur og brugðust Bretar þá við með því að senda herskip á Íslandsmið til að vernda togara sína gegn löggæsluaðgerðum íslenskra varðskipa. Þetta er í raun fyrsta þorskastríðið en það orð fundu breskir blaðamenn upp við upphaf átakanna. Árið 1961 létu Bretar undan og viðurkenndu 12 mílna línuna.

Sama var upp á teningnum árin 1972-73 og 1975-76. Þá var lögsagan stækkuð í 50 mílur og svo 200 og í bæði skiptin var breski sjóherinn sendur á vettvang, auk dráttarbáta og annarra verndarskipa. Íslendingar höfðu nú tekið í notkun togvíraklippur sem komu að góðum notum en harðir árekstrar urðu milli varðskipa annars vegar og herskipa og dráttarbáta hins vegar, einkum í síðustu átökunum. Aftur urðu Bretar að láta undan og fallast á vilja Íslendinga. Sama gerðu Vestur-Þjóðverjar um síðir en varðskip klipptu einnig á togvíra vestur-þýskra togara á þessum árum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 16:31

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrafn, fín söguskýring en endapunktinn vantar hvað varðar þennan barning íslenskra:  Árið 1982 var staðfestur Hafréttarsamningur SÞ sem kvað á um 200 mílna lögsögu (eða miðlínu) strandríkja.

Hverjir hafa annars EKKI veitt innan íslensku lögsögunnar síðustu 35 árin?

Kolbrún Hilmars, 3.7.2011 kl. 16:50

8 identicon

Úr grein eftir Aðalstein Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. greinin er skrifuð 2008 :

Það vakti athygli þegar Dr. Michael A. Köhler, sem er næstráðandi á skrifstofu Joe Borg sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins (ESB), sagði á opnum fundi í Reykjavík að ef til Evrópusambandsaðildar Íslands kæmi myndu Íslendingar ráða því hverjir veiði í íslenskri efnahagslögsögu. Með þessum orðum vísar Köhler til þeirrar staðreyndar að kvótaúthlutun er að meginstofni ákveðin á grundvelli veiðireynslu og þau ríki sem nú mynda ESB hafa, eins og kunnugt er, ekki veitt í íslenskri lögsögu í ríflega þrjá áratugi. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem gengur út á að ríki halda sama hlutfalli af heildarkvóta í fiskistofnum, tryggi síðan að kvóti í stofnum innan íslenskrar efnhagslögsögu haldist hjá íslenskum stjórnvöldum sem geti ráðstafað honum með þeim hætti sem þau sjálf kjósa.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 17:04

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrafn, þar komstu með svarið; engar ESB þjóðir. Hvorki Norðmenn, Færeyingar né Grænlendingar þar innanborðs.

SAMT er eins og mig minni að einhverjar ESB þjóðir hafi fengið karfaveiðileyfi á Reykjaneshrygg?

Þú leiðréttir mig bara ef MIG misminnir :)

Kolbrún Hilmars, 3.7.2011 kl. 17:40

10 identicon

Þetta er rétt munað hjá þér. Skip frá ESB hafa leyfi til að veiða karfa á tilteknum svæðum innan íslenskrar lögsögu. Sækja þarf um leyfi fyrir hvert skip til Fiskistofu. leyfi á ári eru 10 til 12. 5 skip mega veiða á sama tíma. heildarafli má vera 3000 tonn. Eftirlitsmaður frá Fiskistofu er í hverju skipi og Landhelgisgæsla fer flugferðir til að fylgjast með. vandamál geta komið upp vegna meðafla sbr reglugerð.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 18:34

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef áhyggjur af Össuri blessuðum, á sínu blindra-ferðalagi í Brussel.

Nú verðum við einfaldlega að hjálpa kallinum út úr netinu, sem hann er búinn að flækja sig í!

En hvernig getum við hjálpað honum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.7.2011 kl. 18:54

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er rétt hjá honum.

Reyndar er ég marg, marg búinn að útskýra eðli og efni þessa ákv. striðis fyrir fólki. Stafa ofaní það.

Málið er að þetta EU og sjávaútvegur = OMG. o.s.frv. - er bara mýta og hefur alltaf verið Notað af sjallalíú til að hræða fáfræðinga.

þetta sá eg allt í gegnum fyrir löngu. Bara með því að kynna mér mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2011 kl. 19:14

13 identicon

En hvað gerist þegar nýjir stofnar koma inn í lögsöhuna eins og makrílinn hefur gert undanfarin ár.

Þá hefur enginn veiðireynslu úr þeim tegundum. Hvernig verður slíkt leyst?

hey (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 20:39

14 identicon

Þetta verður að leysa með samningum milli þeirra þjóða sem hagsmuna eiga að gæta. Það gengur ekki alltaf átakalaust eeins og dæmin sanna.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 21:23

15 identicon

hey: Reglan um hlutfallslegan stöðugleika var mótuð vegna flökkustofna sem eru mjög margir undan ströndum Evrópu. Ef stofn flakkar á milli hafsvæða ESB þá fá þeir kvótann sem hafa veiðireynslu úr þeim stofni, burtséð frá því hvar hann er hverju sinn (eða hvaða stofna hann keppir við um fæðu!).

Afstaða ESB í Makríldeilunni ræðst einmitt af því að þeir hugsa málið út frá reglunni um hlutfallslegan stöðugleika.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 21:55

16 Smámynd: Elle_

Allir samningar eru þýðingarlausir við miðstýringarbákn sem á endanum ræður og allt samningatal milli Evrópusambandsins og Íslands blekking ein og þýðingarlaus.  Engir samningar munu standast ef einn aðilinn ræður og fólk ætti að hætta að ræða um þýðingarlausa samninga um ekki neitt nema aðlögun að þeim sem á endanum ræður.  Og Jóhönnu og Össuri á að halda burt úr stjórnmálum.  

Elle_, 4.7.2011 kl. 00:47

17 identicon

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að þessi regla um hlutfallslegan stöðugleika sem Össur er að vísa til og virðist telja nægja Íslandi er að mati sjálfrar framkvæmdastjórnar ESB engin trygging lengur fyrir því að kvóti sem úthlutað er til einstakra aðildarríkja sambandsins haldist þar. Þar kemur líka fram að reglan sé ekki hluti af sáttmálum ESB og að reglan breyti því ekki að stjórn fiskveiða hér við land færðist til Brussel færum við þangað inn.

Einar (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband