Veik ríkisstjórn, sterkur forseti

Völd í stjórnmálum fara aðeins að hluta eftir embættum, lög og reglum. Stærsti hluti stjórnmálavalds er hvergi skráður. Snjallir stjórnmálamenn vita þetta og nýta sér til framdráttar. Á Íslandi ber Ólafur Ragnar Grímsson höfuð og herðar yfir alla aðra stjórnmálamenn.

Forsetinn kann að nýta sér stöðu sína og hefur umbreyst á undraskömmum tíma úr veislustjóra útrásarauðmanna í alþýðuhöfðingja sem veit og skilur hvað þjóðin hugsar.

Ólafur Ragnar sigraði íslensk stjórnmál og hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann gekk fram fyrir skjöldu og setti Icesave-lög ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæði.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. starfar í skjóli forseta Íslands. 


mbl.is Guðni: Ólafur Ragnar gæti haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Hvenær var forsetaembættið á Íslandi gert "lagalega" að sjálfstæðu pólitísku bákni sem getur bjaffað eins og því sýnist án ábyrgðar? bara spyr hef ekki kosið til þess embættis siðan 96 eftir að "komminn" tók við lyklunum

Jón Arnar, 26.11.2010 kl. 19:28

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Davíð getur þakkað sér hve staða Ólafs Ragnars er sterk núna. Hvílík kaldhæðni örlaganna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.11.2010 kl. 19:40

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ekki alltaf sammála þér Páll ! en allavega núna, Góð Lýsing á manninum, stjórninni og stöðunni almennt.

Kv. KH

Kristján Hilmarsson, 26.11.2010 kl. 19:40

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ólafur mun lyfta Grettistaki og bjarga þjóðinni fyrir horn.

Guðlaugur Hermannsson, 26.11.2010 kl. 20:56

5 identicon

Irar geta ekki borgad vanhæfni bankanna en turfa samt ad gera tad vegna svikulla politikusa a la Steingrimur og trystings valdhafa i Brussel sem eru handbendi fjarmalakrarisanna i Frankfurt.

...Og afram heldur hann tessi madur. Tetta er alveg med olikindum.

...Olafur getur hafa verid dyr i rekstri, en hann hefur svei mer bjargad tjodinni fra tvilikum utlatum ad nokkrar styttur ættu ad geta verid byggdar honum til heidurs...

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 21:27

6 identicon

Ólafur var fyrstur manna að átta sig á að Búsáhaldabyltingin (í skipulagningu og stjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar) var búin að éta börnin sín.  Með yfirlýsingunni um þjóðaratkvæðagreiðslu stillir hann og ekki síst Bretum og Hollendingum með íslensku "föðurlandsvinunum" sem hafa gengið erinda þeirra í einu og öllu (les: Samfylkingin öll og hluti VG) að leggja sig fram með niðurstöðu sem þjóðin getur sætt sig við.  Eins og staðan er og framkoma þessara "föðurlandsvina" gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslunni á sínum tíma og niðurstöðu hennar, þarf eitthvað verulega ótrúlegt að gerast og að auki að stjórnin falli og "föðurlandsvinirnir" verði dregnir fyrir Landsdóm.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 00:47

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sýnir nú firringuna sem er í ísl. að telja sér trú um að Ólafur sé að ,,bjarga" einhverju. 

Auk þess er umræddur ,,alþýðuforingi" í nákvæmlega sama fari og í útrásarflippinu.  Það er nákvæmlega sama teoría á bak við hans flipp núna og í útrásarfloppinu.   Og  reyndar akkúrat sami faktor sem lætur ,,alþýðuna" hanga í tagli  hvoru tveggja.  Namely helv. þjóðrembingsdrullan.  Ekkert annað.

Í raun er allt þetta stúss í ,,alþýðuforingjanum"  algerlega meaningless.  Það er svo sem eitt.  En hitt er verra að það eru skelfilegar hliðaverkanir.  Skaðakostnaðurinn.  Sem gerir það það verkum að þjóðin er að borga á fullu Icesaveskuld 2.  Skaðinn sem verður af þessu er Icesaveskuld 2. Og nú þegar er hún orðin jafnstór og icesaveskuld Sjalla 1.

Þannig er þetta nú bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2010 kl. 01:21

8 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ómar! Þú ert að hengja bakara fyrir smið. Ólafur bjargar okkur frá 500 milljarða greiðsluskyldu sem Svavar Gestsson lagði á okkur með fáránlegum samningum Apríl 2009. Ólafur mun ná okkur út úr þessu með staðfestu og þjóðina á bak við sig eins og í janúar síðastliðnum.

Ætla VG-istar ekki að fara að skilja þetta? Ómar farðu og leitaðu þér aðstoðar við að skilja þessar staðreyndir.

Guðlaugur Hermannsson, 27.11.2010 kl. 13:33

9 Smámynd: Elle_

Frábært að heyra sjónarmið þitt gegn forsetanum og ICESAVE-nauðunginni, Guðlaugur, í alvöru. 

Hinsvegar hefur þú verið að styðja ólýðræðislegu fullvelsisafsals-umsóknina inn í Evrópuveldið. 

Veistu ekki að Evrópusambandið er eitt skæðasta þrýstingsaflið gegn okkur í ICESAVE?  Og gegn þeirra eigin lögum í þokkabót.  Það hefur oft komið grímulaust fram og það er ekkert nema fjárkúgun.  

Elle_, 28.11.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband