Gulli heldur lífi í ríkisstjórn Jóhönnu Sig.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. lafir enn vegna þess að valkostur er ekki fyrir hendi. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera stjórntækur en er það ekki vegna þess að hópur í kringum Guðlaug Þór Þórðarson ofurstyrkþega stendur í vegi fyrir endurreisn flokksins.

Hópurinn í kringum Guðlaug Þór hafa margir hverjir verið á spena auðmanna, s.s. Þór Sigfússon fyrrv. forstj. Sjóvá, Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og  Þorsteinn Pálsson fyrrv. ritstjóri Fréttablaðsins. Aðrir í hópnum eru m.a. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og Árni Sigfússon bæjarstjóri.

Hópurinn, sem stundum er kallaður auðrónadeildin, gerir kröfu um afsögn Guðlaugs Þórs að innanflokksdeilum og sakar gangrýnendur að sækja að Guðlaugi Þór á fölskum forsendum. Guðlaugur Þór var viljugt verkfæri auðmanna og er óhæfur til þingmennsku. Rónadeildin er á öðru máli.

Guðlaugur Þór er kominn í sama hlutverk í Sjálfstæðisflokknum og Össur Skarphéðinsson í Samfylkingunni þegar hann atti kappi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um formennsku. Andstæðingar Samfylkingarinnar vildu Össur sem formann, rétt eins og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins styðja Guðlaug Þór og tilburði auðrónadeildarinnar til að halda honum sem þingmanni.

Þegar það rennur upp fyrir stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins að þeir sé hafðir að fíflum munu þeir yfirgefa flokksskútuna í hrönnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Páll ég get verið sammála þér um að Stjórn Jóhönnu lifir vegn skorts á frambærilegu fólki. En Sjálfstæðisflokkurinn er jafnlangt frá því að vera stjórntækur og Mafían á Ítalíu.  Ef þið reynduð að koma spillingaröflunum frá og koma að nýju fólki ættuð þið tækifæri.  En eins og er er Sjálfstæðisflokkurinn Mafía Íslands.  Þar er upphaf og endir hrunsins.  Ef þið bara takið ykkur tak og hreinsið til, þá eigið þið tækifæri.  En eins og allt sýnist með ykkur, þá verður Sjálfstæðisfokkurinn ekki til eftir næstu kosningar.  Málið er að íslendingar eru að vakna upp og sjá lygarnar, leikþættina sem Flokkurinn hefur sett á svið, og ef þið hreinsið ekki til og gerið upp við fortíðina, þá mun ekki nokkur maður hafa geð í sér til að kjósa ykkur nema nokkrir sanntrúaðir og með leppa fyrir augum, með sjálfstæðisglýju í augum.  Sorrý en þannig verður þetta bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband