Magma er brask og blekking

Ross Beaty forstjóri Magma og verkfæri sukkdeildar Íslandsbanka var ekki fyrr búinn að kaupa, a.m.k. í orði kveðnu, meirihlutann í HS-Orku að hann bauð ríkinu forkaupsrétt og sveitarfélögum sem lífeyrissjóðum aðild að braskinu með auðlindir almennings. Þar á eftir reyndi forstjórinn að múta Björk Guðmundsdóttur söngkonu sem hafði sagt Magmakaupin á HS-Orku dæmi um spillingu.

Magma tilkynnir tap á rekstrinum og í leiðinni býður Ross Beaty íslensku lífeyrissjóðunum kaup á taprekstrinum.

Er orðspor forsvarsmanna íslensku lífeyrissjóðanna virkilega svo slæmt að útlendingar halda að hægt sé að selja þeim köttinn í sekknum?


mbl.is Magma: Sala á hlut í HS Orku til lífeyrissjóða langt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þeir sem hafa fylgst með magma fyrirtækinu gátu séð stöðu þess á heimasíðu þeirra. Magma hefir verið í vandræðum að fjármagna fyrirtæki sem þeir voru með en þetta átti að vera tilraun til þess að glæða hlutabréfa sölu þeirra sem hefir ekkert gert nema farið niðir allan tíman sem þeir voru að plata okkur og gerir ennþá.

Valdimar Samúelsson, 16.2.2011 kl. 12:12

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

PS eins og ég hafði séð þetta þá mun hann selja hæstbjóðanda þetta. Ég veit ekki til þess að ríki hafi forkaupsrétt. Hann seldi Perú námurnar hæstbjóðanda svo hann getur selt HS orku hverjum sem hann vill... Hann hefir tögl og haldir.

Valdimar Samúelsson, 16.2.2011 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband