Valdabarátta í Brussel

Barroso forseti framkvæmdastjórnarinnar í Brusse hrifsaði frumkvæðið í evru-umræðunni í síðustu viku með því að leggja til að björgunarsjóðurinn yrði stækkaður, sem á að hjálpa jaðarríkjum evrunnar í kreppu. Angela Merkel kanslari Þýskalands svaraði að bragði að engin þörfu væri á því að stækka sjóðinn. Merkel kunni Barroso litlar þakkir enda hörð gagnrýni í Þýskalandi á fyrirætlanir um að þýskt skattfé greiði niður skuldir óreiðuríkja.

Alþjóðaútgáfa Spiegel fjallar um togstreitu Barroso og Merkel. Þýska útgáfan er höll undir Merkel og hæðist að Barroso. Á hinn bóginn forðast blaðamennirnir að ræða stóru þversögnina í vanda Þjóðverja gagnvart evru-kreppunni. Þjóðverjar borga stærsta hluta björgunarsjóðsins og vilja setja ströng skilyrði um aðgerðir í ríkisfjármálum þeirra ríkja sem þiggja aðstoð. Þjóðverjar geta ekki sjálfir fylgt eftir skilyrðunum; þýsk sendinefnd til Aþenu 2011 myndi rifja upp Gestapó í Grikklandi 1943. Nei, Þjóðverjar verða að láta embættismennina í Brussel um aðhald og eftirlit með óreiðuríkjum. Og það felur í sér auknar valdheimildir til framkvæmdastjórnarinnar og eykur um leið völd Barroso til að setja kúrs í Evrópumálum sem þýskir þurfa að hlýða.

Spiegel er ekki í áhangendafélagi Barroso og samstarfsmanna hans í höfuðborg Belgíu. Blaðamennirnir segja hinn evrópska tón vanstilltan sökum þess að fjarska margir spila sitt lagið hver.

There are the national interests of the European Union's 27 member states, which also include various opposing alliances. Seventeen of them belong to the euro zone, and 10 of them don't. Among the euro-zone countries, there is a northern group and a southern group. There is the fragile Germany-France axis. There is the Napoleonic special case of Sarkozy. There are the big states and the small ones. There is the European Commission with its 26 commissioners. There is Barroso. There is Rompuy. There is the European Parliament with its 736 representatives. And there is the European Central Bank (ECB), where the candidates for the next ECB president are already jockeying for the job. It amounts to a cacophony of opposing views in which Europe sounds like a symphony orchestra tuning up before the start of the concert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Ef hægrimenn  og vinstrimenn geta ekki unnið saman á Íslandi sem telur 300.000 manns hvernig eiga þeir að geta unnið saman ef þeim er fjölgað í 500.000.000. Plús Íslendinga.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 00:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Syndir foreldranna koma niður á börnunum,þannig skerðast völd Merkel í Evrópusambandinu, um leið og hún sætir ámæli heima fyrir að leggja til stærstan hluta björgunarsjóðs til Grikklands,sem er skilyrtur.  Barroso semur reglurnar með sínu lagi, í Esb.dúr.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2011 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband