Heimssýn og Brussel sammála: draga umsóknina tilbaka

Á Heimssýnarblogginu er vakin athygli á því að talsmaður stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar Evrópusambandins gaf undir fótinn með það að umsókn Íslands yrði dregin tilbaka. Eftirfarandi segir í Morgunblaðinu í dag um fundinn

Alexandra Cas Granje, sviðsstjóri stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, segir að vinnan muni ávallt nýtast ákveði Ísland að fresta viðræðum og hefja þær svo aftur síðar.

Þetta er diplómatísk ábending til Íslands um að draga umsóknina tilbaka.

Engar líkur eru á því að Íslendingar samþykki aðild að Evrópusambandinu. Allir sjá það nema samfylkingarfólk og þeir örfáu aðildarsinnar sem finnast í öðrum flokknum.

Aðeins þvermóðska Samfylkingarinnar heldur lífi í umsókninni. En þegar framkvæmdastjórnin er farin að yggla brúnina fer brátt allur vindur úr Össuri og aðalsamningamanni hans.

Umsóknin endar með uppgjöf. Það er við hæfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

New forecasts released today mean that it is almost certain that the Eurozone will break up within the next five years and probably by 2013.
The forecasts, in the latest issue of Global Prospects issued by leading economics consultancy Cebr shows that without a Euro breakup, growth in Southern Europe will be below 1.5% in every year to 2015

http://www.cebr.com/wp-content/uploads/Global-prospects-press-release-20-June-2011_for-release.pdf

 

 

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 21:44

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

muni ávallt nýtast ákveði Ísland að fresta viðræðum og hefja þær svo aftur síðar

Það er þetta sem er aðaláhyggjuefnið, að innlimun verði aðeins slegið á frest og endurvakin síðar. Eina leiðin til að losna er að reka silfurrýting í hjartað á skrímslinu eins og var gert 9. apríl sl. Svo þurfa Grikkir að snúa í sárinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2011 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband