Miđvikudagur, 16. mars 2011
Getum-ekki-stjórnmál
Japanskeisari flutti í morgun ávarp til ţjóđar sinnar og talađi í hana kjarkinn eftir náttúruhamfarirnar. Í síđustu viku hvatti forsćtisráđherra Grikkja til ţjóđarsamstöđu vegna efnahagskreppunnar. Obama Bandaríkjaforseti notađi tćkifćriđ ţegar ţingmanni var sýnt banatilrćđi ađ undirstrika mikilvćgi samstöđu og samhygđar í samfélaginu.
Í útlöndum tala stjórnmálamenn til ţjóđa sinna, brýna ţćr og hvetja til dáđa andspćnis erfiđleikum. Forystufólk í ríkisstjórn Íslands tala niđur ţjóđarhagsmuni og kveikir ófriđarbál ţegar fćri gefst. Viđskiptaráđherra úthúđar gjaldmiđli landsins viđ hvert tćkifćri. Forsćtisráđherra grefur undan stjórnskipun landsins međ ţví ađ sniđganga Hćstarétt og búa til stjórnlagaráđ úr ógiltu stjórnlagaţingi. Forsćtisráđherra leggur ítrekađ til atlögu viđ grunnatvinnuveg landsins og hefur í frammi hótanir gegn landsbyggđinni. Neikvćđni og niđurrif eru ćr og kýr stjórnarinnar.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. stundar getum-ekki-stjórnmál. Viđ getum ekki stađiđ upp í hárinu á Bretum og Hollendingum og ţess vegna eigum viđ ađ borga Icesave-reikninginn. Viđ getum ekki rekiđ hér fullvalda lýđveldi á eigin forsendum heldur sćkjum viđ um ađild ađ Evrópusambandinu á hnjánum.
Engin endurreisn verđur međan ađ völdum situr getum-ekki-stjórnin.
Athugasemdir
Svo er enn látiđ heita, ađ ekki hafi veriđ tekin ákvörđun um opinbera kynningu á Icesave. Sem er varla satt, ţegar samninganefndin, Seđlabankinn, Ríkisútvarpiđ, viđskiptabankarnir og sjálfsagt fleiri opinberir og hálfopinberir ađilar agitera allir fyrir "getum-ekki-pólitík" stjórnarinnar í ţessu máli. Allar líkur hníga ađ ţví, ađ tekin hafi veriđ ákvörđun um ađ hafna óhlutdrćgri kynningu og neyta allra bragđa til ađ afvegaleiđa almenning. Ekki fínt en ekki óvćnt úr ţeirri átt.
Sigurđur (IP-tala skráđ) 16.3.2011 kl. 12:24
Viđ getum virkjađ neikvćđni -- NEI,NEI,NEI.
Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2011 kl. 12:54
Ísland er land ţar sem međalmennsku og ófaglegum vinnubrögđum er hampađ. Ekki vera hissa ţegar "leiđtogar" okkar ná ekki einu sinni ađ rísa upp í međalmennskuna!
Hannes (IP-tala skráđ) 16.3.2011 kl. 13:43
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.