Mútuþægni þingmanna

Siðlausir peningar þvælast ekki þingmönnum á alþingi Íslendinga. Samfylkingin ruddi veginn fyrir gagnaverslögum handa Björgólfi Thor Björgólfssyni fyrrum eiganda Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn studdi. Samfylkingarmaður, Vilhjálmur Þorsteinsson, titlaður fjárfestir, liðkaði fyrir lofaði 500 störfum.

Rökin sem þingmenn nota til að styðja siðlaust auðmannadekrið eru þau að Björgólfur Thor veiti mönnum vinnu.

Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með gagnaversfrumvarpinu ættu kannski að koma sér saman um hvenær land og þjóð eru svívirt nægilega til að þeir standi í lappirnar.

Lára Hanna Einarsdóttir gerði okkur góðan greiða og tók hörmungina saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 ...hvenær land og þjóð eru svívirt nægilega...

Alltaf fróðlegt að lesa pistla þar sem hlutirnir eru nefndir réttum nöfnum.

Sparar að auki dýrmætan tíma.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband