Bjargar Ísland Evrópusambandinu?

Björgunarsjóður Evrópusambandsins var stofnaður til að bjarga jaðarríkjum sambandsins, ríki sem ekki eru jafn háþróuð iðnveldi og Þýskaland og Frakkland. Jaðarríkin nutu góðs af sterkri sameiginlegri mynt, skuldsettu sig úr hófi og krefjast þess í nafni evrópskrar samstöðu að skattgreiðendur í Þýskalandi axli ábyrgð á eftirlaunum í Grikklandi og atvinnuleysisbótum á Írlandi.

Þýskaland stendur frammi fyrir tveim kostum, segir dálkahöfundur Telegraph. Annars vegar að niðurgreiða skuldir óreiðuríkja, það mun kosta sexfalda sameiningu þýsku ríkjanna fyrir tuttugu árum, en hins vegar að viðurkenna að evran sé misheppnuð tilraun til pólitískrar sameiningar Evrópu.

Inn í Evrópusamband í uppnámi ætlar Samfylkingin Íslandi. Væntanlega til að bjarga efnahag jaðarríkjanna og efla pólitíska samstöðu álfunnar.

 


mbl.is Deila um stækkun björgunarsjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evran á í erfiðleikum og eðlilega hafa margir áhyggjur af því. Sumir virðast reyndar ekki hafa neinar áhyggjur og láta aðrar tilfinningar í ljós. En ýmsar blikur eru á lofti. Það eru fleiri gjaldmiðlar sem eiga í erfiðleikum og endalokum þeirra er spáð. Um þetta fjallaði Der Spiegel nýlega í grein. Hú forseti Kína mun bráðlega fara í heimsókn til BNA en þrátt fyrir það gagnrýndi hann nýlega stefnu bandaríska seðlabankans og telur að gjaldeyriskefis með dollarann sem þungamiðju hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er efnislga ekki ný gagnrýni af hálfu Kínverja. Tími kínverska juanins er kominn segir Hu, dollarinn tilheyrir fortíðinni. bandaríski seðlabankinn ætlar á næstunni að kaupa ríkisskuldabréf fyrir 600 milljarða dollara. Það merkir að peningamagn í umferð vex og veðgildi dollarans minnkar. Þetta er gert til að koma nýrri uppsveiflu af stað. Rétt er að geta þess að bæði BNA og ESB telja að kínverski gjaldmiðillinn sé sé of lágt skráður sem munar 40%. Þessir sömu aðilar halda því fram að gengishækkun juanins myndu sláá verðbólgu í Kína og hafa góð áhrif. Augljóslega er þetta ekki skoðun kínverskra ráðamanna. Nýlega var í fréttum að kínverskur banki ætlaði að stofna 6 útibú á evrusvæðinu og sem kunnugt er hafa Kínverjar keypt mikið af ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu. Það er því ljóst að hagsmunir stóru efnahagsheildanna skarast með ýmsum hætti.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 14:01

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er munur á því að sífellt fleiri málsmetandi aðilar telji að evrusvæðið gæti sundrast innan fárra ára og evran jafnvel heyrt sögunni til sem gjaldmiðill og vangaveltum einhverra um að dollarinn kunni að glata þeirri stöðu sem hann hefur haft í alþjóðafjármálakerfinu. Þetta er vart samanburðarhæft.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.1.2011 kl. 16:57

3 identicon

Bankastjóri Seðlabanka Kína og forseti Kína eru ekki einhverjir. Kína er heldur ekki eitthvert ríki. Allar spár gera ráð fyrir því að Kína muni taka við forystuhlutverki af BNA á efnahagssviði. Ríkissjóður BNA hefur í mörg verið rekinn með miklum halla. Hallinn hefur verið fjármagnaður með ríkisskuldarbréfum sem kínverskir aðilar hafa aðallega keypt. Það eru tveir stórir gerendur í fjármálaheiminum; Seðlabanki BNA og kínverska ríkið. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Kalifornía sem er stórt hagkerfi hefur rambað á barmi gjaldþrots. Fjölmargar stórborgir eru í sömu stöðu. Fjármálakerfið í BNA öx og dafnaði ; undirmálslán og vafningar. Svo féll Lehmansbrothers og aðrir bankar eins og dóminósteinar í kjölfarið. Í meir en tvo áratugi hafa hagfræðingar sem sérhæfa sig í alþjóðafjármálum velt því fyrir sér hvort dollarinn muni halda stöðu sinni og hvaða gjaldmiðill muni geta tekið við hlutverk hans. Umræðan um kreppu dollarans er því ekki ný.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 23:05

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Heldur einhver að dollarinn geti bara fallið án þess að það hafi áhrif á gegni evrunnar? En hún er boðuð okkur sem lausn allar gjaldmiðilsmála til "frambúðar" Gaman að sjá þegar Gvendur í Rafiðn og Eiki í Kennarasambandinu eru búnir að stilla gengi hennar hérna innanlands.

Halldór Jónsson, 18.1.2011 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband