Össur eða ríkisstjórnin

Umsóknarörvænting Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra eykst með hverju nýju útspili. Skósveinn hans, Þorsteinn Pálsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, fór í hraksmánarlega för til Valhallar að boða fagnaðarerindið um Evrópusambandið: tollafgreiðslukerfi sambandsins eru rök fyrir inngöngu.

Þorsteinn Pálsson nýtur einskins trúnaðar í Sjálfstæðisflokknum eftir að hann gekk Jóni Ágeiri og Baugsveldinu á hönd á tímum útrásar. Dómgreindarleysi Össurar að beita manni með orðspor Þorsteins fyrir ESB-vagninn mælist í gígabætum.

Samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar er rökþrota í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Evrópa stendur báli gjaldþrota evru-ríkja og allar sambandsfréttir úr álfunni verða merktar hörmungum næstu tvö til fjögur árin. Snautlegar röksemdir um inngöngu vegna tollafgreiðslukerfa eða einhvers annars tittlingaskíts afhjúpa himinhrópandi getuleysi að útskýra hvers vegna Ísland ætti að afhenda fullveldi og forræði sinna mála til félagsskapar meginlandsríkja Evrópu.

Samfylkingin getur ekki öllu lengur átt aðild að ríkisstjórn Íslands þegar búið er að kippa fótunum undan helstu ástæðunni fyrir ríkisstjórnarmynduninni. Samfylkingin hafði eitt mál: umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Eina leiðin sem er fær ríkisstjórninni er að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og aðalábyrgðarmaður á misheppnaðri Evrópustefnu víki sæti.

Valið stendur um líf ríkisstjórnarinnar og ráðherradóms Össurar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Þú ert skondinn Páll......en máflutningur þinn er rosalega ósmekklegur og það er í raun akkur að vera ósammála þér miðað við óþroskaðann og illkvittinn málflutning þinn..

En nokkur atriði

1. Ég er þér í grunninn sammála um ESB, ég held að okkur sé best borgið utan þess sértaklega á meðan það liðast í sundur.

2. Orðbragð einsog "skósveinn" og "hraksmánarlega" og annað gildishlaðið orðbragð til að gera lítið úr fólki er ekki rökfastur eða snjall málflutningur heldur illkvittinn áróður.

3. Er það svo að val um að standa með einni viðskiptablokk fremur en annarri gerir mann brottrækann úr þessum flokki? Er það ekki eitthvað mikið skrítið? Hvað með náin tengsl flokksins og feðga þeirra er við Björgúlf og Thor eru kenndir? Eru þau til þess gerð að vekja traust og samstöðu innan flokksins?

4. Framkoma þín í Silfrinu var fólki til umhugsunar, þarsem þú rúllar augunum og setur upp hneykslunarsvip að máli sessunauta þinna einsog unglinga er siður.

5 Og að lokum, þó að við séum í grunninn sammála um að ganga ekki í ESB greinir okkur á um eitt að fyrst aðildarferlið er hafið er eins gott að klára það og sjá samninginn og leyfa þjóðinni að taka þá ákvörðun sjálfa er það ekki? En það er náttúrulega ekki heldur hefð fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum sem hefur staðið gegn þjóðaratkvæðagreiðslum alla tíð frá Lýðveldisstofnun.

6. Spurning: Ertu í beinni áróðursvinnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

7. Spurning: Finnst þér ekkert skrítið að vera enn ekki  miðill fyrirtækis sem er gjaldþrota  og hefur verið um nokkurt skeið?

Kv Ágúst

Einhver Ágúst, 17.11.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fallegt af þér Ágúst að eyða púðri á mig. Spurningar þínar í lokin eru mælskubrögð sem þú gagnrýnir mig fyrir að stunda. Hér hæfir skel kjafti.

Páll Vilhjálmsson, 17.11.2010 kl. 10:52

3 identicon

Maður getur ekki annað en haft samúð með ESB sinnum. Björgunarskipið að sökkva. Maður verður að gefa þeim tíma til að jafna sig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 11:15

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei Páll ég spyr þig beint(eða eins beint og blog getur verið) að því hvað þinn hvati sé, minn hvati er þín umfjöllun....ég er bara að spyrja þig spurninga...þú ræður hvort þú svarar að sjálfsögðu....

 Ég er bara að segja að stuðningsmenn ESB græða á svona málflutningi frekar en hitt.....

 Kv Ágúst

Einhver Ágúst, 17.11.2010 kl. 11:29

5 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Innlit á siðu Páls sl. viku voru 10.800 og flettingar 16.700

Greinilegt að þau skrif eru ekki vatn á myllu ESB sinna, því með hverju viðbótarbloggi Páls fjölgar þeim sem eru á móti innlimun Ísland í ESB. Þekki fólk sem var meðmælt umsókn Islands að ESB en byrjaði að lesa bloggið hans Páls sem varð til þess að það snérist gegn aðild að ESB. - Skemmtilegt það.

Anna Björg Hjartardóttir, 17.11.2010 kl. 12:03

6 identicon

Ég heyrði manninn segja að það væri kostir og gallar á að ganga í Evrópusambandið.  Hann tók einn kost sem dæmi, en hann er sá að við gætum komist í einhverja sjóði ætluðum norðurslóða svæðum.  Hélt í fyrstu að þetta ætti að vera brandari.  Svona á plani við þegar landinn flytur til Danmerkur til að komast á atvinnuleysisbætur og kerfisspenann.  Það þarf að setja lög um að engin sem tekur þátt í aðlögunarferlinu fyrir hönd þjóðarinnar, sem og stjórnmálamenn og þeim tengdum og flokkshestar fái að starfa fyrir hönd þjóðarinnar í störfum sem opnast hjá Evrópusambandinu.  Ætli menn væru jafn áfjáðir í að ganga inn..og ef svo væri, ætli þeir gerðu ekki aðeins meiri kröfur á að aðlögunarferlið myndi skila þjóðinni sem mestu...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 12:44

7 identicon

Ágúst.  Þú talar aðeins fyrir þína hönd en örugglega ekki margra annarra, þó svo að í einhverri óskiljanlegu sjálfsáliti fullyrðirðu annað.  Segir hugur að það eru ekki ýkja margir sem vildu spyrða sig við jafn ómálefnalega og hrokafulla innkomu og afskaplega barnalegt innlegg.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 12:50

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Aðeins til að svara þessum háttvirta "Einhverjum Ágústi" eins óáreiðanlegt og sú algerlega ótilgreinda nafngift er, þá vil ég bara segja þér að Páll Vilhjálmsson blaðamaður með meiru er einhver mest víðlesnasti bloggari landsins. 

Páll er gríðarlega sterkur penni og heldur sig nær undantekningarlaust við rökfræði og staðreyndir mála. Víst er hann harður andstæðingur ESB aðildar/innlimunar Íslands en hann er nokkuð naskur á það að passa sig á að fara ekki yfir strikið í málflutningi sínum. Það er annað en hægt er að segja um mjög marga ESB trúboðana og þeirra úrtölulið sem hamast á okkur sem viljum verja sjálfstæði og fullveldi landsins okkar. Sem dæmi þá hafa þeirra helstu postular kallað okkur ESB innlimunar andstæðinga opinberlega á Evrópusíðunni þeirra öllum illum nöfnum svo sem: " Fífl, bjána, vitleysinga, hálfvita og fávita en einnig fasista og nasista og mörgum fleiri skammaryrðum, eins málefnalegt og það nú er.

Páll Vilhjálmsson hefur aldrei leyft sér mér vitanlega að ganga svona sóðalega fram í sínum málflutningi, þó svo hann geti verið beittur og kjarnyrtur en það er annað mál.

Áfram Páll Vilhjálmsson, Beittu áfram óhikað og markvisst orðasvipu þinni á þessu úrtöluliði landsölumanna og ESB aftaníossa sem einskis svífast í ESB áróðri sínum !      

Gunnlaugur I., 17.11.2010 kl. 16:01

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Páli ferst að tala um skósveina. Hann er nú einn slíkur sjálfur. En hann er ekki pennalatur. Það þýðir samt ekki að allt sem frá honum kemur sé jafn merkilegt. Þegar ráðist er á persónu Þorsteins fyrir að "skrifa í Baugsmiðil" getur það þýtt það að Þorsteinn hafi ekki ritfrelsi á öðrum vettvangi? Var ekki Ólafi Stephensen skipt út vegna skoðana sinna á ESB-aðildarviðræðunum? Þá var hann ráðinn að Baugsmiðlinum. Já já og tökum núna hressilega í nefið.

Gísli Ingvarsson, 17.11.2010 kl. 20:35

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Merkileg þessi tilraun til að gefa í skyn að ég sé hér undir nafnleynd að dreifa skít.....það er ekki svo, það myndi nægja hverjum sem er a klikka á mig til að sjá fullt að nafn mitt er Ágúst Már Garðarsson.

Og skrítið hvernig allir sjá mig sem landsölumann og ESB aftaníossa þegar ég viðurkenni og tek sérstaklega fram að ég er í raun gegn aðild....svo ég skil ekki alveg viðkvæmnina....

Einhver Ágúst, 18.11.2010 kl. 00:27

11 identicon

Ég bið þig afsökunar herra Ágúst Már Garðarsson, ég hefði átt að athuga þetta betur áður en ég fór að blammara á þig útaf þessu "Einhver Ágúst".

Fljótfærni hjá mér.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband