Valkostir við Evrópusambandið

Forsætisráðherra Breta, David Cameron, hyggst bjóða Norðurlöndum og Eystrasaltsþjóðum á ráðstefnu með víðtækri dagskrá um samvinnu þessara ríkja. Þjóðirnar sem um ræðir eru jaðarríki í Evrópusambandinu og tvö standa utan, Ísland og Noregur.

Ráðstefnan er til marks um vilja þjóða á jaðri Evrópusambandsins að finna samstarfsfleti. Önnur nýleg dæmi eru Norðurlandaráðsþing sem ræddi endurlífgun Kalmarsambandsins og á ráðstefnu Heimssýnar var rætt um samband strandríkjanna Grænlands, Íslands, Færeyja og Noregs.

Margir valkostir eru við ESB-aðild, þótt sitjandi íslensk stjórnvöld sjái fátt annað fyrir sér en innlimun Íslands í félagsskap meginlandsríkjanna.

 


mbl.is Vill styrkja tengsl við Norðurlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Verum bara einir sér og sjálfir en einhver þjóð þarf að vera til vitnis um þvergirðingshátt svo þjóðir Evrópu viti hvað eigi að varast.

Einar Guðjónsson, 24.11.2010 kl. 17:44

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sem betur fer er Evrópusambandið langt frá því að vera allur heimurinn. Við erum ekki meira ein sér en allur sá mikli fjöldi þjóða sem standa utan þess.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.11.2010 kl. 17:49

3 identicon

Þú ert sem sagt til í samvinnu við fullt af ríkjum, bara ekki Evróðusambandið? Og eigum við þá að búa til nýjan gjaldmiðil í þessari nýju samvinnu? Heldur þú að slík samvinna yrði eitthvað öðruvísi en ESB samvinna? Þú sagðir í Silfri Egils að rök þeirra sem segðust vilja ganga í ESB m.a. til að taka upp evru, væru tómt rugl. Ef svo er, ertu þá til í að koma með einhverja aðrar lausnir í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar, og í guðana bænum ekki koma með dollar eða norska krónu, það felst enginn bakstuðningur í slíkri upptöku og það veistu vel.

Valsól (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 18:30

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Krónan er besti gjaldmiðill í heimi fyrir Ísland enda tekur hún mið af íslenska hagkerfinu.

Dollaraprófið sem aðildarsinnar keppast við að fallast á leggur staðhæfinguna ,,krónan er ónýtur gjaldmiðill" á vogarskálina. Augljóst er að þeir sem af almennum hagfræðisjónarmiðum trúa staðhæfingunni fallast á að við ættum að taka upp alþjóðlega mynt og þrautprófaða, dollarann. En þá kemur í ljós að á bakvið staðhæfinguna eru aðildarsinnar sem gengur það eitt til að leyfa innlimun Íslands í ESB.

Krónan er líklegri að lifa af næsta áratuginn en evran, það sjá allir sem nenna að fylgjast með umræðunni.

Páll Vilhjálmsson, 24.11.2010 kl. 18:42

5 Smámynd: Hasi

„Krónan er líklegri að lifa af næsta áratuginn en evran, það sjá allir sem nenna að fylgjast með umræðunni.“

Þetta fer í spádómaskrínið.

Hasi, 24.11.2010 kl. 19:01

6 identicon

Er þetta ekki eðlilegt þar sem öll löndin eru nágrannar og meira en það þau eru öll á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þetta er nærri því ESB og því ber að fagna þessum viðræðum um viðskipti innan EES.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 19:40

7 Smámynd: drilli

ha ha ha !

Þetta blogg hefði með réttu átt að heita "FANN HÁLMSTRÁ TIL AÐ HANGA Í" en ekki "Valkostir við Evrópusambandið"

drilli, 24.11.2010 kl. 20:14

8 identicon

Dollaraprófið er vitleysa vegna þess að við getum ekki tekið upp dollar einhliða og tvíhliða upptaka er bara ekki í fýsileg ef við viljum ekki verða gjaldþrota. Þess vegna er þetta bara útúrsnúningur.

Egill A. (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 21:06

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Verum bara einir sér og sjálfir en einhver þjóð þarf að vera til vitnis um þvergirðingshátt svo þjóðir Evrópu viti hvað eigi að varast.

Íslensk þjóð er langt frá því að vera ein og sér, við erum með samninga og vináttubönd við mörg ríki innan sem utan ESB, Þótt eflaust ótrúlegt megi virðast fyrir aðildarsinnum ESB þá er ESB ekki upphafið og endirinn af öllum sem gerist á þessari plánetu, ESB er ekki nema um 8% fólksfjöldalega séð af þessari plánetu, þess vegna er engin góð ástæða til að lokast inni með 8% af plánetunni þegar hægt er að hafa samskipti og samvinnu með 100%.

Við getum alveg átt fína samvinnu við ESB án þess að innlimast inn í það ríkjabandalag.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.11.2010 kl. 09:58

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála H.B.J.

Árni Gunnarsson, 26.11.2010 kl. 13:08

11 identicon

Innganga í ESB mun bara einfaldlega ekki loka á restina af heiminum. Það er augljóst því annars þyrfti þessi fullyrðing að standast um 27 þjóðirnar sem eru í ESB en hún gerir það bara einfaldlega ekki.

Egill A. (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband