Enn eitt RÚV-samsærið: falsfréttir frá Efstaleiti

RÚV bjó til samsæriskenningu um að skýrslu um aflandsreikninga hefði verið stungið undir stól í fjármálaráðuneytinu. RÚV vélaði með Stundinni að láta svo líta út sem ,,hvíttað" hefði verið dagsetningu skýrslunnar, þ.e. hún fölsuð. Í frétt 8. janúar segir RÚV:

Fréttastofa hefur fengið staðfest í dag að dagsetninguna hafi verið að finna á upprunalegri skýrslu starfshópsins.

Aðgerðafréttamönnum á Efstaleiti var í mun að búa til pólitíska ólgu vegna stjórnarmyndunarviðræðna. Fréttastofan fjallaði sáralítið um efnisinnihald skýrslunnar, aðalatriðið var að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn og formann hans.

RÚV er orðin helsta miðstöð falsfrétta á Íslandi.

 

 


mbl.is Enginn texti „hvíttaður“ í skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygar og leyniþjónustur

Leyniþjónustur lifa og hrærast í heimi lyga og blekkinga, eðli málsins samkvæmt. Leyniþjónustur stunda ekki sannleiksleit í venjulegum skilningi orðsins. Þeim er beitt til að fá ,,óvininn", hver sem hann er, til að trúa ósannindum og flokka sannindi sem lygar.

Njósnir eru sagðar næst elsta atvinnugreinin í henni veröld, á eftir vændi.

Meintar upplýsingar um Trump koma frá fyrrum starfsmanni bresku leyniþjónustunnar sem rekur ráðgjafafyrirtæki. Andstæðingar Trump í Republíkanaflokknum keyptu þjónustu fyrirtækisins þegar forval flokksins stóð yfir. Demókratar komu í kjölfarið, eftir að Trump var útnefndur, og keyptu sömu þjónustu - sem er að útbúa upplýsingar um hve Trump er óvandaður maður. Eins og það þyrfti njósnir til að afhjúpa það. Hlutlægur sannleikur í skýrslu af þessari gerð er álíka og ástin sem kúnni fær hjá vændisþjónustu.

Í frétt Telegraph um Trump-skýrsluna kemur fram að markmiðið er að sannfæra háa sem lága að Trump sé óhæfur til að vera forseti. En, óvart, þá verður Trump forseti eftir viku.


mbl.is Boðar skýrslu um tölvuárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að dópa sig til heilsu

Fréttir og rannsóknir um að heilsubætandi sé að drekka áfengi eða dópa sig til heilsu eru allar því marki brenndar að velja afmarkaða virkni á valda hópa.

Rauðvínsglas annað veifið er gott fyrir heilsuna, líka að drekka stöku bjór með vinum og kannski að staupa sig fyrir matinn. Að fá sér jónu endrum og sinnum er alltaf ólöglegt en trúlega skaðlaust fyrir heilsuna.

En hvorttveggja áfengi og kannabisefni eru vímuefni sem skaða samfélagið mun meira en þau bæta líðan fárra. Þess vegna eigum við hvorki að leyfa áfengi í matvöruverslanir né lögleiða kannabisefni.


mbl.is Virknin ekki sú sem er lofuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsfréttir, Elvis og umræðan

Lýðræði á vestræna vísu byggir á trausti á stofnunum samfélagsins, bæði opinberum stofnunum og fjölmiðlum í einkaeigu. Þrátt fyrir að fjölmiðlar væru pólitískir, til hægri eða vinstri, voru þeir almennt taldir trúverðugir fyrir sinn hatt.

Fjölmiðlar sem fluttu fréttir um að Elvis væri á lífi löngu eftir að hann dó og að sést hefði til marsbúa þjónuðu jaðarhópum sem sóttu í skemmtun lausbeislaðs ímyndunarafls.

Hefðbundnu fjölmiðlarnir héldu að fólki heimsmynd með blæbrigðum en ekki öfgum. Í kalda stríðinu voru Bandaríkin skárri en Sovétríkin almennt séð. Spurningin var hversu mikið eða lítið skárri.

Kalda stíðinu lauk á síðasta áratug liðinnar aldar. Um sama leyti kom alnetið til sögunnar og í framhaldi samfélagsmiðlar á fyrsta áratug nýrrar aldar.

Við lok kalda stríðsins boðaði Francis Fukuyama endalok sögunnar með því að vestrænt lýðræði hefði sigrað heiminn. Aldarfjórðungi síðar veltir Fukuyama fyrir sér afleiðingum falsfrétta, bæði fyrir vestræna stjórnmálamenningu og alþjóðlega.

Falsfréttir eru í grunninn að Elvis lifi og að marsbúar gætu á hverri stundu birst okkur. Umræðan, sem að mestu fer fram á samfélagsmiðlum, er í síauknum mæli tilbúin að trúa á lifandi Elvis og marsbúa. Lýðræðið skilar okkur valdhöfum sem endurspegla trúgirnina.


mbl.is „Pólitískar nornaveiðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband