Icesave/ESB kostnaður Samfylkingar lendir á okkur

Samfylkingin ætlar að verða Íslendingum dýrkeyptur flokksbrandari. Ekki nóg með að Samfylkingin framlengdi líf útrásarinnar með því að taka Baug og Jón Ásgeir upp á sína arma heldur er ótímabær umsókn um aðild að Evrópusambandinu tilefni Breta og Hollendinga til að halda að við ætlum að borga fjallaháa Icesave-reikninga.

Samfylkingin hefur komið Íslandi í pólitíska og efnahagslega herkví. Með umsókn Samfylkingar um aðild Íslands að ESB er Bretum og Hollendingum boðið upp á þvingunarúrræði sem þeir hafa óspart nýtt sér. Á meðan Icesave-uppgjör dregst á langinn er tómt mál að tala um endurreisn efnahagslífsins.

Við stofnun Samfylkingarinnar var haft á orði að þar væru komin í einn flokk mestu hagfræðieðjótar landsins. Það gleymdist að taka fram að mestu imbar Íslandssögunnar í alþjóðasamskiptum hefðu einnig fundið sér heimili í Samfylkingunni.

 


mbl.is Beiti ESB í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var nú ansi sterkt til orða tekið.

Kosturinn við það er að óþarfi er nokkru við að bæta....

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband