Samið á hnjánum í ESB-viðræðum

Samninganefnd Íslands ætlar ekki að halda fram tilmælum utanríkismálanefndar alþingis í aðildarviðræðum við Evrópusambandið um að við höldum forræði okkar í sjávarútvegsmálum. Í greinargerð samninganefndarinnar vegna fundar um sjávarútvegsmál segir ,,að íslensk lög og reglur um sjávarútveg stangast í veigamiklum atriðum á við" sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Heildarafli á Íslandsmiðum yrði ákveðinn í Brussel, samningsumboð við önnur ríki um deilistofna færi til ESB og engar hömlur yrðu á erlendar fjárfestingar í útgerð og vinnslu.

Umboðið sem utanríkisráðuneytið fékk frá alþingi var skilyrt. Samninganefnd Íslands ætlar ekki að fylgja skilyrðum alþingis þar sem viðræðurnar myndu við það steyta á skeri. Orðrétt segir í greinargerðinni 

Tilmæli meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis lúta að grundvallaratriðum og er því ekki talið rétt að gera fyrirvara við einstakar gerðir löggjafar ESB eða hluta þeirra að svo stöddu.

Klækir af þessum toga eru þekktir í sögunni. Íslendingar gerðu á 13. öld sáttmála við Noregskonung um að gangast konungi á hönd en að uppfylltum skilyrðum, til dæmis að halda íslenskum lögum. Nokkrum árum síðar kom hingað sendimaður, Loðinn Leppur, og vildi að Íslendingar játuðust lögum konungs. Þegar landinn þumbaðist við sagði Loðinn Leppur að búkarlar ættu ekki að gera sig digra, þeir áttu ,,fyrst að já bókinni og biðja síðan miskunnar um þá hluti sem nauðsyn þætti til standa, konunginn og hans ráð," eins og segir í sögu Árna biskups Þorlákssonar.

Össur og menn hans í utanríkisráðuneytinu vilja að við samþykkjum fyrst forræði Evrópusambandsins í okkar málum en förum síðan á hnjánum til Brussel og biðjum um undanþágu. Samningar á hnjánum gáfu ekki góða raun á 13. öld og eru ekki vænlegir til árangurs á þeirri 21. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Heyr, heyr!

Alfreð K, 4.3.2011 kl. 20:03

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Veistu....þú ert vitlaus, ekki bara nóg með þú sért vitlaus. Heldur ertu bara gjörsamlega snar brjálaður. Það er ekki nóg með að þú takir undir með mönnum sem finnst það allt í lagi að niðurlægja konur opinberlega með skammarlegum hætti. Heldur bætir þú í skömmina með því að verja svoleiðis málflutning út í eitt og það sem meira er að þér finnst slíkur málflutningur í góðu lagi. 

Síðan kemur þú með svona þvælu og setur hana síðan sjálfur inn á blogg Heimssýnar. Þar sem þú ert stjórnarmaður þar og hefur því aðgang að því bloggi eins og aðrir stjórnarmenn Heimssýnar.

Það er alveg ljóst að það sem gerðist á 13 öldinni. Enda eru þarna á ferðinni sögusagir íslendinga og það er alls óvíst að þær séu sannleikanum samkvæmar. Enda var það rík hefð hjá riturum þess tíma að ýkja, ljúga og blekkja ef það hentaði þeim að gera svo.

Í dag gerir þú nákvæmlega það sama. Þú ýkir, blekkir og lýgur ef svo ber undir og skammast þín ekkert fyrir það.

Samtök sem hafa menn sem ýkja, ljúga og blekkja eru ekki fær um að tala fyrir hagsmunum þjóðarinnar. Enda er alveg ljóst að samtökin Heimssýn hafa allt annan tilang en að tala fyrir hagsmunum þjóðarinnar. Tilgangurinn með samtökunum Heimssýn er að verja rétt þeirra sem stunda einokun á Íslandi og níðast þannig á almenningi í skjóli tollmúra sem eru settir af stjórnmálamönnum sem eru hliðollir þeim sem stunda umrædda einokun í skjóli fákeppni og lítils markaðar.

Þú ert til skammar, Heimssýn sem þú starfar fyrir er til skammar. Öll ESB andstaða er almennt til skammar og lýsir vel hugsunarhætti sem hefur stuðlað að verri kjörum almennings á Íslandi.

Svona öfga-frjálshyggja sem þú aðhyllist er ennfremur horfin á Íslandi almennt séð. Nema hjá fólki sem neitar að breytast. 

Jón Frímann Jónsson, 6.3.2011 kl. 13:56

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/portal/page/portal/eurostat/home

Veistu....þú ert vitlaus, ekki bara nóg með þú sért vitlaus. Heldur ertu bara gjörsamlega snar brjálaður.

JFJ er sem sagt Sálfræðingur.

Júlíus Björnsson, 7.3.2011 kl. 12:35

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU er með allt sitt á hreinu. Öfugt við illa læsa Samfo fylkingu. 

Júlíus Björnsson, 7.3.2011 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband