Heimilisbókhaldið í útrás

Ein milljón í tekjur en skuld upp á tíu milljónir er hlutfall sem vaskir útrásarauðmenn þekkja út í hörgul og þótti ekki, og þykir kannski ekki enn, tiltökumál. Verstu synir Íslands voru fyrirmynd sumra, sem kannski lögðu of mikinn trúnað á fjölmiðla auðmannanna. Baugsmiðlar börðu í brestina og drógu fjöður yfir misfellur auðmannanna, hvort heldur þær efnahagslegu eða persónulegu.

Engu að síður: djöfull þarf maður að vera heimskur að fara með heimilisbókhaldið í útrás.


mbl.is Hæstiréttur vísar máli skuldara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Getur verið að maðurinn sé andskotanum heimskari, en hvað segir þetta um þá sem lánuðu honum peningana? Ekki miklar mannvitsbrekkur þar á ferð...

Hörður Þórðarson, 7.12.2010 kl. 19:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Reynir Pétur göngugarpur ,færi létt með það,sá kunni nöfnin á milljarðsinnum milljörðum, get ekki einu sinni haft það eftir ,man það ekki vel.Bara minnisstætt að heyra gajan fara með þetta.

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2010 kl. 22:03

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála Herði, er ekki líka eitthvað bogið við lánveitandan. Hann ætti að bera helming af kostnaðinum bara fyrir aulagang.

Sigurður Sigurðsson, 7.12.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband