Uppsteyt auðrónanna í Sjálfstæðisflokknum

Auðrónadeild Sjálfstæðisflokksins á innhlaup í Fréttablaðið þar sem Ólafur Stephensen gætir þess að halda hlífiskildi yfir vini sínum Guðlaugi Þór Þórðarsyni ofurstyrkþega. Nærfellt öll auðrónadeild flokksins er hlynnt inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Eftir að auðsuppsprettur þornuðu hér heima lítur þessi hópur til Brussel með græðgiblik í augum.

Fréttablaðið gerir því skóna að ef auðrónadeildin fái ekki sínu framgengt og landsfundur þegi þunnu hljóði um Evrópumál muni hópurinn stofna nýja hægriflokk.

Tvíeykið til að leiða nýjan hægriflokk er Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður og Árni Sigfússon bæjarstjóri Magmabæjar á Suðurnesjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Staðreyndin er sú að ESB- trúboðið á Íslandi á í mikilli tilvistarkreppu sem stafar í fyrsta lagi af því að ekki stendur lengur steinn yfir steini í málatilbúnaði trúboðsins en á hinn bóginn er fylgisleysið orðið svo tilfinnanlega nöturlegt. 

Þeir reyna því nýjar og örvæntingarfullar baráttuaðferðir til þess að vekja athygli á sér og nota óspart til þess sína meðvirku fjölmiðlamenn sem enn syngja ESB innlimuninni lof og dýrð.

Þeir geta hótað að kljúfa flokka og eða stofna nýja en þessar meintu "stórfréttir" þeirra eru samt alls engar fréttir og aðeins stormur í galtómu vatnsglasi þeirra sjálfra. 

En þetta lagar hvorki veiklaða málefnastöðu þeirra né lappar það uppá berstrípað fylgisleysið. 

Árangurinn verða því lítið annað en útbólgnar stríðsfyrirsagnirnar og síðan gremja og vonbrigði þeirra sjálfra yfir fylgisleysinu og gjörtapaðri málefnabaráttu.

Gunnlaugur I., 24.6.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband