Alþýðuforsetinn gegn Icesave-flokknum

Stuðningur Sjálfstæðisflokksins við ríkisstjórnina í Icesave-málinu einfaldar pólitískt stöðumat Ólafs Ragnars Grímssonar. Í byrjun árs 2010 ákvað Ólafur Ragnar Grímsson að verða alþýðuforseti, hlýða kalli almennings um þjóðaratkvæðagreiðslu um þáverandi Icesave-samninga. Með því að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um nýja útgáfu af Icesave-samningi er forsetinn að hverfa úr hlutverkinu sem aflaði honum vinsælda og trausts meðal almúgans.

Með því að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn á band vinstriflokkanna stendur val forsetans um stóra Icesave-flokkinn á alþingi sem innan við tíu prósent þjóðarinnar treystir annars vegar og hins vegar tugþúsundum undirskrifta og afgerandi meirihluta þjóðarinnar sem óskar eftir því að fá tækifæri að kjósa um Icesave.

Alþýðuforsetinn stendur með þjóðinni.


mbl.is „Forsetinn hlýtur að synja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Hverjum er þá að treysta?

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2011 kl. 19:29

2 identicon

Held einmitt að þetta sé rúsínan í pylsuendanum Páll og hef reyndar hugsað þetta sjálfur.

 Með því að segja nei aftur með fjölda undirskrifta á bak við sig er forsetinn ALLS EKKI að styðja stjórnarandstöðuna.

Eða í það minsta ekki Sjálfstæðisflokkinn.

Forsetans Ólafs á eftir að verða minnst í öllum framtíðarsögubókum þjóðarinnar!  

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 19:30

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Alþýðuforsetinn ? Þetta orðskrípi komandi úr þínum íhaldsmunni er slepjulegra en orð fái lýst . Maður brestur í óstöðvandi hlátur..

hilmar jónsson, 16.2.2011 kl. 20:27

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þótt mér sé ekki sérlega ljúft að sammælast Hilmari, þá kemmst ég varla hjá því í þetta sinn. Ímynd Olafs Ragnars sem alþýðuforseta vekur velgju sem Pollýannan í mér fær ekki við ráðið.

Eigum við ekki bara að segja að þegar hagsmunir Ólafs fara saman með hagsmunum þjóðarinnar þá getur hann vel tekið að sér að vera alþýðuforseti.

Á því hangir von þjóðarinnar.

Ragnhildur Kolka, 16.2.2011 kl. 20:45

5 identicon

Með því að standa með þjóðinni stendur hann um leið með sjálfum sér og konunni sinni.

http://www.youtube.com/watch?v=QrNz0dZgqN8

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 20:54

6 identicon

Forsetinn stendur ekki með þjóðinni.

Hann stendur með sjálfum sér og sjálfum sér einum.

Afstaða hans mun mótast af því hvort hann hyggst bjóða sig fram einu sinni enn.

Það er hrikaleg tilhugsun.

En hann er ábyggilega að íhuga það sem eykur líkur á að hann vísi Icesave aftur til þjóðarinnar.

Þvílíkt ástand!

Karl (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 21:05

7 identicon

Ég spái því að skrifi Ólafur undir verði hann jafn þýðingarmikill í Íslandssögukennslu í framtíðinni eins og Jón Sigurðsson er nú. Maðurinn er stórmenni og hann mun hafður í heiðri út um allan heim.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 21:43

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér brá þegar ég las fyrirsögnina .... sá fyrir mér Ólaf Ragnar í gatslitnum gallabuxum og skítugum ermalausum bol, með bjórdollu í hendi og Arsenal - Barcelona á fullu í sjónvarpinu.

Baldur Hermannsson, 16.2.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband