Sunnudagur, 15. ágúst 2010
Magma-leiktjöldin rifin niður
RÚV reif niður afganginn af Magma-leiktjöldunum í sexfréttum. Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp aðeins að nafninu til í HS-Orku og HS-Veitu. Starfsmannahald, innviðir og aðstaða er hin sama fyrir báða hlutana. Með því að hleypa Magma inn í einn hluta er fyrirtækið komið í aðstöðu til stýra báðum hlutum gömlu Hitaveitu Suðurnesja.
Þegar leiktjöldin eru farin stendur það eitt eftir að Magma-málið er tilraun til þjófnaðar á opinberum eigum.
Athugasemdir
Ekki nóg með það. HS Veitur eru í ábyrgð fyrir skuldum HS orku upp á tæpa tíu milljarða!
http://www.dv.is/frettir/2010/7/30/i-milljarda-abyrgd-fyrir-magma-energy/
TH (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 20:55
Þetta er útkomann, þegar krata-stjórn er við völdin.
Dexter Morgan, 15.8.2010 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.