Samfó býður Steingrím J. velkominn

Aðildarsinnar í Samfylkingunni halda ekki vatni yfir sinnaskiptum Steingríms J. um helgina þar sem hann sagðist hlynntur því að halda áfram ferlinu sem hófst með umsókninni. Gísli Baldvinsson heldur úti samfylkingarbloggi í kjördæmi formanns Vg. Í athugasemdakerfi Gísla skrifar Úlfar Hauksson fyrrum formaður Evrópusamtakanna

Það er í raun ekki hægt að lesa annað í tilsvörum Steingríms en að hann sé búinn að skipta um skoðun í ESB málinu. Hann er a.m.k. ekki á sömu skoðun og hann var; að ESB aðild komi ekki til greina.

Úlfar vekur athygli á því sem alkunna er: Það er ekki hægt að sækja um aðild að Evrópusambandinu nema vera fylgjandi inngöngu. Steingrímur J. vissi þetta 2005 en valdagræðgin blindaði honum sýn fjórum árum síðar.

Úlfar þykist vita hvar Steingrímur J. á heima

Ég efast þó um að Steingrímur hafi kjark til að viðurkenna skoðanaskipti sín opinberlega. Hann þyrfti þá að skipta um flokk í leiðinni. Reyndar er það svo að maður skilur ekki hvernig skynsemisarmur VG þolir við í þessari hjörð. Steingrímur, Árni Þór, Katrín, Björn Valur ofl eiga að sjálfsögðu að skipta yfir í Samfylkingu jafnaðarmanna. Mun betri íverustaður en vinstri sósíalistabælið.

Dómgreindin brást Steingrími herfilega þegar hann samdi við Össur um myndun Jóhönnustjórnar og aðildarumsókn. Maður sem einu sinni sýnir sig kexruglaðan er tæplega traustsins verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samfylkingin reiknar rétt þegar hún nefnir þá sem munu fylgja foringja sínum á flóttanum frá kjósendum.

Hvers vegna Svandís er ekki líka boðin velkomin er hins vegar umhugsunarefni. Hún hefur verið ódeig í fylgispekt sinni við að koma Íslandi á vonarvöl með Icesave-greiðslunni. Er hægt að hafa betri meðmæli fyrir inngöngu í Samfylkinguna? 

Ragnhildur Kolka, 26.10.2010 kl. 16:55

2 Smámynd: Elle_

Já, mikið vildi ég að ofantaldar Icesave-jarðýtur færu yfir í samfó-ið þar sem þeir eiga heima og væru þar enn þegar flokkurinn leggst niður.  Stóra villan Gísli: Jafnaðarmenn segirðu??

Elle_, 26.10.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband