Össur: séríslensk leið inn í ESB

Evrópusambandið býður upp á eina leið umsóknarríkja inn í sambandið, accession, eða aðlögun. Í aðlögun felst að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins samhliða aðildarviðræðum. Samkvæmt útgáfu Evrópusambandsins er um að ræða um 90 þúsund blaðsíður af lögum og reglum sem ætlast er til að umsóknarríki innleiði í sín lög.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé til önnur leið inn í Evrópusambandið, séríslensk leið. Í nýrri skýrslu utanríkisráðherra til alþingis er þessi kostulega málsgrein bls. 16

Fastar reglur gilda um það ferli sem snýr að umsóknum ríkja um aðild að ESB, bæði í umsóknarríkjunum sjálfum og innan ESB og aðildarríkja þess. Hér á landi hefur verið farið eftir því skipulagi sem utanríkismálanefnd mælti með.

Í málsgreininni er sagt með loðnu orðalagi að þótt Evrópusambandið sé með ,,fastar reglur" fyrir umsóknarríki þá hafi Ísland búið til aðrar reglur til að samfylkingarhluti ríkisvaldsins geti haldið umsókninni til streitu.

Össur vill að alþingi og þjóðin trúi því að Ísland setji Evrópusambandinu reglur um hvernig umsóknarferli inn í sambandið skuli háttað. Ætli Össur trúi skáldskapnum sjálfur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2011 kl. 11:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo kalla þeir þetta laumuspil trúnað!  Trúnað milli hverra Össurar og ESB? Akta þessir piltar einir í eigin umboði? Hvers vegna komast þeir upp með þetta leynimakk?

Ég auglýsi enn og aftur eftir stjórnarandstöðunni. Ef hún fer ekki að gefa sig fram og gera eitthvað, þá hringi ég í 112.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2011 kl. 11:40

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Afhverju halda menn að þessu kvótafrumvarpi hafi verið skellt á borðið núna. Allur þessi ferill er planaður. Stjórnlaga frumvarpið, kvótamálið sem sprengjuárás á þjóð og alþingi. Við verðum að stoppa þetta mál og það núna á stundunni.

Valdimar Samúelsson, 17.5.2011 kl. 12:08

4 identicon

Jón Steinar, árið 2001 var hringt 911 í bandaríkjunum ... hjálpin lenti í afghanistan, og þeir eru ennþá þar í hjálparstörfum.

Í guðana bænum, ekki hringja í 112 ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 13:25

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þarf bara að taka Össur blessaðan úr ráðherra-áhrifa-sambandi, þegar kemur að hans blindu trú á, að ESB-AGS-nornin í sælgætis-blekkingar-húsinu sé góð kona með sælgæti í poka ESB, til banka-svikinna og fátækra þjóða Evrópu!

 Hans og Gréta voru ekki ævintýra-persónur heldur staðreyndar-saga gamalla og nýrra sanninda um hvernig svik og prettir heimsins virka!

 Almættið trúflokka-ó-háða hjálpi okkur öllum að skilja þá staðreynd mála!

Þegar mannskepnan er ekki þess megnug að stjórna á réttlátan hátt, þá þurfum við að grípa til alheims góðu ofurafla-hjálparinnar óháðu, og ó-trúarflokka-tengdu!

Þannig er raunverulega lífið og raunverulega orkan notuð á réttlátan hátt fyrir allar þjóðir, en ekki bara suma trúgjarna og blekkta ráðherra, og græðgis/siðblinds/fórnarlamba í fremstu víglínu græðgis-hernaðar heimsins.

Þetta var kannski of háfleygt hjá mér, en samt satt! Sumt er ekki einungis í mannlegu valdi. En háskóla-"guðirnir" pólitískt mútuðu, eru alltaf tilbúnir að leggja okkur orð í munn, og "rétt"-trúnaðar-sannleiks-pistla til, svo "réttlætið" nái fram að ganga fyrir alla jafnt?

 Amen að eilífu yfir þeim pólitískt blekktu, segi ég nú bara við þeirri pólitísku svika-trú heimsmafíunnar ósnertanlegu, sem rænir almenning raunverulegri trú á sjálfa sig! Og reynir að kenna fólki að trúa á AGS og ESB "svika-guðina"?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2011 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband