Fasteignaflipp Árna bæjó

Eignarhaldsfélagið Fasteign er gjaldþrota. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem líka er gjaldþrota, er stjórnarformaður Fasteignar og helsti hugmyndasmiður. Fasteign er dæmigerð útrásarhugmynd þar sem fáir græddu en almenningur tapaði.

Fasteign fékk til rekstrar húsnæði sveitarfélaga sem þarf með losuðu um fé til að setja í gæluverkefni. Jafnframt skaffaði Fasteign bitlinga handa mönnum eins og Árna, sem fékk stjórnarformennskuna og umbun eftir því.

En nú er komið að leiðarlokum. Húsnæði sveitarfélaganna fer aftur til síns heima og Fasteign í gjaldþrotaskipti eða nauðasamninga.

Og við næstu kosningar verður Árni Sigfússon aftur kosinn oddviti Reykjanesbæjar. Er það ekki?


mbl.is Taka aftur yfir viðhald og rekstur eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband