Stjórnmálastéttin í skotlínu

Stjórnmálastéttin á Íslandi er ekki búin að skila verkefninu sínu eftir hrun. Ábyrgðin á hruninu er hjá stjórnmálastéttinni sem viljug gekk erinda auðmanna að skapa þeim aðstöðu til að rýja þjóðina inn að skinni. Aðeins einn flokkur, Framsóknarflokkurinn, hefur sýnt lit til að endurskoða mannskapinn sem stendur í brúnni fyrir flokkinn.

Endurnýjun á þingliði annarra flokka er óveruleg, endurskoðun á stefnu lítil og sóðaskap hrunsins sópað undir teppi. Aðferð Samfylkingarinnar, að skrifa skýrslu þar sem tekið var fram upphafi að enginn ætti að sæta ábyrgð, er eins og efna til réttarhalda en sýkna fyrirfram.

Tiltrú á stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum er í lágmarki. Sá flokkur sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að standa með pálmann í höndunum, Vinstrihreyfingin grænt framboð, stundaði kinnroðalaus valdakaupastjórnmál þegar sannfæringu flokksins og yfirlýstum stefnumiðum í Evrópumálum var fórnað fyrir ráðherrastóla.

Stjórnmálastéttin svíkur þjóðina um kosningar þótt blasi við að knýjandi nauðsyn sé á endurnýjuðu umboði þingmanna eftir það sem á undan er gengið. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru mistök hjá Hreyfingunni að gefa þessari glæpamiðstöð trúverðugleika með viðveru sinni á þingi. Þegar 8. greininni var hent út áttu þau að ganga út.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 11:39

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þetta fólk gengur enn erinda auðmanna, sé engin teikn á lofti um að það sé að breytast Páll - því miður. Er ansi hræddur um að kosningar muni ekki laga mikið því það er enn alltof mikið af fólki sem virðist ekki getað kastað af sér keppnistreyju síns flokks, sama hverju á gengur.

Gísli Foster Hjartarson, 19.3.2011 kl. 13:29

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

 Þingmenn Hreyfingarinnar koma að góðu gagni og gefa almenningi upplýsingar um það sem í raun og veru gerist á Alþingi. Einnig koma þeir þörfum málum í gegn.

http://www.hreyfingin.is/frettir/163-ohae-kynning-a-icesave-fyrir-tilstuelan-margretar-tryggvadottur.html

Margrét Sigurðardóttir, 19.3.2011 kl. 19:29

4 identicon

"Við vorum rænd" segir Ögmundur en vill þó ekki endurheimta þýfið. Eftirtaldir aðilar kusu burt 8. greinina. Þeir vilja hvorki enduheimta þýfið né koma lögum yfir ræningjana:

Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Árni Þór Sigurðsson, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Einar K. Guðfinnsson, Guðbjartur Hannesson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ólína Þorvarðardóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband