Félagslegt kapítal

Sölubásar íþróttafélaga og annarra samtaka voru færri þetta árið í miðbæ Reykjavíkur en mörg undanfarin ár. Tekjuöflunin  skilar krónum til félagsstarfs og er borin uppi af sjálfboðavinnu. Félagslegt kapítal af þessum toga hefur löngum einkennt íslenskt samfélag.

Ef færri sölubásar á 17. júní er merki um hnignun félagslegs kapítals er ástæða til að staldra við og spyrja um ástæður.

Tilgáta: ráðleysi og deyfð sem einkennir opinbera umræðu er letjandi fyrir sjálfboðastarf. Kraftur kemur með bjartsýni en eymdarástandið á landsstjórninni smitar frá sér volæði og sinnuleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þessi sjálfboðavinna búinn að vera á niðurleið í mörg ár, verður bara erfiðara. Í dag er þetta víða mjög erfitt go víða þarf að vera einhver umbun/borgun fyrir vinnuna. Ekki bara nóg að vita að peningarnir renni í sjóði viðkomandi félags. Ef að þú ert þessum hnútum kunnugur þá muntu sjá að þetta er að miklu leyti til sama fólkið sem keyrir þetta áfram ár eftir ár, og þegar þeir aðilar koma að næstu skipti stöð er oft enginn til að taka við keflinu og fólkið getur þurft að halda áfram að næstu skiptistöð þar á eftir. Þetta var orðið svona í kringum árið 2000 og hefur lítt skánað skilst mér á þeim er að þessu koma þannig að ekki þýðir að kenna landsstjórninni um. F'olk hefur miku meira fyrir stafni þessi síðustu ár og er mjög upptekið af sjálfum sér. Volæðið birtist svo í pistlum eins og þínum þar sem bent er á hina og þessa jafnvel án þess að kynna sér málið. Nenni ekki að fara að telja upp hérna fult af dæmum en veit um nokkur verkefni sem nú er smalað í að vinna sem ekki þurfti fyrir 10-12 árum að hafa miklar áhyggjur af því að manna.

Gísli Foster Hjartarson, 18.6.2011 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband