Fátæktarklám

Ókeypis framfærsla verður að vana. Þeir sem eiga pening en enga sjálfsvirðingu fara í biðröð eftir ókeypis mat og setja krónurnar í skemmtilegheit en ekki framfærslu. Á meðan einhverjir verja tíma og fjármunum til að úthluta ókeypis mat handa þeim sem þess óska ættu allir að vera ánægðir. Þeim sem gefa líður vel og þiggjendur væru líklega ekki að þessu nema af því þeir telja það sér til hagsbóta.

Leiðindin koma til sögunnar þegar biðraðir eftir mat eru sagðar vera eitthvað annað en ósk um ókeypis framfærslu.


mbl.is „Aðrir voru ævareiðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru mest útlendingar sem voru með skammir samkvæmt fréttinni. Útlendingar eru oft algjörlega úti að aka, ég veit það afþví ég var útlendingur lengi sjálf, glíma við mun meiri hræðslu en venjulegt fólk....það er til dæmis orðin ógnvænlegri upplifun að fara til læknis sem maður skilur ekki hvað er að segja, nema brotabrot, og vonar maður skilji rétt, bankamanns sem maður skilur illa, og svo framvegis, og flestir útlendingar hér tala nánast enga íslensku og enn minni ensku....og er alls ekki hjálpað að læra fyrra málið af heimskingjum sem ævinlega tala við þá á ensku, eins og þeir haldi allur heimurinn hljóti að kunna ensku, þegar aðeins örfáar þjóðir tala það mál í raun vel...og því afar sveitalegt og asnalegt að tala við fólk á ensku, ber þess vott maður þekki lítið til í öðrum löndum að álykta það bjargi alltaf málunum ....það er ekki allur heimurinn Ísland-Svíþjóð-Noregur-Danmörk..England... Þannig að það er mögulega aðallega óttinn sem veldur þessum viðbrögðum, í bland við örvæntinguna að geta ekki haldið góð jól með börnunum sínum. Útlendingar frétta um allt síðastir allra út af málleysi, svona lagað að sjálfsögðu líka. Svo vita þeir ekki hvað er hvað, og gætu vel ruglað þessari starfsemi saman við ríkisstjórnina, þeir vita ekki hvað er ríki og hvað ekki, og hvað sjálfboðavinna og hvað ríkisstarfsmenn. Alltof margir útlendingar lifa í ringulreið, ótta og málleysi og þekkja hvorki haus frá sporð. Á meðan gerir hinn lati og skammsýni Íslendingur ekkert til að hjálpa þessu fólki að aðlagast og læra íslensku, en nýtir tækifærið til að monta sig af ensku sinni við hálfmállaust fólkið. Fjöldi útlendinga hefur komið hingað talandi hvorki ensku né íslensku, og talar eftir 20 ára veru hér þokkalega ensku en enga íslensku, afþví fólkið fæst ekki til að tala við þá á íslensku. Þetta er skömm og ekkert annað. Skamm fyrir leti og mannvonsku Íslendingar! Reynið að sýna fólki sem býr hér og sjálfum ykkur þá virðingu að tala íslensku!

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:07

2 identicon

Að halda því fram að flestir útlendingar tali ekki íslensku er kjaftæði.  Svo er það líka rangt að halda því fram af þjóðrembingi að fólk læri íslensku bara af því að heyra íslensku.  Fólk lærir tungumál útfrá öðrum tungumálum sem það kann og það er oft enska.  Það sem vantar á Íslandi er gott grunnnámskeið í íslensku fyrir innflytjendur og það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem hefur ekki fengið nám í grunninum geti farið út í samfélagið og lært íslensku bara af því að heyra málið og reyna að tala.  Svo er íslenska eitt flóknasta tungumál í heimi fyrir nánast alla aðra en íslendinga. Það er ekki við útlendinga að sakast í þessu máli heldur ríkið fyrir að hafa ekki komið upp betra íslenskunámi fyrir útlendinga.

Níels Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:36

3 identicon

Sæll og blessaður Níels. Það er mín eigin reynsla og flestra sem ég þekki og hafa búið erlendis að þú kemst skammt með að læra mál af bókum, sama hversu iðinn þú ert. Íslendingar eru meira að segja að flytja til Frakklands og Spánar með eintóm 10 úr framhaldsskóla og get samt ekki endilega bjargað sér eftir að út er flutt. Það er allt annað að tala en lesa og skrifa, og þú ert ekki flugmæltur fyrr en þú getur talað almennilega, sem ekki gerist ef enginn vill tala við þig bara afþví þú hefur hreim. Það er hvorki við útlendinga né ríkið að sakast, heldur íslensku þjóðina hvernig komið er fyrir okkur. Þýska er líka mjög erfitt mál, en flestir innflytjendur til Þýskalands læra þýsku, og það vel, einfaldlega af þeirri miklu þolinmæði sem Þjóðverjar, batnandi þjóð í sínum málum að mörgu leyti, sína útlendingum við að leiðrétta þá og aðstoða að læra að tala góða þýsku. Þetta tækifæri fá útlendingar sem búa á Íslandi aldrei, Íslendingum finnst gaman að sýna öllum hvað þeir tali góða ensku, jafnvel þótt viðmælandinn tali nánast enga, sem er eigingirni og heimska.

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 22:24

4 identicon

Ég hef nú þekkt slatta af útlendingum í gegnum ævina og þá sérstaklega innflytjendur frá Póllandi, Lettlandi og Tælandi. Það sem ég hef persónulega orðið var við er lítill áhugi á að læra íslensku og þegar ég hef spurt hvers vegna hef ég fengið þau svör að málið sé talað af svo fáum að það taki því ekki eða þá að þau ætli sér ekki að vera á landinu það lengi að það taki því að læra málið, en svo breytist það oft og dregst í áratugi. Ég er nú ekki sammála því sem að Níels segir að það séu ekki til nóg af úrræðum fyrir innflytjendur og ekki heldur því að ríkið eigi að skaffa námskeið. Í fljótu bragði fann ég nokkrar stofnarnir sem bjóða upp á íslensku fyrir útlendinga og sýnist mér vera úr nógu að velja:

http://www.mcc.is/menntun/islenska-fyrir-utlendinga/

http://www.mimir.is/index.php?option=com_mtree&task=listcats&Itemid=365&cat_id=42

http://www.fna.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1684&Itemid=80&lang=is

http://www.mk.is/index.php?option=com_content&view=article&id=822&Itemid=50

http://www.sfr.is/frettir/nr/745/

http://www.akureyri.is/thjonusta/althjodastofa/namskeid/

http://www.tskoli.is/namskeid/tungumal-languages/icelandic-language-courses/

http://namskeid.is/leita-ad-namskeidi/namskeid/starfstengd-endurmenntun/namskeid-manadarins/skolar-%10-namsadstod/tungumal/islenska-fyrir-utlendinga-icelandic-for-foreigners.html

Stefán Örvar Sigmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 22:35

5 identicon

Sæll Stefán. Það eru ekkert fleiri hér áhugalausir um að læra íslensku en búa í Þýskalandi og vilja ekki læra þýsku. Þjóðverjar skilja aftur á móti hvað það kostar svo börnin þeirra og láta þetta fólk ekki fara sér að voða með þessum hætti. Svo standa yfirvöld víðast hvar að betri uppfræðslu um samfélagið en á Íslandi. Það getur enginn lært mál almennilega með því að fara í skóla og sækja námskeið, hvað þá flókið mál eins og íslensku. Það er ástæða fyrir því að fólk jafnvel af málabrautum menntaskólanna fer til útlanda og reynist nánast mállaust á þriðja málið sitt, sama þó það hafi farið í til dæmis frönsku 703. Það er bara allt annað að tala en lesa. Og þú aðlagast ekki samfélaginu ef þú talar ekki og þá verður til hættuleg hópamyndun.

Það eru svo Íslendingar sjálfir sem letja fólk til að læra málið þeirra með því að gefa í skyn það sé ómerkilegt og óáhugavert með að neita að tala það við útlendinga, jafnvel þá sem koma hingað bara til að læra það. Það er gert mikið grín að þessu hjá fólkinu sem kemur hingað til að læra íslensku í Háskólanum, en bak við grínið eru mikil og bitur vonbrigði að hafa komið hingað nánast til einskis, og græða lítið minna á því að læra íslensku hér en í París eða hvað sem er annars staðar. Okkur ber að hugsa um samfélagið sem heild og vond áhrif þess á börn innflytjenda ef við nennum ekki að tala við foreldra þeirra og leiðbeina þeim. Afleiðingarnar eru þegar orðnar skelfilegar.

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 22:44

6 identicon

Svo hefur þetta slæm áhrif á samfélagið í heild sinni. Maðurinn sem þarf nauðsynlega að komast leiðar sinnar og spyr mállausan vagnstjóran ráða, og svo framvegis. Maðurinn í neyð sem þarf hjálp en viðmælandi hans skilur ekki um hvað hann er að tala. Málleysi bitnar fyrst og fremst á innflytjendum, en það getur líka bitnað á innfæddum, og þessi leti innfæddra að kenna mál sitt rýrir smám saman gæði alls samfélagsins, uns allt er komið út í bullandi hópamyndun, mismunun, stéttaskiptingu og vitleysu.

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 22:48

7 identicon

Þetta er algerlega einstakt í sögu íslenska bloggsins! Færsla með önugri mannfyrirlitningu getur af sér yfirvegaðar vangaveltur - að vísu um allt annað efni en bloggfærslunnar, en samt ...

Ég fyllist netbjartsýni fyrir svefninn!

Hvernig væri að efna til herferðar þar sem íslenskumælandi fólk væri hvatt til að tala íslensku við þá sem vilja/ættu að vilja tala hana?

Gott ef við gætum ekki fengið Evrópustyrk til verkefnisins :)

Þorgeir Tryggvason (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 23:06

8 identicon

Ætlar enginn að tækla alvöru atriðið hérna? Ef Ísland ætlar að lifa í sínu velferðarsamfélagi gengur bara einfaldlega ekki að hleypa hverjum sem er inn í landið. Það að vera flytja inn útlendinga sem svo lifa á kerfinu er eitthvað sem við þurfum að koma í veg fyrir.

Skal ekki fara út í það hvort svo aftur á móti þetta velferðarsamfélag sé af hinu góða eða ekki.

Yeboah (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 23:09

9 Smámynd: Birnuson

Toggi, ;)

Birnuson, 15.12.2010 kl. 23:47

10 Smámynd: Halldór Jónsson

tek undir með Yeboah. Hversvegna eigum við að hleypa hverjum sem er inn á okkar neyð?

Halldór Jónsson, 16.12.2010 kl. 14:47

11 Smámynd: Alfreð K

Verð líka að taka undir með Yeboah, þótt aðrir kunni að vera með ýmsa áhugaverða punkta, sem þó verður að flokka sem aukaatriði.

Það er hrikalega ósanngjarnt og óréttmætt að saklausir venjulegir Íslendingar í sínu eigin heimalandi þurfi núna að hafa áhyggjur og standa í veseni (sbr. þessa frétt og umræður út frá henni) út af útlendingum sem hafa flutt til landsins á síðustu árum (í stórum stíl og óumbeðið, nema þá helst í boði misviturra stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna og á grundvelli svokallaðra „alþjóðasamninga“).

Nóg er af vandamálum fyrir (eins og eitt stórt bankahrun, sligandi skattahækkanir, hækkandi útgjöld heimilanna, skertur lífeyrir eldri borgara og annarra bágstaddra og svo hákarlar úr útrásinni sem leika enn lausum hala í boði „endurreistra“ banka og getulausra stjórnvalda).

Útlendingar geta ekki flætt inn í önnur lönd og verið með kröfur (jafnvel þó að heimskulegir „alþjóðasamningar,“ sem ábyrgðarlausir stjórnmálamenn hafa undirritað, kannski „banni“ það ekki).

Alfreð K, 16.12.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband