Ólafur Ragnar hafnar ESB-aðild

Forseti Íslands talar í umboði þjóðarinnar þegar hann segir í viðtali við Reuters að þjóðarhagsmunir standi ekki til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Í viðtalinu bendir Ólafur Ragnar á það að sterkustu rök aðildarsinna, evran, skilur eftir sig rjúkandi rúst í Dublin og Aþenu.

Ólafur Ragnar Grímsson veit sem er að umsókn Össurar og Samfylkingarinnar til Brussel er feigðarflan.

Samfylkingin er einangruð í Evrópumálum og getur sér enga björg veitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Douglas Carswell þingmaður á breska þinginu segir í The Guardian:

"...hjálpum Írlandi að aftengjast evrunni og leyfum landinu að fara í gjaldþrot. Don't bail out Ireland, free it"

Orð í tíma töluð.

Ragnhildur Kolka, 24.11.2010 kl. 13:45

2 identicon

Blaðafulltrúi forsetans lýsir því yfir að hann tali í nafni þjóðarinnar. Allir í Evrópu vita að það er ekki evran sem er orsök erfiðleika í Dublin og Aþenu. Allir vita þetta nema palli. Hann er einn í heiminum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:13

3 identicon

Það sjá það allir heilvita menn að ísland á ekkert erindi í ESB. Aðrir hljóta bara að vera eitthvað veruleikafirrtir eða hreinlega fíbbl.

spritti (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 15:20

4 Smámynd: Gunnar Waage

Karlinn á bara fína spretti öðru hvoru og þetta var ágætt hjá honum. Gott hjá honum líka að vekja athygli á makríldeilunni. Hann hefði bara mátt ganga lengra  og benda á mikilvægi strandríkisréttindanna.

Gunnar Waage, 24.11.2010 kl. 15:45

5 identicon

Það nægir til að sannfæra mig um að aðild að ESB sé af hionu góða.

Karl (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 15:45

6 identicon

Karl hefur nu verid sannfærdur lengi.

Evran a mjøg storan tatt i vanda Dublin og Irlands Hrafn. Mjøg. Tar var uppgangur a medan stødnun var i Evropu. Allt of lagir vextir, lægri en verdbolga gerdi tad ad verkum ad folk var ad tapa fe a tvi ad skuldsetja sig ekki.

Nuna eru timburmennirnir of storir.

Tad er Evrunni ad kenna.

...Og vistinni i ESB audvitad.

...Vissirdu tad ekki Hrafn?

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 16:02

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég gef Ólafi Ragnar klapp á bakið í hvert sinn sem hann talar á móti ESB. Ég segi líka að það sé feigðar flan 

Valdimar Samúelsson, 24.11.2010 kl. 16:22

8 Smámynd: Elle_

EVRA kemur annars ekkert fullveldisafsali við.  Maður gefur ekki upp fullveldi lands fyrir neina EVRU.

Elle_, 27.11.2010 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband