Trump, vonda fólkið og bandarísk hnignun

Bandaríkin eru í vondri stöðu. Trump forseti stendur höllum fæti í valdabaráttu þar sem afstaðan til Rússlands er miðlæg. En raunveruleg ástæða fyrir valdabaráttunni er önnur.

Í sumum valdakreðsum í Washington og á ritstjórnum öflugra fjölmiðla er Pútín Rússlandsforseti sagður með horn og hala og hafi með tölvudjöfulskap gert Trump að forseta. Þess vegna verði Trump að víkja.

Yfirvegaðri sálir segja að Bandaríkjunum stafi engin hætta af Rússlandi og Pútín. Bæði er Rússland veikt ríki í samanburði við stórveldið og er í vörn allar götur frá falli Sovétríkjanna fyrir aldarfjórðungi. En yfirvegun ræður ekki ríkjum í Wasington heldur örvænting.

Örvæntingin stafar ekki síst af misheppnaðri utanríkisstefnu Bandaríkjanna frá aldamótum. Eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 stóðu Bandaríkin fyrir hernaði vítt og breitt, en einkum í miðausturlöndum, sem áttu að styrkja bandarísk áhrif í heiminum.

Íraksstríðið, sem hófst 2003, skyldi vera sniðmát fyrir stórveldahagsmuni Bandaríkjanna. Ætlunin var að móta Írak sem bandalagsríki þar sem lýðræði og velmegun væri auglýsing fyrir yfirburði stórveldisins. En það fór á annan veg, Bandaríkin fóru úr Írak með skottið á milli lappanna árið 2011. Írak er ónýtt ríki.

Eftir útreiðina í Írak var hleypt af stokkunum smærri verkefnum, í Sýrlandi og Líbýu, en þau skiluðu sömu niðurstöðu, borgarastríði og ónýtum ríkjum. Úkraína í Austur-Evrópu var enn annað bandarískt verkefni sem fór út um þúfur 2014.

Valdaelítan í Washington, sem ber ábyrgð klúðrinu, sér möguleika að slá tvær flugur í einu höggi með því að spyrð saman forsetana Trump og Pútín.

Trump lofaði í kosningabaráttunni á síðasta ári að hætta stríðsreksti Bandaríkjanna. Með því að gera Trump að útsendara Pútín er vonda fólkið komið með afsökun fyrir hve hörmulega tekist hefur til alla þessa öld að styrkja Bandaríkin í sessi sem heimsveldi.

 

 

 


mbl.is Trump ofsóttur af „vondu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir einu mikilvægu atriði í þessu máli og það er Evrópa. Evrópa á enga olíu en Rússar selja olíu ódýrt til Evrópu og hefur það gert Evrópu kleift að hita hausinn og halda iðnaði að fá þetta undir markaðsverði frá Rússum. Ef Rússar hefðu ekki skipt sér af Sýrlandi væri straumur flóttamanna en til Evrópu og í kjölfar þeirra væru sjúkir einstaklingar sem bæru með sér sjúkdóma sem verið var að ala fram í Aleppo.

Putin var heiðarlegur, hann sagðist ekki vera að þessu til að bjarga heiminum heldur var Rússland einnig skotmark í þessu dæmi sem hann sá sig knúinn að stöðva.

Þetta eru staðreyndirnar og hver sá sem heldur að Bandaríkin séu að njósna um aumingja á Íslandi af góðgerðarstarfsemi á bágt og reglulega mikið af því.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband