Össur einangrast með ESB-umsóknina

Forseti Íslands minntist ekki einu orði á aðildarumsóknina að Evrópusambandinu í ávarpi sem hann hélt við setningu alþingis 1. október. Engu að síður voru utanríkismál meginefni ávarpsins. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ætlar að gera aðlögun að Evrópusambandinu að aðalverkefni utanríkisþjónustunnar næstu árin en Ólafur Ragnar lætur sér fátt um finnast.

Forsetinn rædd samskipti Íslands við stórveldi á borð við Rússland, Kína, Indland og Bandaríkin en gat Evrópusambandsins aðeins í framhjáhlaupi. Forsetinn talar fyrir fullvalda þjóð utan Evrópusambandsins. Eftirfarandi orð eru til vitnis um það

Allt sýnir þetta að Ísland á þrátt fyrir áföllin marga góða kosti, sóknarfæri sem brýnt er að nýta. Hrakspár sem heyrðust áður fyrr, að orðspor landsins hefði laskast svo í kjölfar bankahrunsins að við myndum einangrast á alþjóðavelli, hafa sem betur fer ekki ræst. Þvert á móti er hægt að færa ítarleg rök fyrir því að staða Íslands hafi sjaldan, ef nokkru sinni, falið í sér jafn fjölbreytt tækifæri, að lega landsins muni og á komandi árum reynast okkur hinn mesti styrkur.

Síðar í ávarpinu ræðir forsetinn nauðsyn þess að samhljómur sé á milli þings og þjóðar. Þar með undirstrikar hann boðskap sinn að Össur utanríkisráðherra er á villigötum með umsóknina til Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fyrirgefðu, en voru ekki 65% fylgjandi þessu aðlögunarferli síðast þegar spurt var?  Og þótt það þjóni þínum málstað að hampa orðum forsetans þá er ég mjög efins um að samhljómur ríki milli þjóðar og forseta eftir það sem á hefur gengið með útrásardýrkun Ólafs Ragnars og fyrirmennadekur. Ég held að þjóðin sé ekki jafn grunnhyggin og hann heldur.  Og ég kýs að vera á móti aðild að ESB á mínum forsendum en ekki sem lúðurþeytari Ólafs ragnars

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband