Landbúnaður er málið í ESB

Um fjörtíu prósent af fjárlögum Evrópusambandsins taka til landbúnaðarmála. Landbúnaðarstefnan, CAP, er langstærsti einstaki þátturinn í starfsemi Evrópusambandsins. Rætur stefnunnar liggja til eftirstríðsáranna þegar matarskortur var í álfunni.

Landbúnaðarstefnan tekur til framleiðslu og markaðssetningu landbúnaðarafurða. Á síðari árum eru byggðamál fléttuð saman við landbúnaðarstefnuna. Samkvæmt könnun ESB telja nær níu af hverjum tíu Evrópubúum landbúnað og dreifbýli skipa veigamikinn sess í framtíð álfunnar.

Þrátt fyrir að landbúnaðarstefnan hafi lengi verið umdeild, m.a. vegna spillingar sem þrífst í skjóli hennar, er breiður stuðningur við landbúnaðarstefnuna í ríkjum sambandsins.

Hér er samantekt um viðhorf íbúa ESB til landbúnaðarstefnunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grikkland hefur fengið himinhár upphæðir frá Brüssel til styrktar landbúnaði.

Mér hafa Grikkir sagt, að ófáir bændur hafi notað peningana til kaupa á íbúð handa dótturinni, sem skyldi verða hennar ???ί??, eða heimamundur.

Ég veit að þessi saga er sönn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 23:07

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Páll, ég má nú ekki vera að því að taka hér til máls um landbúnaðarmál að sinni.

En ég vil þakka þér fyrir liðveislu við okkur skæruliða bændur sem svo vorum nefndir í bændafélaginu Röst á sínum tíma og börðumst m.a. við Bændaforustuna út af búvörulögunum og landbúnaðarkvótum.

Greinin eða samantektin eftir þig hét ,, Bændablús í beinni" og kom í Vikublaðinu 28. janúar 1994 og eru því 16 ár síðan. 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.1.2010 kl. 23:18

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hef alltaf talið að sá "heimskautalandbúnaður" sem stundaður er á okkar ástkæra landi, af þrautagóðu bænda og búaliði, muni verða einn af okkar "ásum" í viðræðum við þetta bandalag, og verði klárlega tekið út fyrir sviga, ef ekki væri nema hversu fjandans góðar íslenskar kótilettur í raspi með grænum ORA baunum smakkast, að ekki sé minnst á hrygginn með stökkri pöru Páll minn.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.1.2010 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband