Velgengni Gnarr verður fall hans

Kjósendur vildu ekki stjórnmál síðast þegar þeir kusu í Reykjavík heldur persónu sem dró dár að pólitíkusum. Jón Gnarr var slík persóna. Mistökin sem hann gerði eftir glæsilegan kosningasigur var hætta ekki leiknum og valhoppa úr pólitíkinni fyndinn, hnarreistur og hvers manns hugljúfi.

Jón Gnarr gerði bandalag við Samfylkinguna til að verða borgarstjóri og fá eitthvað í aðra hönd fyrir ómakið. Fólki finnst hann ekki lengur skemmtilegur, hann er lúpulegur og vekur æ meiri andstyggð.

Uppistandarinn veldur ekki hlutverkinu að vera alvarlegur stjórnmálamaður og hann getur ekki stjórnað með fimmauratilsvörum.

Borgarstjórinn mun senn undirbúa brotthvarf sitt. Við skulum vona að það verði hægt að hlæja að þeirra uppákomu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Verst held ég að þeim liði sem greiddu þessu humbúkki atkvæði sitt, þeim er engin leið að vorkenna.

Fólk sem skilur ekki hvaða ábyrgð fylgir atkvæðisrétti í lýðræðislegu samfélagi á ekkert betra skilið.

Ragnhildur Kolka, 6.11.2010 kl. 16:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ljótt af fréttamönnum að vera að taka viðtöl við hann Jón Gnarr. Til hvers eru menn að reyna að lát hann verða að því gjalti sem hann auðvitað verður ef hann er spurður útí borgarmál. Hann veit ekki neitt um nein mál. Þetta maður sem er góður á sínu sviði og á að halda sig þar.

Spyrjið heldur Dag Eggertsson sem er sá forystuna hefur.

Þeir kjósendur sem kusu þennan Dag frá stjórn borgarinnar reyna nú orðin í sálmi Hallgríms Péturssonar á sjálfum sér."Það sem að hann helst varast vann, varð þó að koma yfir hann."

Halldór Jónsson, 6.11.2010 kl. 19:11

3 identicon

Jón vildi fá ,,þægilega innivinnu".  Maður sér það á frammistöðu Jóns aö starf borgarstjóra er erfitt, um það þarf enginn að velkjast í vafa, ekki síst á tímum sem við höfum nú.  Atkvæðin sem "Besti flokkurinn" fékk voru ekkert annað en refsiatkvæði sem pólitíkusar áttu svo sannarlega skilið að fá.

Það dapurlega er að nú sitjum við borgarbúar uppi með ómögulegan borgarstjórnarmeirihluta - sem vonandi verður ekki of dýrkeypt reynsla fyrir okkur um það er lýkur.  Enda sjáum við í skoðanakönnunum að týndu sauðirnir eru nú aftur að skila sér til föðurhúsanna, þar sem nú er ljóst að í skárri hús er ekki að venda.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 20:19

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er dapurlegt, að kjósendur höfuðborgarinnar, Reykjavíkur, féllu svo létt fyrir klofbragði Samfylkingarinnar, sem tapaði í raun meira fylgi en Sjallarnir, til að koma Degi B. Eggertssyni að sem "borgarstjóra" !?

Það sem verra er, að Fjórflokkurinn þorir ekki í nýjar kosningar til Alþingis,vegna hættu á, að sagan endurtaki sig! Mér finnst kjósendum sýnd lítilsvirðing, ef stjórnmálamenn ætla landsmenn svo vitlausa, að þeir kjósi yfir sig "Gnarrflokk" innan árs frá slysinu í sveitarstjórnarkosningunum ?

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.11.2010 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband