Tilboð ESB sem Ísland getur ekki hafnað

Á bloggi Heimssýnar segir frá baktjaldamakki utanríkisráðherra og aðalsamningamanns Íslands í viðræðum við Evrópusambandið. Þeir Össur og Stefán Haukur funda reglulega með áhrifamönnum í Evrópusambandinu um þau ,,meginatriði sem standa munu upp úr í samningaviðræðunum og þau efnislegu rök sem Ísland byggir á," segir á bls. 17 í skýrslu utanríkisráðherra.

Ekki er tilgreint hver þessi meginatriði eru. Í opnu og gagnsæju ferli ætti ekki að vera fundir þar sem ,,meginatriði" eru rædd fyrir luktum dyrum.

Baktjaldamakkið er aðeins hægt að skýra á einn veg. Össur og Stefán Haukur útskýra fyrir áhrifamönnum í Evrópusambandinu hvernig tilboð þarf að gera Íslendingum til að möguleiki sé á að þjóðin samþykki inngöngu.

Samfylkingin er löngu búin að gefast upp á umræðu um hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu. Stórkarlalegar yfirlýsingar ráðamanna flokksins um að aðild sé töfralausn á efnahagslegum óstöðugleika grófu undan trúverðuleika aðildarsinna.

Össur og félagar meta það svo að Íslendinga þarf að kaupa inn í Evrópusambandið. Tilboðið sem þeir ætla að fá frá Evrópusambandinu verður undir formerkjunum ,,allt fyrir ekkert."

Sorglegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það undarlega er að yfirskriftin er "deila með ESB þjóðum á siðaðan hátt"? Athuga hvað er í pokanum? Ná góðum samningum? Semsagt allt fyrir ekkert á siðblindan hátt!

 Ég skammast mín fyrir þá stjórnmálamenn, sem ætla að láta aðildargjald bláfátækra þjóða í ESB borga fyrir bruðl stjórnmála/embættismanna-bankaræningja-mafíuna á Íslandi!

 Ruglið og tvískinnungurinn hjá ESB-sinnum er ábyrgðarlaust, innistæðulaust og ekki síst siðblint/siðlaust.

Í dag er 17 maí, þjóðhátíðardagur Noregs. Hvað myndi gerast í Noregi ef ríkisstjórnin þar byði almenningi upp á byrjun á viðræðum við að framselja landið á 17 maí? Það yrði í það minnsta allt vitlaust og engan skyldi undra!

 Ekki nokkur þjóð í "þróuðu" ríki myndi láta bjóða sér slíkt yfirgengilegt bull, eins og Íslenska þjóðin lætur ESB-ofurselda og veruleikafirrta ESB-stjórnmála og embættismenn bjóða sér!

 Þannig er sannleikurinn!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.5.2011 kl. 08:51

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Ekkert fyrir allt" átti þetta líklega að vera.  Það meikar allavega meiri sens.

Ég vil að þing og þjóð fái að vita hvað þessir gaurar eru að víla og díla í Brussel á sínu einkatrippi. Átti þetta ekki all að vera uppi á svo gagnsæum borðum?  Hvernig er með stjórnarandstöðuna? Er hún flutt til norgegs líka eins og stor hluti fagmanna?  Af hverju eru þeir ekki að heimta þessar upplýsingar? Eru þetta algerir andskotans aumingjar, eða er þeim alveg sama? Hvar er Sigmundur? Hvar er Bjarni? Þarf að fara að setja trýni á þeim á mjólkurfernur og auglýsa eftir þeim?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2011 kl. 09:21

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það var þetta sem ég sagði í byrjun en við munum stjórna hvað ESB verður að gera til að við getum verið ginntir inn í ESB. Það er grátlegt að þessi athöfn flokkist ekki undir Landráð.

Valdimar Samúelsson, 17.5.2011 kl. 12:12

4 Smámynd: Elle_

Hvað mun EU-trúflokkur Jóhönnu og Össurar komast lengi upp með blekkingarnar um að bara sé verið að gá hvað er í e-m poka?  Þau eru búin að vera of lengi á fullri ferð í ofureyðslu við að rústa öllum embættum og stofnunum landsins fyrir einn trúarflokk.  

Elle_, 17.5.2011 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband