Skyldulesning um evruna

Amerískir hagfræðingar sem fjalla um evruna eru þeim kostum búnir að sjá hagkerfi Evrópusambandsins úr fjarlægð og eiga ekki hlut að máli, líkt og margir evrópskir starfsbræður þeirra. Grein Tyler Cowen í New York Times um evruna dregur upp þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myntsamstarfið. Cowen kennir við George Mason-háskólann.

Cowen segir að björgunarsjóður ESB muni ekki koma löndum eins og Írlandi, Portúgal og Grikklandi á beinu brautina. Bankarnir í þessum ríkjum glíma við þann vanda að innistæður eru metnar ótryggar af almenningi. Evru-innistæða í Þýskalandi er betri en evru-innistæða í Grikklandi, Írlandi og Portúgal - og líklega einnig Spáni.

Bankar sem búa við jafnt og stöðugt útflæði innstæðna geta ekki þjónað atvinnulífinu. Það dregur úr vexti sem aftur gerir skuldastöðum viðkomandi ríkissjóða ósjálfbæra. Vítahringnum er lokað með hárri ávöxtunarkröfu á skuldabréf ósjálfbæru ríkjanna.

Cowen bendir á að sökum þess að evru-samstarfið er ekki sterkara en veikasti hlekkurinn getur óreiðuríki eins og Grikkland stundað fjárkúgun gagnvart öðrum ríkjum og hótað að draga sig úr samstarfinu. Óttinn við keðjuverkun í fjármálakerfi álfunnar veldur því að Grikkir geta stillt Þýskalandi upp við vegg.

Kjarninn í evru-vandanum, segir Cowen, er að Evrópusambandið reyndi með pólitískri ákvörðun að verðleggja ólík verðmæti jafnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir ábendingarnar, Páll. Wall Street Journal vitnaði í Finnann sanna vegna þessarra ólíku verðmæta:

The True Finns' leader, Timo Soini, might just be the euro zone's first openly euro-sceptic premier on Monday. "How come they can't see the euro doesn't work?" he asked of its defenders in an interview earlier this year. "If a melon and an apple each wear the same size baseball cap, everyone can see that just doesn't work."

Nú er mismunur vaxtastigs ríkisskuldabréfa Þýskalands og Grikklands um 1000 punktar (eða 10 prósentustig). Skuldatryggingarálag á Grikki er orðið hrikalegt og nokkuð ljóst að niðurskurður skulda verði raunin þar. Þegnum Evruþjóða skilst þetta smám saman og neita að borga reikninginn.Finninn er sá fyrsti sem neitar af alvöru.

Ívar Pálsson, 18.4.2011 kl. 16:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú verður að lesa þetta þér tl skemmtunnar.

Þetta er í fúlustu alvöru, sem gerir það jú algerlega óborganlegt.

 Guðfræðingar komast ekki með tærnar þar sem þessi hefur hælana í apologíunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband