Kristnitakan og Evrópusambandið

Árið þúsund tóku Íslendingar kristni og beygðu sig fyrir heimsveldi þess tíma, kaþólsku kirkjunni. Kristnitakan var pólitísk ákvörðun en ekki trúarleg. Tvær meginástæður stóðu til þess að Íslendingar játuðust nýrri trú. Í fyrsta lagi var hér kominn flokkur manna sem játaði kristni. Í öðru lagi var kristni orðin ríkistrú í Noregi og konungsvaldið þar kappsamt um að norrænar byggðir í vestri tækju sama sið.

Pólitíska málamiðlunin sem var gerð árið 1000, sumir segja 999, fólst í því að kristni skyldi lögtekin en heiðni leyfð í laumi og var það málamiðlun gagnvart þeim sem tóku trú alvarlega. Nýr siður var lengi að festa rætur, tíund ekki lögtekin fyrr en um 1100. Heiðnu goðarnir íslenskuðu kaþólskuna með því að gerast kirkjuhöfðingjar.

Staða Íslands andspænis Evrópusambandinu er að breyttu breytanda spurning hvort Íslendingar vilji taka nýja trú. Evrópusambandið er reist á þeirri sannfæringu að þjóðríki fái ekki þrifist í álfunni nema þau séu í samrunaferli og afsali sér fullveldi og forræði eigin mála.

Aðildarsinnar láta einatt eins og Evrópusambandið sé forskrift að alþjóðlegri þróun. Svo er ekki enda sjást þess ekki merki í öðrum heimsálfum að ríki búi sér samband áþekkt ESB. 

Evrópusambandið verður til fyrir sérstakt vandræðaástand í Evrópu sem skapast þegar Þýskaland verður til sem þjóðríki 1871. Þýskaland var búið til úr stríði við Frakka árið áður og hefur ekki verið til friðs síðan, samanber fyrri og seinni heimsstyrjöld.

Evrópusambandið verður til í skjóli Bandaríkjanna sem sátu Vestur-Evrópu framan af kalda stríðinu. Samþætting vesturhluta álfunnar var orðin nógu fjölþætt til að taka inn Austur-Evrópu þegar kalda stríðinu lauk með falli Berlínarmúrsins. Í austri er þó enn spurningum ósvarað, hvort Rússland og nágrannar þeirra Úkraína og Hvíta-Rússland, sem dæmi, verði hluti af Evrópusambandinu.

Endastöð Evrópusambandsins er ókunn. Eimreiðin sem knýr samrunann höktir og skröltir vegna gjaldþrota jaðarríkja er standa ekki undir tapaðri samkeppni vegna sameiginlegs gjaldmiðils sem stýrt í samræmi við þarfir stærsta iðnríkisins í sambandinu, Þýskalands. 

Kaþólska kirkjan átti eftir 500 ára glæsta sögu þegar Íslendingar ákváðu að ganga til liðs við hana. Ekki fyrr en með siðbyltingunni á 16. öld var yfirtaki rómversku kirkjunnar hnekkt á pólitísku og andlegu lífi á meginlandinu. (Og auðvitað átti þýskur vandræðagemsi, Marteinn Lúther, hlut að máli).

Þjóðveldið stóðst atlögu norskra konunga í þúsaldarfjórðung eftir kristnitökuna. Ísland varð síðasta landið byggt norrænum mönnum í vestri til að falla undir Noregskonung, Færeyjar og Grænland urðu fyrr skattlönd konungsvaldsins. Málafylgja kaþólsku kirkjunnar skipti sköpum að brjóta Ísland undir konungsvald. Fyrst hirti kirkjan jarðir höfðingjanna og í framhaldi voru skipaðir útlendir biskupar til að stýra málum þannig að höfðingjarnir skyldu lúta konungi.

Óeining íslensku höfðingjanna á Sturlungaöld ásamt sterku konungsríki í Noregi og atfylgi kaþólsku kirkjunnar leiddi Ísland í faðm Hákonar Hákonarson um miðja 13. öld.

Ísland var hjálenda erlends konungsvalds í rúm 650 ár. Eins og títt er með hjálendur varð Ísland eftirbátur nágrannaríkja í menntun og atvinnuháttum. Heimastjórnin í byrjun 20. aldar gjörbreytti aðstæðum til að skapa hér velmegun. Í fyrri og seinni heimsstyrjöld nýttu Íslendingar tækifærið að losna endalega við hlekki Gamla sáttmála sem höfðingjarnir sóru  Hákoni Hákonarsyni forðum.

Trúin á Evrópusambandið hefur ekki fest rætur á Íslandi. Einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, flaggaði Evrópusambandsaðild í aðdraganda kosninganna 2003 og 2007 aðeins til að fella merkið í kosningabaráttunni. Samfylkingin sat í hrunstjórninni sem sagði af sér 2009. Á meðan þjóðin var í taugaáfalli bauð Samfylkingin enn á ný Evrópusambandsaðild sem lausn allra mála.

Samfylkingin fékk 29 prósent atkvæðanna í kosningunum 2009 sem þýðir að innan við þriðjungur kosningabærra manna telur Evrópusambandsaðild hagfellda Íslandi.

Evrópusambandið er ekki sannfærandi bandalag fyrir Ísland. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Frásagnir af því hvernig kristnitaka kom til á íslandi er alveg eins seinni tíma tilbúningur.  Og margt sem bendir til að frasögnin sé trúarleg dæmisaga eða undir sterkum trúartáknlegum áhrifum.

Margt bendir til að miklu meira hafi verið um kristið fólk á ísl.  á þessum tíma en Ari og fl. vilja meina og mun fyrr

Auk þess var um 1000 ekkert kaþólsk kirkja þannig séð eða kristni.  Var bara ein kristni.  Alveg eins hægt að segja að ísland hafi gerst aðili að réttrúnaðarkirkjunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2011 kl. 11:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábær úttekt Palli og greinilegt að þarna lítum við eins á málin.

Talandi um trúarbrögð, þá birtist hér fyrir ofan eitt dæmið um trúarofstækismann ESB kirkjunnar.  Afdalamaðurinn Ómar Bjarki sem býr á útnesjum ausur með Seyðisfirði að mig minnir í kringumstæðum sem minna á Gísla á Uppsölum, nema hvað hann er með nettengingu, öllum til leiðinda og bölvunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2011 kl. 13:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Eins og títt er um hjálendur varð Ísland eftirbátur nágrannaríkja í menntun og atvinnuháttum.      Fengum við þessi undirlægju gen í arf,eða hvað? Líklega einhverjir,en rekum slyðruorðið af okkur.

Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2011 kl. 14:28

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er æfaforn söguskýring sem ekki ein einast fræðimaður tekur alvarlega í dag og er aðallega notað til hlægja að og til brúkunnar í önnur gamanmál.

Reyndar var þessari vitleysu troðið inní haus ísl. áratugum saan með skelfilegum afleiðingum og allt of mikið eimir enn af.

Kristnitakan var auðvitað mikið framfaraskref.  þá lærðu ísl. td. að lesa og skrifa.  Enn meira framfaraskref varð við formleg tengsl við Noregskóng og hófst þá mikið blómaskeið bæði efnahags og menningarlega.

þetta er allt vitað og alþekkt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2011 kl. 14:53

5 identicon

Þú ert alrangt í þessu vinur, Evrópubandalagið hefur ekkert að gera með kristnitöku og þetta er ekkert trúar atriði.

Þetta er aftur á móti nauð áþekkt sturlungaöld,, þar sem Íslendingar gáfu upp sjálfstæði sitt, fyrir öryggi Noregskonungs.  Og, fengu hvorugt, frelsi né öryggi.

Síðan, geta menn í raun ekki túlkað þetta beinlínis heldur.  Málið er miklu flóknara en svo, en menn verða að gera sér grein fyrir hverju þeir eru að hafna, af hverju og fyrir hvað.  Og að halda að þetta sé eitthvað skylt trúar málum, er bara endaleysa.

Hér er um að ræða tvö ólik heimsviðhorf, bandaríkin annars vegar og Evrópu hinsvegar.  Það að maður segi Nei, er ekki endilega Nei.  Né, að maður segi Já, endilega Já ... það er enginn einföld ákvörðun, né einföld skýring á þessu.  Menn verða að kynna sér, hvað sé í húfi, og reyna að sjá hverjir séu hvað ... en það er enginn trygging fyrir því, að það sem valið verður ... sé rétt val.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 17:20

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarne er náttúrlega snillingur, ef menn sjá það ekki strax.

Raunar enn meiri snillingur en Ómar og þá er nú mikið sagt.

Phew! Manni sundlar hreinlega.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2011 kl. 18:09

7 Smámynd: Tryggvi Thayer

"Svo er ekki enda sjást þess ekki merki í öðrum heimsálfum að ríki búi sér samband áþekkt ESB."

Union of South American Nations
Asian Monetary Unit (eftir fyrirmynd evrópska ECU)
ASEAN (sérstaklega eftir samþykkt nýja ASEAN sáttmálans 2007)
African Union

Þetta eru öll ríkjasambönd sem byggja á fyrirmynd ESB.

Tryggvi Thayer, 8.5.2011 kl. 19:54

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Úff...enn hefur Jón Frímann látið sér vaxa nýjan haus...

Nú vantar hann bara sjálfan og þá eru allir MBL-ESB Múllarnir mættir.

Snilld!

Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2011 kl. 20:19

9 identicon

Hér er slík snilld á ferð að maður fær ofbirtu í augun.

Já er nei og nei er já og Íslndingar gengu í réttrúnaðarkirkjuna um 1000 og lærðu að lesa og skrifa á blómaskeiði konungssambands við Noreg.

ESB átrúnaður er greinilega svolítið ruglandi.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 22:50

10 Smámynd: Tryggvi Thayer

Alltaf jafn gagnlegt að fá innlegg Jóns Steinars. Hann er búinn að skrifa þrjár athugasemdir hér og enn ekki búinn að segja neitt.

Tryggvi Thayer, 8.5.2011 kl. 23:08

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Steinar, Ég hreinlega veit ekki hvort að þú eða Páll Vilhjálmsson eru heimskari. Ég er farinn að hallast að þeirri kenningu að þið séuð báðir jafn vitlausir. Það sést langar leiðir á skrifum ykkar. Þó hefur Páll Vilhjálmsson það fram yfir þig að hann er öfgafyllri og dýrkar Davíð Oddsson meira en þú.

Enda er Páll Vilhjálmsson sú týpa manna sem getur aldrei ákveðið neitt sjálfur. Þarf alltaf að láta skipta sér fyrir. Í tilfelli Páls þá er það Davíð sem gefur honum skipanir og hann fylgir þeim eins og þægra þræla er háttur og siður.

Þú ert bara heimskur og vitlaus. Það verður engin breyting á því hjá þér uppúr þessu. Enda er erfitt að kenna gömlum vitleysingum eitthvað nýtt. Sérstaklega þegar það er markmið hjá þeim að læra ekki neitt og helst bara að auka fáfræðina eftir því sem tíminn líður.

 Allir sem þekka lágmark í sögu ESB vita úr hvaða grunni það er sprottið. Sá grunnur hefur ekkert með kristnitökuna árið 1000 að gera (áætlaða, þetta eru bara sögusagnir seinni tíma íslendinga).

Íslendingar eru núna búnir að vera fyrir utan síðan það var stofnað (og forverum þess). Mér sýnist reynsla íslendinga af því að standa fyrir utan ESB vera einhvernvegin svona.

Gjaldeyrisfellingar, kreppa, verðbólga, 10 ára hagsæld, gjaldeyrisfellingar, kreppa, síðan er hægt að endurtaka þetta eftir þörfum.

Það er alveg ljóst að andstæðingar ESB á Íslandi hafa ekkert að færa íslensku þjóðinni og í reynd hafa aldrei haft neitt fram að færa.

Hinsvegar eru eitt alveg dagljóst og það er að andstæðingar ESB á Íslandi er fyrst og fremst fólk sem er hrætt við heiminn í kringum Ísland. Ég er einnig ekki frá því að þetta fólk sé örlitlir fasistar undirniðri, með svona smá útlendingahatri ofan í blönduna.

Jón Frímann Jónsson, 8.5.2011 kl. 23:12

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jæja gott fólk! Ég er sann-ókristin en samt sann-trúuð, og það hefur svo sannarlega ekkert með ESB-blekkingar-leikaraskap að gera! Getur einhver ykkar skilið hvað það þýðir að vera trúaður án þess að aðhyllast trúarbrögð? Gaman að fá álit ykkar á því, svona pólitískt hlutlaust?

 Bara svona smápróf, fyrst hér á að þvæla trú inn í þessi ESB-mál, sem mér finnst fáránlegt og misviturt, eins og trúarbrögð heimsins almennt eru.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2011 kl. 23:59

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Speaking of the devil...

Hvernig hefurðu það þarna á sósíalnum í EU Jón Frímann? Ég frétti að það væri bara skítt.  

Annar varðandi greinina Palli, þá er vert að minnast á að  Charles DeGaulle, Robert Schumann, Alcide DeGasperi og Konrad Adenauer voru allir stækir Kaþólikkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 03:41

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er hægt að ná af sér gjadeyrisfellingum með strangara mataræði og hreyfingu Jón Frímann?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 03:42

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Anna Sigríður, þú hefur öll heitustu dæmin um trúarbragðasamlíkinguna hjá þessum snillingum sem gera athugasemdir hér á þessum þræði. Ef það er ekki nóg til að sanna fyrir þér trúarofstæki, þá veit ég ekki hvað þarf til.

Þá á ég við trúarofstæki í merkingunni að vera fullviss um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá, eins og annar Páll orðaði það. Ofstækið felst svo í munnsöfnuði og hatri á þeim sem ekki eru sömu trúar.

Oftast er þetta einfalt fólk sem nær ekki að hugsa lengra einni hugsun og lætur leiðast af fagurgala og fyrirheitum vafasamra leiðtoga. Þetta fólk á það svo líka sammerkt að hafa aldrei lesið alla sína ritningu í samhengi heldur stunda svokallað cherry picking á fagurgalanum innan um hroðann sem er meginhlutinn. Þessir einfeldningar stunda það mikið að klippa og líma langlokur úr ritningunni inn í athugasemdir sínar, án þess þó að hafa lesið þær né skilið.

Jón Frímann t.d. er skólabókardæmi um þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 03:54

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars ráðlegg ég þér Anna að lesa greinina betur, því hér er fullkominn miskilningur á innihaldi hennar.

Hér er rætt um útópíur og  og hugmyndafræði sem ætlað að vera heildarlausn fyrir mannfólkið. (Catholic þýðir raunar alsherjar eða einráðandi) Lausnir sem afneita mannlegu eðli og persónufrelsi og ætla sér að steypa alla einstaklinga og þjóðir í sama mót. Lausnir fundnar upp af aðlinum í alræðisfantasíum hans.

 Við getum tekið nærtæk dæmi um slíkt á 20. öldinni, sem eru Sósíalismi og national sósíalismi.  Nú er það international-sósíalismi eða globalismi. Pólitískt one size fits all.Þetta er allt af sama brunni, en bara búið að skipta um umbúðir.  Þeir sem ekki sjá það hafa bara aldrei opnað bók. Ég sé allavega enga aðra skýringu ef maður gerir ráð fyrir lámarks greind.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 04:14

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 04:18

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Steinar, Það hlýtur að vera erfitt fyrir þig að vakna á morgnanna. Sérstaklega þegar þú telur að allir séu á eftir þér og þín eina vörn sé að leita til hægra öfgaliðsins (sem er reyndar orðið gjaldþrota í dag).

Þvert á það sem þú heldur. Þá er bara mjög gott að búa í aðildarríki ESB. Hérna er verðlag stöðugt og lágt, ef miðað er við kaupmátt launa. Jafnvel þó svo að ég hafi ekki mikin pening á milli handanna. Þá fæ ég nú samt meira fyrir hann þegar það kemur að matvöru en á Íslandi. Einu vandamálin sem ég ef er að finna uppi á Íslandi vegna lágs gengis íslensku krónunar. Það er að neyða mig í að flytja aftur til Íslands núna fljótlega.

Þessi mynd sem þú fannst (sem reyndar upprunalega er með Bandaríska fánanum, ekki Evrópufánanum) sýnir bara hversu litla þekkingu þú hefur á Evrópusambandinu og starfsemi þess.

Sú hugmyndafræði sem andstaða íslendinga við ESB aðild byggir á er auðvitað til skammar og hefur alltaf verið það og mun allaf verða það.

Jón Frímann Jónsson, 9.5.2011 kl. 10:58

19 Smámynd: Eggert Guðmundsson

ESB = KOMMUNISMI = KRISTIN TRÚ.

Ef þessar hreyfingar eru skoðaðar, þá eru þær með sama grunninn.Allir jafnir og allir deila sínu.

Grunnurinn endar með því að sköpuð er elíta sbr. sögu Orwells. og hvað þá?

Eggert Guðmundsson, 9.5.2011 kl. 11:15

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nafni minn, nú verð ég að viðurkenna að ég er svo vitlaus að ég botna ekkert í síðustu athugasemd þinni né samhengi hennar.

Mér er annars nóg að vita að þú ert sósíalisti með globalíska drauma. Nokkuð sem hefur verið reynt í þaula karlinn minn, ef þú nenntir að opna sögubók.

Félagshyggjuflokkurinn Samfylkingin, sem hýsir þína kirkju er ekki sósíal demokratískur flokkur (ekki krataflokkur). Þeim býður við lýðræði, eins og ESB. Þeir fela agenda sitt með þessari fögru þýðingu "félagshyggja" sem á alþjóðamáli kallast sósíalismi. 

En endilega haltu áfram að kommentera sem víðast kæri minn, þá hefur bara verið til hjálpar fyrir okkur "gjaldþrota" andstæðingana með allar gjaldeyrisfellingarnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 12:37

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er önnur mynd fyrir þig, sem þú skilur kannski betur...

 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 12:42

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og svona til að gefa þér fréttir þarna út til EU draumalandsins, þá er dásamleg búa á Íslandi, og hefur ávallt verið.

Af hverju gerir þú þér það ekki að góðu að búa í ESB án þess að ætlast til þess að allir landar þínir fylgi þér? Er þetta einhver sjúkleg stjórnsemi?  Nú lifir þú í þínum draumi. Láttu þér það nægja. Við hérna heima höfum það snöggtum betra en ESB alþýðan og viljum ekki skipta.

Ég veit ég tel þér ekki hughvarf með þetta. Þú þekkir það sjálfur trúleysinginn hvernig það er að ræða við ofsatrúarfólk.  Það mun aldrei viðurkenna að óskhyggja þeirra er ekkert annað en einmitt það. Þín trúarbrögð eru af jarðbundnari toga, en talsvert hættulegri en hið metafýsíska ofstæki.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 12:50

23 identicon

Hlustið: Latest Today with Pat Kenny Podcasts

David McWilliams on Economist Morgan Kelly, Governor Central Bank, Patrick Honohan and how Greece might go about leaving the euro.  

http://www.rte.ie/radio1/todaywithpatkenny/#Podcasts

 

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband