Evrópuherinn aftur á dagskrá

Franski varnarmálaráðherrann Hervé Morin krefst aukinnar evrópskrar samvinnu á sviði hernaðar- og varnarmála til að Evrópusambandið geti haldið sínu gagnvart herveldum eins og Bandaríkjunum og Kína. Á fundi varnarmálaráðherra Evrópusambandsríkja á föstudag var lýst áhyggjum yfir niðurskurði til hermála hjá einstölum ríkjum og ræddar leiðir til að bæta það upp með samvinnu.

Hernaðarsamvinna Evrópusambandsríkja byggir m.a. á Lissabon-sáttmálanum sem veitir heimild fyrir hervæðingu og Sankti Malo-yfirlýsingu forsætisráðherra Frakklands og Bretlands árið 1998. Þar segir m.a.

The Union must have the capacity for autonomous action, backed up by credible military forces, the means to decide to use them and a readiness to do so, in order to respond to international crises.

Evrópusambandið veit sem er að hernaðarmáttur er lykilatriði fyrir stórveldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður ekki amalegt að geta/verða að senda börnin í alvöru her!!  :-(

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 17:45

2 identicon

Þetta blaður um evrópskan her er nánast fyndið ef aldursdreifing íbúa Evrópu er höfð í huga. Nú þegar er komin upp veruleg vandamál vegna aldurssamsetningar og fyrirséð að húsnæðisverð muni hríðfalla víða í Evrópu vegna aldurssamsetningar íbúanna. Þeir sem ungir eru verða ekki endilega tilbúnir til að borga himinháa skatta vegna lækniskostnaðar og annars slíks sem fylgir rosknu fólki né heldur þjóna í slíkum her.

Hermáttur er eitt, vilji til að nota hann er enn annað. ESB hefur ekki staðið sig vel varðandi það að leggja til hermenn í t.d. Afganistan. ESB er pappírstígrisdýr og Evrópa hefur séð sínu glæstu daga, nú liggur leiðin sífellt hraðar niðurá við :-( Þetta tal um her er tal manna með minnimáttarkennd sem ættu að vita betur. Hernaðarbrölt kostar líka verulega fjármuni og þá verður erfitt að finna nú sem endranær.

Helgi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband