Evruland komi í stað þjóðríkja

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins Herman van Rompuy sendi út ákall vegna fjármálakreppunnar á evru-svæðinu, þar sem 17 ríki ESB deila með sér gjaldmiðli. Van Rompuy hvatti til þess að ráðamenn tali skýrar og nefni hlutina réttum nöfnum.

Við verðum að tala hreint út og segja hvað gjaldmiðlasamstarf felur í sér. Það þýðir að við erum í ,,Evrulandi." Sameiginlegur gjaldmiðill felur í sér að við erum eitt ríki, í það minnsta í fjárhagslegum skilningi. Við sjáum það skýrt að ákvarðanir í einu landi hafa áhrif á heildina. Við getum einfaldlega ekki haft einn gjaldmiðil en 17 ólíkar stjórnmálastefnur.

("We must start to be more explicit about what a monetary union means. It means we are in 'Euroland'. Sharing a currency means we are in one country, at least monetarily speaking. That makes it much clearer why the decisions of one, affect all! We simply cannot have one currency and 17 divergent policies.")

Íslandi stendur ekki lengur til boða að ganga í Evrópusambandið, - Evruland skal það heita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Krakkar mínir á jólunum;gekk ég yfir sjó og land,hitti þar einn gamlan mann,,,,,,spurði svo;hva-ar áttu heima?  Össur &  co  dríifa sig heim,við þurfum að fara að vinna hér.

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2011 kl. 11:45

2 identicon

Hjálmar Sveinsson sagði það sama í Fréttablaðinu í gær. Honum þykir tímabært að hætta að nota íslensku þjóðina og íslenska þjóðríkið sem mælikvarða alls. Vill fremur líta til efnahagslegra þátta. Ólafur Ágúst Ólafsson sagði það sama þegar hann vildi tvítyngda stjórnsýslu til að laða að fjárfesta.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 12:01

3 identicon

Kolbeinn Óttarsson Proppé lepur þetta upp eftir Hjálmari í Fréttablaðinu í dag. Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein er samkvæmt nýjustu fréttum hjal um þjóðina þetta og þjóðina hitt. Rembingur sem byggir á skiptingu í okkur og hina. Snorri Hjartarson var fulltrúi útilokunar og sérréttinda.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 12:35

4 identicon

Rangt hjá Páli aldrei þessu vant. Svíþjóð og Danmörk eru í ESB en ekki Evrulandi. Af hverju ekki Ísland?

Hrafnafloki (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 13:10

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

EVRULAND betra en KVÓTALAND

Ólafur Örn Jónsson, 18.6.2011 kl. 13:36

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað sem segja má um kvótakerfið hefur það skilað sér miklu betur en fiskveiðistjórnunarkerfi Evrópusambandsins. Enda er sambandið nú að íhuga að taka upp kvótakerfi að íslenzkri fyrirmynd. Þó með þeim formerkjum eins og áður að stjórn sjávarútvegsmála verði í Brussel og ennfremur að heimilt verði að framselja kvóta á milli ríkja innan þess. Það er þó alls óljóst hvort þau áform nái fram að ganga.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.6.2011 kl. 14:09

7 identicon

Kanski málið fyrir hann hrafna flóka að ræða bara málið við hann mr. Rompuy.

Svíþjóð og Danmörk eru að vísu svo heppin að hafa sloppið við Evruna.  En af hverju átti annars Ísland að fara þarna inn?  Var það ekki Evran sem heillaði svona afskaplega? 

Kosturinn við þetta væri kanski að íslenskir kratar kæmust ekki upp með að eyða um efni fram í Evrulandinu... 

Fjárlögum stjórnað með harðri hendi frá Brussel.

Vitið þið það kratar?  Sænskir kratar eru í það mista ekki alveg sáttir við þá stöðu...

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 15:17

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ein volk, ein reich, ein furhrer!

Gott að fá þetta hreint út.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.6.2011 kl. 16:37

9 identicon

Ertu að tala um Davíð-isman Jón Steinar " mein Reich " und mein freund Herr Hannes Gobles

olafurjonsson (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 16:48

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Upptaka Evru er aðeins afsökun. Íslenskir stjórnmálamenn þora ekki að tækla verðtrygginguna og þora ekki að gera neitt raunhæft í tollamálum. Þeir vonast til þess að heigulshátt þeirra verði hægt að fela með Evruupptöku.

Nær væri að líta til Breta sem fyrirmyndar. Breskir eru vel sjóaðir í alþjóðamálum og láta ekki plata sig með gylliboðum. Sem ESB þjóð líðst þeim að halda sínum gamla gjaldmiðli og hafna Schengenaðild. Ekki má heldur gleyma "bresku leiðinni" varðandi félagsgjald þeirra til ESB.

En auðvitað er besta leiðin þó að sniðganga alveg þetta forréttindaapparat; ESB.

Kolbrún Hilmars, 18.6.2011 kl. 16:53

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Málflutningur eins og sá sem olafurjonsson viðhefur bendir til þess eins að hann sé rökþrota. Menn grípa venjulega ekki til svo ómálefnalegs málflutnings nema þeir hafi ekkert annað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.6.2011 kl. 17:31

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tilvonandi ESB-Evruland (heimsveldi ESB) er ekkert annað en mafíu-miðstýrð heimsálfa. Með hernaðar-vopnaframleiðslu og tilheyrandi hörmungum í framtíðinni.

Það er raunhæft og nauðsynlegt fyrir alla, að gera sér grein fyrir því, að sameining Evrópu-landa færir engum velferð, eins og núverandi stjórnvöld eru ítrekað að telja fólki trú um, í gegnum ESB-pólitíska áróðurs-fjölmiðla á Íslandi.

Hvað hafa íslensk núverandi ESB-stjórnvöld gert, til að hjálpa öllum þeim sem flúðu til Noregs til að lifa af? Og Noregur gat hjálpað vegna þess að landið er ekki í ESB-mafíuklúbbnum!

Fólk verður að gera sér grein fyrir að mannslíf verða aldrei metin til fjár, og margt fólk tekur sitt eigið líf, eða flytur frá landinu sínu, til að hafa lifibrauð og þak yfir fjölskylduna!

Það er gífurlegt álag og kostnaður fyrir fólk, að flýja frá sínu eigin landi, vegna vanrækslu stjórnvalda, að gera fólki kleyft að lifa af, í sínu eigin landi! Það er staðreynd, sem enginn getur véfengt! Ég veit hvað ég er að tala um í þessum málum!

Núverandi stjórnvöld horfa bara á hvernig staða ríkisins er, en ekki hvernig staða almennings er!!!

Þetta ESB-stríð á ekki að snúast um gjaldmiðil Íslands, heldur raunverulega og réttláta stjórnun á Íslandi! Og þannig stjórnun kemur ekki frá höfuðstöðvum ESB í Brussel, svo mikið er víst!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.6.2011 kl. 18:38

13 identicon

Jón Steinar! Ein Volk , ein Reich , ein Führer ! Betra að skrifa rétt=).

hrafnafloki (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 21:04

14 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hjörtur fyrirgefðu að ég stytti þarna mál mitt en ég tel að við séum betur komin innan ESB með evruna sem okkar gjaldmiðil heldur en að halda áfram með einokun þessa kvóta hyskis sem nú liggur á auðlindinni eins og eigin gulli.

Af hverju? Jú við fáum eitthvað í staðinn ef við skiptum á veiðirétti við ESB en með veðsetningar kvóta þar sem búið er að ganga þannig frá að allur arður næstu 30 ár fer í að boga afborganir á skuldum útgerðar fær þjóðin ekkert út á auðlindina.

Eins stöndum við jafnfætis kvótahyskinu sjálf og ofbeldi kvótmanna hættir þar sem mannréttindi eru virt í ESB. Þú veist náttúrulega ekkert um ofbeldið sem liggur á baki að hér hefur haldist kvótakerfi allan þennan tíma?

Hér sjá menn sem ganga með opin augun hvernig "sægreifar" nota stolið fé sem dregið hefur verið út úr bönkum til að kaupa upp fyrirtæki og eru þannig að hasla sér völl umfram aðra landsmenn með Matador peningum sem ekkert er á bak við. 

Já min skoðun er að ég vil frekar EVRULAND  en KVÓTALAND 

Ólafur Örn Jónsson, 18.6.2011 kl. 22:52

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Örn. Sérðu ekki hvernig er verið að fara með Evrulöndin? Vilt þú vera í sporum almennings í Grikklandi, Spáni og fleiri löndum sem eru svikin af ESB-klúbbnum um þessar mundir? Íslandi verður einungis stjórnað frá stjórnvöldum í landinu sjálfu! Ekki frá ESB. 

Við verðum öll að horfa á staðreyndir, en ekki hengja okkur á gamla haturs-áróðurs-rullu út í LÍÚ-Hafró-drauga. Málin eru of víðiern, og ekki svo einföld að við getum kennt einungis LÍÚ-Hafró um hvernig komið er fyrir okkur.

Við sleppum ekkert frá LÍÚ og ESB-Hafró þótt við förum í ESB-klíkuna, eins og svo margir halda.

Hafró og LÍÚ eru nefnilega miðstýrð frá ESB nú þegar.

Ef fólk veit það ekki, verður það að kynna sér þá staðreynd strax.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.6.2011 kl. 23:24

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afsakið, víðfern, átti þetta að vera í sjöttu línu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.6.2011 kl. 23:35

17 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Því miður Anna er Kvótapúkinn á Akureyri er enginn draugur. Hann er sprelli lifandi og er á fullu að berjast fyrir því að ná EIGNARHALDI Á KVÓTANUM í formi atvinnu réttar.

Hvaða aðferðum beitir hann Anna? Þetta er enginn venjulegur maður. Þetta er eitt versta illmenni sem okkar kynslóð hefur kynnst. Í yfir 20 ár er þessi maður búinn að liggja yfir öllu sem á sér stað í sjávarútvegi og ef eitthvað á sér stað einhver segir eitthvað eða gerir eitthvað sem gengur gegn hans áformum að sölsa undir LÍÚ klíkuna kvótann rífur hann upp símann eða smalar liði og fariða er á eftir manninum þar til hann er útskúfaður úr greininni eða gerður skaðlaus á einhvern hátt. 

Þetta skal ég aldrei líða Anna og segi því að ef svona hyski eigi að komast upp með ofbeldis verk sín þá er best að við göngum í ESB. Spánn og Portúgal eru ekkert verr settari en við. Veistu hvað við erum búnir að fá í hausinn af skuldum LÍÚ óvitandi. Af hverju erum við búin að missa veðin sem við áttum í húsum okkar Anna? Af því að í bönkunum voru útistandandi lán sem áttu að heita með veð í kvótanum. En bíddu kvóti er hvorki fasteign eða gull en bankar þurfa veð.

Nei annað hvort losnum við við kvótahyskið eða göngum í ESB og tökum upp evru það er það næsta se við komust aftur að Lýðræðinu annars er það farið. 

Ólafur Örn Jónsson, 18.6.2011 kl. 23:41

18 identicon

Á 17 júní var ég staddur á Austurvelli og hlustaði á ´´sjálfstæðishetjuna´´hina nýju,hana Jóhönnu Sigurðardóttir,hún sagði að nú væri engin ´´Trampe´´greifi sem væri fyrir ´´Íslenska Lýðveldinu´´svo fór hún ´´lofsamlegum´´ orðum um sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar fyrir þjóð sína,og var að reyna að samlíkja sér við Jón.......Já hún sagði margt landráðasölukonan hún Jóhanna.

Þarna hitti ég Þjóðverja er spurðu mig hvað gengi þarna á ,og létt var að útskýra það,og auðvitað sagði ég þeim að Forsætisráðherra vorrar þjóðar væri bara að er virðist vera með einn tilgang á stefnuskrá sinni,,það að troða þjóð sinni inní Hryðjuverkabandalagið Evrópusambandið.   Þarna spunnust upp miklar umræður við þessi orð mín, Þjóðverjarnir sögðu mér það að það væru að rísa upp hreyfingar fólks um allt Þýskaland ,gagnvart ESB almenningur væri orðin uppgefin á því að þurfa að halda spilltum þjóðum uppi,og nefndu þaug vandræðaríkið Grikkland þar fremst af mörgum öðrum þjóðum sem þaug nefndu.  Og hugsaðu þér sögðu þjóðverjarnir að Tyrkland er sífellt að hamra á dyrnar með innkomu. Þarna var farið að sjóða á Þjóðverjunum,og sögðu þeir mér að við skyldum varast það að fara inní þetta ægivald sem ESB er.  Þið verðið étin af Hákörlum bættu þeir við,og þið ráðið engu um ykkar auðlindir vittu til sögðu þeir.  Þið eruð örríki og eruð algerlega varnarlaus gagnvart spilltum embættismannaklíkum í Evrópusambandinu,bættu Þjóðverjarnir enn við.   Það hlýtur eitthvað mikið að hafa verið lofað þessum flokki Forsætisráðherra ykkar,fyrst hann sækist svona stýft eftir að komast inní þetta ESB veldi,og það kæmi ekki á óvart þá seinna meir að Evrópusambandið reki þennan flokk Forsætisráðherra ykkar,það þekkist um Evrópu,og oftast þá í földum styrkjum.   Og eruð þið ekki að fá ógrynni af styrkjum frá ESB (spurðu Þjóðverjarnir,) þannig haga þeir sér allavega,og byrja á því að múta og kaupa ýmsa embættismenn,svo kemur heilaþvottur á ykkur í tímaritum , blöðum,og sjónvarpi,um lofgjörðabull og heilagleika Evrópusambandsins. Þið Íslendingar stóðu fast á ykkar gagnvart Icesave og gerið það líka gagnvart þessu svikabandalagi sem ESB er.  Þetta ESB er lítið fyrir almenning, auðvaldið ræður þar öllum ríkjum,þið bara megið ekki láta það gerast,að láta Bissnishákarla ESB gleypa ykkur.  Við Þjóðverjar ræðum mikið um það hve skattar hafa hækkað mikið og hvert skattpeningar okkar fara,ekki fara þeir nema í litlu magni til okkar eigin þjóðar.

Þetta er bara brot af samtali mínu við þessi tvennu hjón frá Þýskalandi sem ég spjallaði við þarna á Austurvelli 17,júní

Mér er spurn, er Jóhanna Sigurðardóttir núna  Trampe Greifynja.?

Númi (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 02:40

19 Smámynd: Snorri Hansson

Ólafur Örn Þú þarft að hitta sála. Haturs raus um“ Akureyrar Púkann“ er fyrir neðan allar hellur og þér til minnkunar. Að skrifa breyttan kvóta eða aðild að ESB?? Pantaðu tíma strax á þriðjudag.

Snorri Hansson, 19.6.2011 kl. 02:45

20 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Númi við ráðum engu um auðlindina. Það er búið að einangra hana frá okkur. Skuldsetningin er slík að ekkert er eftir fyrir þjóðina.Meira segja handfæraveiðar sem voru frjálsar voru hnýttar inní þetta kerfi og þar með búið að brjóta grundvallar mannréttindi og rétt hvers Íslendins til að bjarga sér á sjó. 

Jú stöndum að að taka upp fiskveiðikerfi sem gerir öllum jafn hátt undir höfði og hámarkar afraksturinn af auðlindinni og ég er hjartanlega sammála ykkur ekkert erindi inn í ESB. 

Það gengur glæpamaður laus Snorri. Hann telur sig og sín markmið æðri en þjóðarinnar. Hann fer á eftir "óvinum" sínum án þess að þeir viti hvaðan á þá stendur veðrið. Vegur úr launsátri. Er það ekki drengileg framkoma eins ríkasta manns landsins?

Þú ættir ekki að tala um hluti sem þú veist ekkert um Snorri. Ég er hvorki fyrsti né síðasti  maður sem leyfir sér að bera hag þjóðarinnar fyrir bjósti af ástríðu. Ég hef þurft að líða fyrir að tala fyrir réttlæti og gegn óréttlæti en ég geri það fyrir framan alþjóð ekki skríðandi eins og rotta milli veggja.

Þú hefur rétt á þinum skoðunum "hvaða skoðunum"? Og ég á mínum og þær eru kristall tærar. 

Ólafur Örn Jónsson, 19.6.2011 kl. 09:53

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur. Það er hægt að standa saman, og breyta þessu kvótarugli hér heima, betur en frá ESB.

Ég er ekki að verja kvótakerfið óbreytt, síður en svo, heldur að benda á að við höfum meiri möguleika á að breyta þessu hér heima.

Það er sem betur fer að verða breyting að umræðuvenjum á Íslandi. Fólk er að byrja að læra að rökræða um staðreyndir, og með rökræðum og samstöðu er hægt að ræða sig fram til alvöru lausna af réttlæti.

Það sem þarf að gera fyrst af öllu, er að skrifta um menn í brúnni á Hafró. Vandinn er nefnilega heimatilbúinn. Það á að ráða Jón Kristjánsson fiskifræðing til að stjórna fiskveiðunum á Íslandi. Hann bjargaði Færeyingum, þegar hann breytti fiskveiði-stjórnunarkerfinu þar. Bendi á YouTube: Svindlið í kvótakerfinu í Kompás. 

Ef við förum í ESB getum við engu breytt, því þá eru yfirráðin endanlega komin til Brussel. Þar er svo miklu öflugri spillingarhít en við gerum okkur grein fyrir, og upplýsingar um það eru að sjálfsögðu ekki á heilsíðu-auglýsingum dagblaðanna. Sú spillingarhít mun ryksuga til sín allan hagnað af sjáfarauðlindinni, meir en áður. Það verður ekkert gefið eftir þar. Það er engin miskunn í æðstu stöðum í Brussel, þótt lægra sett fólk vilji sanngjarnari stjórnun. Völdin liggja á mörgum stigum þar eins og hér.

Það væri nær að styrkja illa staddar ESB-þjóðir með arðinum af auknum fisveiðum beint, heldur en að láta arðinn fara í gegnum Brussel-klíku-klúbbinn. Það er dýr og spilltur milliliður, sem er til bölvunar fyrir allan almenning innan ESB.

Ástæðan fyrir að atvinnuleysið er minnst í Noregi, af nágrannalöndunum, er meðal annars vegna þess að Noregur stendur fyrir utan þetta dýra ESB-spillingar-batterí, og þeir rökræða og stjórna sínu landi sjálfir.

Sameinuð getum við breytt þessu kerfi til batnaðar hér heima, með að rökræða málin og breyta því til batnaðar sem þarf að breyta. ESB-batteríið mun ekki breyta neinu til batnaðar á Íslandi, heldur hirða enn meira af þjóðararðinum, en áður.

Gjaldmiðillinn er ekki aðal-ástæðan fyrir vandanum hér, heldur stjórnunin á honum. Það eru aðrir og meir traustvekjandi möguleikar til að breyta gjaldmiðlinum, en að taka upp Evru. Af hverju er ekki meiri umræða um Kanada-dollar. Viðskipti við Kanada munu aukast í framtíðinni, vegna þess hve margt löndin eiga sameiginlegt. Það eru meiri möguleikar á stöðugleika úr þeirri áttinni en frá spilltu ESB-veldinu.

Við munum þurfa að stjórna fjármálum hér af einhverju viti og ábyrgð, þótt við förum í ESB og tökum upp Evru, eða tökum upp Kanadadollar. Ég hef ekki enn heyrt rök fyrir að það muni breytast við inngöngu í ESB? Enda á hver þjóð að taka ábyrgð á sínum fjármálum. Það er eðlilegast.

Og eins og ástandið er í ESB núna, er ESB-aðild og Evran ekki að bjarga neinu? Hvers vegna er almenningi ekki borgið á Spáni, Grikklandi og víðar, þar sem þau lönd eru með Evru og eru í ESB? Eða er það ekki rétt hjá mér?

Ég þarf að heyra haldbær og rétt rök, til að skilja hvað er svo gott við Evru og ESB-aðild Íslands, og það væri óréttlátt að segja að það sé til of mikils ætlast.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.6.2011 kl. 11:33

22 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Anna ég veit að það er hægt að breyta þessu hér ef.....

Því miður eru öflin bakvið þessa hagsmunagæslu búin að koma sér það vel fyrir að eins og sést á því sem er að ske núna það er maður í rikisstjóninni gagn gert búinn að vinna gegn því  sjávarútvegs-frumvarpi sem átti að reyna að koma í gegn um þingið. 

Spillingin hér er orðin svo rótgróin að það jaðrar við að Lýðræðið sé í hættu. Ef kvótkerfið verður ekki afnumið Anna er Lýðræðið hrunið á Íslandi. Meirihluti þjóðarinnar er búinn að lýsa andstöðu sinni við þetta kerfi í 27 ár!!!

Ég hef engan áhuga á ESB en kannski höfum við ekki val ef við viljum verja Lýðræðið? Það er verið að eyðileggja stjórnkerfið. Það er alveg sama hvað mönnum finnst um rikisstjórnina hún situr í umboði fólksins. Hún er lýðræðislega kosin og hefur meirihluta á þinginu. Hvernig dirfast útgerðamenn að ganga í berhögg við ríkisstjórnina og hóta núna að fella samingana. Þetta hefur aldrei átt sér stað í landinu og væri ekki liðið í neinu vestrænu ríki. 

Ef þú ert hlynnt Verðbótum á lánin Anna þá erum við gjörsamlega ósammála. Engin þjóð í heiminum hefur verið arðrænd jafn rækilega og Íslendingar með þessu verðbóta kjaftæði. Ef til er eitthvað sem kalla má þjófnað um hábjartan dag þá er það verðbæturnar á Íslandi. 

Ólafur Örn Jónsson, 19.6.2011 kl. 22:51

23 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ólafur Örn, þú virðist til að mynda ekki hafa kynnt þér hvað innganga í Evrópusambandið þýddi í raun fyrir meðal annars íslenzkt lýðræði. Það heyrði einfaldlega sögunni til sem slíkt. Yrði hreinlega tekið úr sambandi.

Þá hefur þú til að mynda greinilega ekki kynnt þér þá gríðarlegu spillingu sem þrífst í stjórnkerfi sambandsins sem býr við svo gott sem ekkert lýðræðislegt aðhald. Spilling hér er lítil í samanburðinum leyfi ég mér að fullyrða.

Ef þú vilt breyta einhverju af því til betri vegar sem þú nefnir væri innganga í Evrópusambandið stórt skerf í kolranga átt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.6.2011 kl. 00:07

24 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Jú Hjörtur ég hef kynnt mér þetta allt og myndað mér skoðun á því en ég hef einnig fylgst með hvernig nokkrir einstaklingar haldnir valdafíkn hafa grafið sig inní íslenskt samfélag og ætla hér öllu að ráða. Af persónulegri reynslu veit ég hvaða aðferðum þeir beita, hvers þeir eru megnugir og hverslag þjóðfélag við stefnum í ef þeir verða ekki stoppaðir. (sjá aðfarir SA).

Ef þú Hjörtur hefur kynnst þjóðfélögum í S-Ameríku eins og Chile og Peru þá veist þú hvernig þjóðfélag verður hér eftir 20 til 30 ár ef fram heldur sem horfir. Auðmanna klíka mun ráða hér öllu og upp verða tekin skólagjöld svo ekki verður um langskóla nemendur að ræða nema sem eru í velþóknun þessara afla.  "Efri miðstéttin"! mun búa bak við 3 metra háa steinveggi með spjótum og glerkurli ofaná og eiga glæsihallir sínar í stórborgum heimsins. 

Ég vill ekki sjá að ganga í ESB en ef ekki verður skorið undan Kvótapúkanum sé ég ekki annars úrkosta fyrir íslenskt samfélag en að fara inní bandalagið til að verja hér mannréttindi og mannvirðingu. 

Og ef þarf að gelda köttinn þá spyrðu ekki köttinn. 

Ólafur Örn Jónsson, 20.6.2011 kl. 05:52

25 identicon

Ólafur, ég held að það sé rétt að þú þurfir að leita þér aðstoðar. Þú virðist uppfullur af ranghugmyndum um nokkuð margt.

Björn (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 08:10

26 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sæll Björn / ég sé um mig og þú um þig.

Varðandi hvað hef ég ranghugmyndir? 

Varðandi Kvótapúkan og ofbeldi hans - hann hringdi í mig persónulega og sagði mér hvernig hann væri búinn að fara á eftir mér. Hvort ég ætlaði aldrei að læra? Það var Davíð sem pantaði gerninginn út af grein sem ég sendi inn. 

Varðandi LÍÚ - SA. Last þú ekki blöðin og sást hvernig réttkjörin ríkisstjórn var beitt þvingunum? 

Varðandi óréttlæti í kvótakerfinu? 70% landsmanna fyljga mér í þvi. Gott fyrir sálfræðinga og dóp sala allir á RÍTALÍN MEÐ MÉR

Aðeins tvenn fær menn til að tala með kvótakerfinu HEIMSKA OG GRÆÐGI þetta er marg sannað mál siðan 1995 er ég setti þessa kenningu fram. Góð vísa aldrei of oft kveðin. Ég var eryndar settur á "dauðalista Kvótapúkan" so what?

 Vinsamlega áður en ég eyði peningum í sálfræðing og rítalín hvaða ranghugmynd er ég með???

Ég bið Pál velvirðingar á þessum leikaraskap á hans vakt en ...

Ólafur Örn Jónsson, 20.6.2011 kl. 09:37

27 identicon

Ég sé það núna Ólafur minn að við erum bara öll jafn klikkuð. Afsakaðu að ég hafi dregið þig sérstaklega út úr hópnum

Björn (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 19:09

28 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka ykkur fyrir málefnalega umræður Snorri og  Björn ég sé að þið hafið mjög skýrar og jákvæðar skoðanir.

Kannski best að lesa Jón Kristjánsson í mogganum í dag. Þar kemur í ljós að sennilega er þessi kvótavitleysa búinn að kosta þetta þjóðfélag hundruðir milljarða.

Ættli við tökum ekki bara upp SÓKNARMARK og stöndum utan við ESB

Ólafur Örn Jónsson, 20.6.2011 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband