Samfylkingin einangrar alþingi frá þjóðinni

Samfylkingunni líðst að einangra þingvilja frá þjóðarvilja. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar, eða 70 prósent, er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þrátt fyrir það tekst Samfylkingunni, sem fékk vel innan við þriðjung atkvæða í síðustu kosningum, að halda til streitu umsókn Íslands um aðild að ESB.

Í öllum þjóðfélagshópum er meirihluti andvígur aðild. Aðeins sá þjófélagshópur sem kýs Samfylkinguna er í meira mæli hlynntur aðild en mótfallinn. Og fylgi Samfylkingar hríðfellur, samkvæmt skoðanakönnunum.

Á meðan staðfest er gjá milli þjóðarvilja og alþingis í jafn veigamiklu máli og hér um ræðir verður engin leið fyrir stjórnvöld að fá almenning til að vinna með sér. Stjórnvöld eiga að hafa frumvæði að því að leggja fram þingsályktun um að ríkisstjórnin dragi tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú veist það nú sennilega manna best að engar líkur eru á því að þessi Ríkisstjórn snúi þessu aðildarferli við í miðri á. Þá fyrst myndi hún missa alla tiltrú. Ríkisstjórn sem snýst eins og vindhani eftir skoðunum almennings á sér ekki tilverurétt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.3.2010 kl. 09:52

2 identicon

Sæll Páll.

Algerlega sammála þér Páll.

Það hefur ekkert eitt mál sundrað og splundrað þessari þjóð meira á öllum Lýðveldistímanum heldur en þessi flumbrugangur með að senda inn þessa algerlega ótímabæru ESB umsókn og gegn miklum meirihluta þjóðarinnar, þó þeim hafi tekist að nauðga þessu gegnum þingið.

Ofan á það og ein afleiðing af umsókninni er svo þessi linnka og ræfildómur gagnvart ICESAVE málinu.

Ríkisstjórnin mun aldrei frá frið með eitt né neitt og getur aldrei sameinað þjóðina að baki sér með þetta hangandi yfir okkur.

Það verður alltaf holur hljómur í öllu sem þau segja eða gera.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 09:54

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það átti aldrei að fara af stað með þessa umsókn, það voru aldrei forsendur fyrir henni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.3.2010 kl. 09:56

4 identicon

Algerlega sammála. Það pirrar mig líka ótrúlega að nú skuli verið að eyða yfir 100 milljónum í að láta þýða Lisbonsáttmálann. Hvernig er hægt að réttlæta það?

Dagga (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 10:27

5 identicon

Það er alveg rétt sem Hjörtur segir hér að ofan:

"það voru aldrei neinar forsendur fyrir því að senda þessa ESB umsókn inn"

En síðan þá hefur forsendu bresturinn orðið enn dýpri og augljósari allri þjóðinni.

1. Nú eru 70% þjóðarinnar algerlega andvíg ESB inngöngu.

2. Röksemdir ESB innlimunarsinna voru lengi vel um það að atvinnulífið hrópaði á ESB aðild, reyndist haldlaus lygi, þegar það var skoðað nánar. Kannanir hafa sýnt að drjúgur meirhluti forsvarsmanna atvinnulífsins er líka andvígur ESB aðild. Víst hafa forsvarsmenn þessara samtaka ásamt samtökum verkalýðsins lengi haldið uppi sameiginlegum ESB áróðri en þarna tala greinilega algerlega umboðslausir gasprarar.

3. Rök innlimunarsinna um svo mikla vernd og skjól sem við myndum hafa af ESB aðild hefur sýnt sig í að vera haldlaust oragjálfur. Kjarnaríki ESB, þ.e. stórríkin og löndin sem að þeim leiggja vilja ekkert hjálpa þessum jaðarríkjum sem nú kallast PIGS. Ástandið í þessum ríkjum er mun verra en á Íslandi og á einungis eftir að versna. ESB gerir minna en ekkert. Falskt öryggi er mun verra en eitthvert öryggisleysi sem lýsir sér í því að ríki læra að þurfa fyrst og fremst að treysta á sjálfan sig.

4. Rökin um Evruna, eru algerlega haldlaus. Fyrsta lagi væri ekki hægt að taka hér upp Evru fyrr en eftir lágmark 10 til 12 ár þó svo að við gengjum inn á morgun. Síðan hafa komið fram ýmis mál sem sýna að smáum jaðarríkjum er Evran jafnvel hættuleg. Evru mynntsamstarfið á nú í gríðarlegum innri erfiðleikum og margir málsmetandi hagfræðingar segja að það muni ekki standast og sé byggt á sandi.

5. Þetta ESB samningsbrölt hefur veikt stöðu okkar í ICESAVE málinu gríðarlega. Þar hefur að kröfu Samfylkingarinnar stanslaust átt að gefa eftir til að halda friðinn og eiga möguleika á að henda skjóðunni með umsókninni og Íslandi milli stafs og hurðar inní þetta vonlausa ESB apparat.

6. Framkoma þessara ríkja í ICESAVE málinu þ.e.a.s. Bretlands og Hollands með fulltingi ESB valdaapparatsins, hefur ekki orðið til þess að sýna okkur fram á það væri gáfulegt að vera smáríki með þessum stórríkjum í svona yfirgangs- yfirríkjabandalagi.

 6. Ör þróun ESB í átt frá opnu lýðræði að miðstýrðu Stórríki er eitthvað sem alls ekki myndi hugnast okkur Íslendingum.

7. Á versta tíma hefur stjórnsýslan og ráðuneytin verið meira og minna upptekinn við að safna allkyns upplýsingum og þóknast Brussel skrifræðinu og auk þess þurft að kosta til rándýra sérfræðinga að auki. Þetta hefur á versta tíma tafið það að þetta sama fólk gæti sinnt brýnustu innanlandsmálum, auk þess að kosta beint u.þ.b. 1 milljarð en óbeint sjálfsagt 2 til 3 milljarða. Það er dýrt bjölluaat.

8. Síðan hefur þessi ESB umsókn gert Ríkisstjórnina sundurþykka og samstöðulausa að ýmsu leyti og tafið fyrir öðrum nauðsynlegum úrbótum sem hún hefði þurft að fást við af festu og einurð. Mikið hefur skort á það. Fyrir utan nú að þetta hefur sundrað og splundrað þjóinni meir og verr en nokkur dæmi eru um í allri lýðveldissögunni. 

Margt fleira mætti telja til en ég læt þetta nægja til þess að sýna nokkrar af aðal röksemdunum til þess að það sé þjóarnauðsyn að draga þessa ESB umsókn til baka nú þegar.

Ef Ríkisstjórnin áttar sig ekki á hverjum bjallan glymur í þessu máli og dregur þessa ESB umsókn til baka, þá verður þessi Ríkisstjórn að fara frá þegar í stað !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 11:46

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta er ein allsherjar sorgar saga sem á eftir að verða dýrkeypt fyrir þjóðina og ríða Samfylkingunni og Vinstri grænum að fullu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.3.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband