Eyjan undirbýr stjórnarslit

Eyjan undir ritstjórn Karls Th. Birgissonar samfylkingarmanns kyndir undir innanflokksófriði hjá Vinstri grænum og segir þá Ögmund Jónasson og Jón Bjarnason ekki ætla að greiða atkvæði með Icesave-samningnum.

Refirnir eru skornir til að undirbúa þá útskýringu Samfylkingarinnar að Vinstri grænir séu ótækir í stjórnarsamstarf og því verði að slíta stjórnarsamstarfinu.

Jóhanna og Össur gera ráð fyrir að stjórnarslitum eftir helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð láti gott á vita - skyldi einhver hafa áhuga á því að vinna með Samfylkingunni, safnhaugi íslenskra stjórnmála? Það er deginum ljósara að það þarf að stokka spilin upp á nýtt - með kosningum til Alþingis.

Baldur (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 17:22

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega hefur þingflokkur VG verið erfiður Samfylkingunni, en það segir þó ekki hvor flokkurinn það er sem er ekki stjórntækur.

Er það VG, þar sem sumir þingmenn reyna í örvæntingu að standa við eitthvað örlítið af þeim loforðum sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar, eða er það Samfylkingin sem kefst algerrar hlýðni, bæði innan eigin flokks sem og samstarfsflokksins, algerrar hlýðni við stefnu og vilja Jóhönnu?

Gunnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 18:20

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Með því að segja Já eru líkur fyrir því að ríkissjóður verði gjaldþrota og eignir okkar íslendingar verði teknin lögtaki (samkvæmt icesave samningi) upp í samninginn.

Greinilegt að Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason hafa lesið hann. Ég skil ekki í Vigdísi Finnbogadóttur að gefa sér ekki tími til að lesa samninginn, hér er mikið í húfi fyrir þjóðina.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.4.2011 kl. 19:00

4 identicon

Enn kemur Páll Vilhjálmsson ekkert á óvart !

Hvers vegna segir Páll ekkert um sínar launagreiðslur í sínum áróðri ???

Páll Vilhjálmsson hefur verið launaður í mörg ár af fyrirtækjum  !!!

Þessi sami Páll vill að hann sé tekinn alvarlega !!!

Páll Vilhjálmsson er til sölu, líka hans skoðanir !!!

Hef ekki viljað gera þetta opinbert fyrr !

JR (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 23:53

5 identicon

Mer finnst setningin ,,Páll Vilhjálmsson hefur verið launaður í mörg ár af fyrirtækjum  !!! " ansi god . A thad ekki vid um flesta annars? Kannski ekki JR enda lædist ad mer sa grunur ad honum se haldid uppi af velferdarkerfinu.

Bob (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 00:35

6 identicon

Enn og aftur kemur þessi dólgslegi "JR" sem er svo mikill heigull að þora ekki að koma fram undir nafni, en kemur hér með meö tómar og órökstuddar dylgjur á Pál Vilhjálmsson.

Páll hefur fyrir löngu sýnt það og sannað með einörðum og heiðarlegum skrifum sínum að hann og skoðanir hans eru ekki til sölu,  það er annað en hægt er að segja um margan blaða- og fréttamanninn. 

Páll þorir að gagnrýna alla en hefur ákveðnar skoðanir á grundvallarmálum og er þar fastur fyrir og getur víst orðið harðorður ef því er að skipta.

Svo endar þessi "JR" öfuga rökfimi sína með því að segja "að hann hafi ekki viljað opinbera þetta fyrr"

Alveg eins og hann sé einhver opinberunar aðili eða sannleiksdómstóll. 

Þetta eru þvílíkar dylgjur og hver á að taka svona þvaður alvarlega.

Opinberaðu fyrst hver þú raunverulega ert og færðu síðan einhver haldbær rök fyrir ærumeiðandi fullyrðingum þínum og opinberunum !

Með svona dylgjum dæmir þú aðeins sjálfan þig sem ómerking og hugleysingja af verstu sort ! 

"Non grada persona Mr. JR"

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 14:18

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jóhanna sagði á kosningavöku í sjónvarpinu

að flokksformennirnir yrðu að tala saman eftir helgi.

Steingrími var greinilega mjög órótt. 

Viggó Jörgensson, 10.4.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband